Stökkbreyttir úlfar gætu hjálpað í baráttu gegn krabbameini Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 14:24 Úlfarnir í Tsjernobyl eru býsna óvenjulegir að því leyti að þeir hafa þróað með sér genastökkbreytingu sem veldur því að þeir eru þolnari gagnvart krabbameini. Getty Stökkbreyttir úlfar sem ráfa um götur Tsjernobyl virðast hafa þróað með sér gríðarlegt þol gegn krabbameini. Vísindamenn vona að rannsóknir á genum úlfanna geti hjálpað til við baráttu gegn krabbameini í mönnum. Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins. Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Eftir að kjarnaofn sprakk í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu við borgina Pripyat í Sovétríkjunum þann 26. apríl árið 1986 þurftu 116 þúsund íbúar að yfirgefa borgina vegna hættunnar sem stafaði af geislavirkni frá verinu. Um 36 klukkutímum eftir slysið var búið til bannsvæði í 30 kílómetra radíus frá Tsjernobyl sem fólk mátti ekki fara inn í vegna krabbameinsvaldandi geislunarinnar. Íbúar hafa ekki enn snúið aftur á bannsvæðið, sem er um 2.600 fermetrar að stærð, vegna mikillar geislunar sem þar er, þó vísindamenn hafi rannsakað svæðið og ferðamenn fengið að ferðast um það frá 2011. Hins vegar hafa villt dýr á borð við úlfa, birni, hesta og villisvín lifað þar góðu lífi. Nú virðist sem vera dýranna innan svæðisins hafi haft óvenjuleg og ófyrirséð áhrif á þau. Úlfarnir orðið fyrir mikilli geislun Hópur vísindamanna undir forystu Dr. Cöru Love, þróunarlíffræðings við Shane Campbell Staton-rannsóknarstofuna við Princeton-háskóla, hefur rannsakað hvernig úlfar sem búa í Tsjernobyl hafa lifað af þrátt fyrir að vera berskjaldaðir fyrir geislavirkum ögnum margar kynslóðir aftur í tímann. Pripyat er bær sem byggður var fyrir starfsmenn Tsjernobyl. Fimmtíu þúsund íbúar þurftu að flýja bæinn án eigna sinna eftir kjarnorkuslysið.Vísir/EPA Rannsóknarteymi Love fór inn á Tsjernobyl-bannsvæðið árið 2014 til að setja sérstakar útvarpsólar á úlfana svo hægt væri að fylgjast með hreyfingum þeirra. Að sögn Love getur teymið fylgst með því í rauntíma hvar úlfarnir eru og hvað þeir verða fyrir mikilli geislun. Einnig voru tekin blóðsýni af úlfunum til að komast að því hvernig líkamar úlfanna hafa brugðist við krabbameinsvaldandi geislavirkninni. Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að úlfarnir hafa daglega orðið fyrir allt að 11,28 millírema geislun allt sitt líf. Slík geislun er sex sinnum meiri en mannfólk þolir svo hættulaust sé. Love kynnti niðurstöður rannsóknanna á árlegri ráðstefnu líffræðinga í síðasta mánuði. Minna á krabbameinssjúklinga í geislameðferð Love segir að úlfarnir séu komnir með stökkbreytt ónæmiskerfi sem minni á ónæmiskerfi krabbameinsveiks fólk sem er í geislameðferð. Einnig hafi vísindamennirnir borið kennsl á ákveðna hluta í erfðamengi úlfanna sem geri þá sérstaklega þolna gagnvart krabbameini. Mikið af krabbameinsrannsóknum hafa gengið út á að staðsetja stökkbreytingar í mönnum sem auka líkur á krabbameini. Rannsókn Love og félaga hefur aftur á móti beinst að stökkbreytingum sem auka líkur á því að lifa af krabbamein. Í niðurstöðum Love segir að erfðafræðileg svæði sem hópurinn hefur rannsakað sýni gen sem búi yfir ónæmum gegn æxlum, frumuinnrásum og frumuflutningum. Vísindamennirnir hafi náð að staðsetja tiltekin afbrigði sem sýni hugsanlega próteinbreytingar í ónæmisstjórnun og lífeðlisfræði krabbameins.
Úkraína Tsjernobyl Krabbamein Dýr Tengdar fréttir 35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. 26. apríl 2021 13:00