Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2024 16:02 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og aðrir ráðamenn í Evrópu hafa áhyggjur af deilum á þingi í Bandaríkjunum og hvaða áhrif þær hafa á víglínunni í Úkraínu. AP/Omar Havana Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Ummælin lét Tusk falla á X (áður Twitter) í morgun og sagði hann að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Repúblikani, sem hefði hjálpað milljónum íbúar Austur-Evrópu að öðlast frelsi, væri án efa að bylta sér í gröfinni. „Skammist ykkar,“ skrifaði Tusk svo. Dear Republican Senators of America. Ronald Reagan, who helped millions of us to win back our freedom and independence, must be turning in his grave today. Shame on you.— Donald Tusk (@donaldtusk) February 8, 2024 Tusk er mjög reynslumikill þegar kemur að pólitík. Hann var forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019 og leiðtogi Flokk fólks Evrópu á Evrópuþinginu frá 2019 til 2022. Hann varð svo aftur forsætisráðherra Póllands í lok síðasta árs. Pólverjar hafa staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þeir hafa veitt þeim mikið magn hergagna og tekið móti fjölmörgum flóttamönnum frá Úkraínu. Þar að auki hafa ráðamenn í Póllandi ítrekað þrýst á aðra bakhjarla Úkraínu varðandi hernaðaraðstoð. Snerust gegn frumvarpi sem þeir sömdu Umrætt frumvarp á sér nokkra sögu en í stuttu máli hafa Repúblikanar í fulltrúadeildinni neitað að samþykkja frumvarp um hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan, án þess að þeir fái aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í staðinn. Eftir nokkurra mánaða viðræður sömdu þingmenn í öldungadeildinni frumvarp sem fól í sér einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum sem sést hafa í áratugi. Repúblikanar hefðu náð fram mörgum af sínum helstu baráttumálum með frumvarpinu og lýstu forsvarsmenn verkalýðsfélags landamæravarða í Bandaríkjunum yfir stuðningi við frumvarpið. Repúblikanar í öldungadeildinni sögðu frumvarpið vera einstakt tækifæri fyrir þá, þar sem þeir myndu líklega aldrei aftur hafa sambærilegt vogarafl í viðræðum við Demókrata, jafnvel þó þeir stjórnuðu báðum deildum þings og Hvíta húsinu. Sjá einnig: Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, lýsti sig þó andsnúinn frumvarpinu. Hann vill geta notað ástandið á landamærunum í kosningabaráttu gegn Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í nóvember og vill ekki gefa Biden pólitískan sigur. Repúblikanar hafa í kjölfarið snúist gegn eigin frumvarpi og í gær komu þeir í veg fyrir framgöngu þess í öldungadeildinni. Atkvæðagreiðslan í gær fór 49-50. Einungis fjórir Repúblikanar greiddu atkvæði með því en sex Demókratar greiddu atkvæði gegn því, þar sem þeir segja of mikið látið eftir Repúblikönum í frumvarpinu. Það hefði þurft sextíu atkvæði til að vera samþykkt. James Lankford, sem leiddi samningaviðræðurnar fyrir hönd Repúblikana, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að nú hefðu þingmenn tækifæri til að grípa loks til aðgerða. Þingið hefði ekkert getað gert varðandi landamærin í þrjátíu og tími væri kominn til aðgerða. Hann sagði einnig frá því að honum hefði borist ógnanir frá áhrifamiklum manni innan Repúblikanaflokksins. Lankford: I had a popular commentator that told me flat out, if you try to move a bill that solves the border crisis during this presidential year, I will do whatever I can to destroy you. Because I do not want you to solve this during the presidential election. pic.twitter.com/axg08BeCiG— Acyn (@Acyn) February 7, 2024 Kyrsten Sinema, óháður þingmaður frá Arizona, gagnrýndi Repúblikana harðlega í ræðu sinni. Loks hefðu þingmenn tækifæri til að gera eitthvað við vandamálunum á landamærunum. Hún sagði Repúblikana ítrekað ferðast til landamæranna til að taka myndir af sjálfum sér en þeir neituðu svo að semja lög til að taka á vandanum. „Það hefur komið í ljós að ástandið á landamærunum ógni ekki þjóðaröryggi okkar, heldur er það eingöngu umræðuefni fyrir kosningar,“ sagði Sinema. It s disappointing that, after all of their cable news appearances, their campaign photo ops in the desert, their trips to the border, my colleagues decided that the border crisis isn t that much of a crisis at all.Well, I have news: the border crisis continues for us in AZ. pic.twitter.com/MsS07J1rtB— Kyrsten Sinema (@SenatorSinema) February 8, 2024 Reyna að samþykkja annað frumvarp Til stendur að leggja fram frumvarp um 95 milljarða dala hernaðaraðstoð handa Úkraínu, Ísrael og Taívan á öldungadeildinni í dag. AP fréttaveitan segir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa haldið langan fund í gær um það hvort þeir væru tilbúnir til að samþykkja frumvarpið en sá fundur mun ekki hafa skilað árangri. Verði það samþykkt í öldungadeildinni eru þó litlar líkur á því að frumvarpið falli í kramið hjá Repúblikönum í fulltrúadeildinni, þar sem óreiðan virðist ráða ríkjum. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lagði í vikunni fram frumvarp sem snerist eingöngu um hernaðaraðstoð handa Ísraelum. Frumvarpið var ekki samþykkt og var það seinna af tveimur voðaskotum sem Repúblikanar veittu sér sjálfir í gær, ef svo má segja. Skortir skotfæri Deilurnar á bandaríska þinginu hafa vakið töluverðar áhyggjur í Evrópu, eins og sjá má á áðurnefndu tísti Tusk. Úkraínumenn eiga undir högg að sækja um þessar mundir og eiga sérstaklega við alvarlegan skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja. Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn skjóta um tíu þúsund sprengikúlum á degi hverjum, á meðan þeir geti eingöngu skotið 1.500 til 2.500 til baka. Þeir segja skortinn þegar hafa haft áhrif á víglínunni en Rússar hafa verið að sækja fram á undanförnum vikum. Úkraínumenn skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi og annars konar hergögn. Samkvæmt frétt Guardian kemur skorturinn á skotfærum og óvissan um áframhaldandi hernaðaraðstoð einnig niður á framtíðarætlunum Úkraínumanna. Erfitt sé að skipuleggja fram í tímann án þess að vita hverju þeir eiga von á frá bakhjörlum sínum. Án aðstoðar Bandaríkjamanna óttast sérfræðingar að staða Úkraínumanna muni versna töluvert á komandi mánuðum. Ekki er talið að varnir þeirra muni falla saman í skyndi en geta herafla Úkraínu myndi minnka og þeir ættu erfiðara með að fylla í raðir sínar. Úkraínmenn þurfa að endurbyggja sveitir og þjálfa nýjar eftir langvarandi, hörð og mannskæð átök í fyrra. Ríki Evrópu hafa ekki sambærilega framleiðslugetu á skotfærum og hergögnum og Bandaríkjamenn og eiga sömuleiðis ekki sambærileg vopnabúr en ráðamenn í Evrópu hafa þó tilkynnt nýjar vopnasendingar til Úkraínu á undanförnum vikum. Það dugar þó lítið til að fylla upp í það gat sem Bandaríkjamenn hafa gert á hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Sjá einnig: Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Scholz ræðir við Bandaríkjamenn Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, varaði við því í gærmorgun að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef Rússar myndu á endanum bera sigur úr býtum í Úkraínu. Í grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal, sagði hann að sigur Rússa myndi ógna öryggi allrar Evrópu og Bandaríkjanna. Aðrar alræðisstjórnir heimsins myndu sjá tækifæri til að leggja undir sig land annarra þjóða og óreiða myndi aukast í heiminum. Í greininni benti Scholz á að ríki Evrópusambandsins hefðu varið meiri fjármunum í aðstoð handa Úkraínumönnum en Bandaríkin og að Þýskaland hefði gefið Úkraínu mikið magn hergagna. Þessi aðstoð væri nauðsynleg og kostnaðurinn við það að mistakast að stöðva Vladimír Pútín, forseta Rússlands, yrði allt of hár. Scholz sagði í greininni að því fyrr sem Pútín áttaði sig á því að bakhjarlar Úkraínu myndu ekki láta af stuðningi sínum við ríkið, því fyrr myndi stríðið enda. Eina leiðin til að tryggja frið sé að standa við bakið á Úkraínumönnum eins lengi og þurfi. Kanslarinn er nú staddur í Bandaríkjunum og mun funda með bandarískum þingmönnum í dag og Joe Biden á morgun. Bandaríkin Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5. febrúar 2024 12:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ummælin lét Tusk falla á X (áður Twitter) í morgun og sagði hann að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Repúblikani, sem hefði hjálpað milljónum íbúar Austur-Evrópu að öðlast frelsi, væri án efa að bylta sér í gröfinni. „Skammist ykkar,“ skrifaði Tusk svo. Dear Republican Senators of America. Ronald Reagan, who helped millions of us to win back our freedom and independence, must be turning in his grave today. Shame on you.— Donald Tusk (@donaldtusk) February 8, 2024 Tusk er mjög reynslumikill þegar kemur að pólitík. Hann var forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019 og leiðtogi Flokk fólks Evrópu á Evrópuþinginu frá 2019 til 2022. Hann varð svo aftur forsætisráðherra Póllands í lok síðasta árs. Pólverjar hafa staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þeir hafa veitt þeim mikið magn hergagna og tekið móti fjölmörgum flóttamönnum frá Úkraínu. Þar að auki hafa ráðamenn í Póllandi ítrekað þrýst á aðra bakhjarla Úkraínu varðandi hernaðaraðstoð. Snerust gegn frumvarpi sem þeir sömdu Umrætt frumvarp á sér nokkra sögu en í stuttu máli hafa Repúblikanar í fulltrúadeildinni neitað að samþykkja frumvarp um hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan, án þess að þeir fái aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í staðinn. Eftir nokkurra mánaða viðræður sömdu þingmenn í öldungadeildinni frumvarp sem fól í sér einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum sem sést hafa í áratugi. Repúblikanar hefðu náð fram mörgum af sínum helstu baráttumálum með frumvarpinu og lýstu forsvarsmenn verkalýðsfélags landamæravarða í Bandaríkjunum yfir stuðningi við frumvarpið. Repúblikanar í öldungadeildinni sögðu frumvarpið vera einstakt tækifæri fyrir þá, þar sem þeir myndu líklega aldrei aftur hafa sambærilegt vogarafl í viðræðum við Demókrata, jafnvel þó þeir stjórnuðu báðum deildum þings og Hvíta húsinu. Sjá einnig: Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, lýsti sig þó andsnúinn frumvarpinu. Hann vill geta notað ástandið á landamærunum í kosningabaráttu gegn Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í nóvember og vill ekki gefa Biden pólitískan sigur. Repúblikanar hafa í kjölfarið snúist gegn eigin frumvarpi og í gær komu þeir í veg fyrir framgöngu þess í öldungadeildinni. Atkvæðagreiðslan í gær fór 49-50. Einungis fjórir Repúblikanar greiddu atkvæði með því en sex Demókratar greiddu atkvæði gegn því, þar sem þeir segja of mikið látið eftir Repúblikönum í frumvarpinu. Það hefði þurft sextíu atkvæði til að vera samþykkt. James Lankford, sem leiddi samningaviðræðurnar fyrir hönd Repúblikana, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna að nú hefðu þingmenn tækifæri til að grípa loks til aðgerða. Þingið hefði ekkert getað gert varðandi landamærin í þrjátíu og tími væri kominn til aðgerða. Hann sagði einnig frá því að honum hefði borist ógnanir frá áhrifamiklum manni innan Repúblikanaflokksins. Lankford: I had a popular commentator that told me flat out, if you try to move a bill that solves the border crisis during this presidential year, I will do whatever I can to destroy you. Because I do not want you to solve this during the presidential election. pic.twitter.com/axg08BeCiG— Acyn (@Acyn) February 7, 2024 Kyrsten Sinema, óháður þingmaður frá Arizona, gagnrýndi Repúblikana harðlega í ræðu sinni. Loks hefðu þingmenn tækifæri til að gera eitthvað við vandamálunum á landamærunum. Hún sagði Repúblikana ítrekað ferðast til landamæranna til að taka myndir af sjálfum sér en þeir neituðu svo að semja lög til að taka á vandanum. „Það hefur komið í ljós að ástandið á landamærunum ógni ekki þjóðaröryggi okkar, heldur er það eingöngu umræðuefni fyrir kosningar,“ sagði Sinema. It s disappointing that, after all of their cable news appearances, their campaign photo ops in the desert, their trips to the border, my colleagues decided that the border crisis isn t that much of a crisis at all.Well, I have news: the border crisis continues for us in AZ. pic.twitter.com/MsS07J1rtB— Kyrsten Sinema (@SenatorSinema) February 8, 2024 Reyna að samþykkja annað frumvarp Til stendur að leggja fram frumvarp um 95 milljarða dala hernaðaraðstoð handa Úkraínu, Ísrael og Taívan á öldungadeildinni í dag. AP fréttaveitan segir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa haldið langan fund í gær um það hvort þeir væru tilbúnir til að samþykkja frumvarpið en sá fundur mun ekki hafa skilað árangri. Verði það samþykkt í öldungadeildinni eru þó litlar líkur á því að frumvarpið falli í kramið hjá Repúblikönum í fulltrúadeildinni, þar sem óreiðan virðist ráða ríkjum. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, lagði í vikunni fram frumvarp sem snerist eingöngu um hernaðaraðstoð handa Ísraelum. Frumvarpið var ekki samþykkt og var það seinna af tveimur voðaskotum sem Repúblikanar veittu sér sjálfir í gær, ef svo má segja. Skortir skotfæri Deilurnar á bandaríska þinginu hafa vakið töluverðar áhyggjur í Evrópu, eins og sjá má á áðurnefndu tísti Tusk. Úkraínumenn eiga undir högg að sækja um þessar mundir og eiga sérstaklega við alvarlegan skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja. Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn skjóta um tíu þúsund sprengikúlum á degi hverjum, á meðan þeir geti eingöngu skotið 1.500 til 2.500 til baka. Þeir segja skortinn þegar hafa haft áhrif á víglínunni en Rússar hafa verið að sækja fram á undanförnum vikum. Úkraínumenn skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi og annars konar hergögn. Samkvæmt frétt Guardian kemur skorturinn á skotfærum og óvissan um áframhaldandi hernaðaraðstoð einnig niður á framtíðarætlunum Úkraínumanna. Erfitt sé að skipuleggja fram í tímann án þess að vita hverju þeir eiga von á frá bakhjörlum sínum. Án aðstoðar Bandaríkjamanna óttast sérfræðingar að staða Úkraínumanna muni versna töluvert á komandi mánuðum. Ekki er talið að varnir þeirra muni falla saman í skyndi en geta herafla Úkraínu myndi minnka og þeir ættu erfiðara með að fylla í raðir sínar. Úkraínmenn þurfa að endurbyggja sveitir og þjálfa nýjar eftir langvarandi, hörð og mannskæð átök í fyrra. Ríki Evrópu hafa ekki sambærilega framleiðslugetu á skotfærum og hergögnum og Bandaríkjamenn og eiga sömuleiðis ekki sambærileg vopnabúr en ráðamenn í Evrópu hafa þó tilkynnt nýjar vopnasendingar til Úkraínu á undanförnum vikum. Það dugar þó lítið til að fylla upp í það gat sem Bandaríkjamenn hafa gert á hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Sjá einnig: Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Scholz ræðir við Bandaríkjamenn Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, varaði við því í gærmorgun að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef Rússar myndu á endanum bera sigur úr býtum í Úkraínu. Í grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal, sagði hann að sigur Rússa myndi ógna öryggi allrar Evrópu og Bandaríkjanna. Aðrar alræðisstjórnir heimsins myndu sjá tækifæri til að leggja undir sig land annarra þjóða og óreiða myndi aukast í heiminum. Í greininni benti Scholz á að ríki Evrópusambandsins hefðu varið meiri fjármunum í aðstoð handa Úkraínumönnum en Bandaríkin og að Þýskaland hefði gefið Úkraínu mikið magn hergagna. Þessi aðstoð væri nauðsynleg og kostnaðurinn við það að mistakast að stöðva Vladimír Pútín, forseta Rússlands, yrði allt of hár. Scholz sagði í greininni að því fyrr sem Pútín áttaði sig á því að bakhjarlar Úkraínu myndu ekki láta af stuðningi sínum við ríkið, því fyrr myndi stríðið enda. Eina leiðin til að tryggja frið sé að standa við bakið á Úkraínumönnum eins lengi og þurfi. Kanslarinn er nú staddur í Bandaríkjunum og mun funda með bandarískum þingmönnum í dag og Joe Biden á morgun.
Bandaríkin Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Þýskaland Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01 Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5. febrúar 2024 12:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Úkraínskir sérsveitarmenn sagðir berjast gegn Wagner í Súdan Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa um nokkuð skeið barist gegn málaliðum Wagner-Group. Nýtt myndband sem úkraínskur fjölmiðill hefur birt er sagt sýna rússneskan málaliða og meðlimi sveita sem kallast RSF í haldi úkraínskra sérsveitarmanna á vegum leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR). 6. febrúar 2024 17:01
Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25
Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst. 5. febrúar 2024 12:35