Neyðarástand í plastmálum Emily Richey-Stavand skrifar 13. febrúar 2024 12:30 Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast. Ef við grípum ekki til stórtækra aðgerða strax telur Umhverfisstofnun Sþ. (e. UNEP) að 37 milljón tonn af plasti rati í sjóinn á heimsvísu árið 2040; þetta jafngildir um 50 kg á hvern metra af strandlengju jarðar. Þetta er neyðarástand. Okkur er sagt að hafa ekki áhyggjur þar sem plast er endurvinnanlegt. Við fáum að heyra að endurvinnsla muni bjarga okkur öllum. Við þurfum bara að endurvinna plast sem finnst í maga sveltandi höfrunga, hvala, heimskautarefa á Hornströndum, og fjölda annarra dýrategunda. Þetta eru lygar. Olíu og plast stórveldin hafa eytt milljörðumkróna í að selja almenningi lygarnar um endurvinnslu alveg síðan þau byrjuðu að þrýsta plasti á neytendur sem daglegri þörf. Larry Thomas, fyrrum formaður Samtaka Plastiðnaðarins (e. Plastic Industry Association) sagði að „ef almenningur heldur að endurvinnsla sé að virka þá munu þau ekki hafa áhyggjur af umhverfinu“. Í innri skjölum DuPont, eins stærsta plast- og efnafyrirtækis heims, frá tíunda áratug síðustu aldar stendur: „endurvinnsla plasts er dýr og flokkun er óhagkvæm,“. Þessi fyrirtæki hafa áratugum saman verið meðvituð um þá staðreynd að þau séu að miklu leyti ábyrg fyrir plastmengun og loftslagsbreytingum en héldu þrátt fyrir það áfram að forgangsraða gróða umfram heilsu fólks og umhverfisins. Okkur er ætlað að trúa því að brennsla plasts sé ákveðið form af endurvinnslu og að það sé viðeigandi aðgerð gegn plastvandamálinu. En, brennsla plasts er ekki ígildi endurvinnslu. Það er athæfi sem er bara hægt að kalla einu nafni: grænþvottur. Þegar plast er brennt losar það gróðurhúsalofttegundir, og getur mengað loft, jarðveg og jafnvel landbúnaðarvörur ásamt því að skapa heilsuspillandi aðstæður vegna loftmengunarefna í nærliggjandi byggðum, sem oft hýsa efnaminni og jaðarsettra hópa. Brennsla og endurvinnsla gamals plasts til að búa til nýtt plast getur verið mjög heilsuspillandi fyrir fólk sem starfar við framleiðsluna. Þetta er ein ástæða þess að þessari starfsemi er oft útvistað til þróunarlanda þar sem brotið er á réttindum starfsfólks auk þess sem það veikist gjarnan vegna eiturefna og þarf að lifa með ýmsum afleiðingum. Komið hefur í ljós að sumar þessara endurvinnslustöðva hafa valdið astma, öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og skaða á æxlunarkerfi. Þau sem lifa með afleiðingunum eru oftar en ekki úr efnaminni og viðkvæmari hópum. Um 99% af plasti er unnið úr jarðefnaeldsneyti og allt inniheldur það eiturefni sem eru skaðleg fyrir okkur mannfólkið og aðrar lífverur sem deila með okkur jörðinni. Örplast og eiturefni sem finna má í plasti er að finna nánast hvar sem litið er í náttúrunni, m.a. í jarðvegi og grunnvatni. Vísindafólk hefur einnig fundið örplast í skýjum. Í fyrra voru birtar niðurstöður rannsókna sem fundu plastagnir í líkömum barna við fæðingu í formi örplasts og sýndu að plast hefur mengað nær alla anga lífs okkar, þar á meðal matvæli og blóðrás okkar. Þar sem við vitum nú þegar að plast er skaðlegt og leiðir til raskana á innkirtlakerfi, æxlunarvandamála og hjarta- og æðasjúkdóma, verða þetta að teljast mjög alvarlegar fréttir. Plastmengun hefur einnig skaðleg áhrif fyrir sjávarvistkerfi. Höfin okkar eru barmafull af plasti. Samkvæmt UNEP flæða um 11 milljón tonn af plastúrgangi í höfin okkar ár hvert. Talið er að þessi tala muni þrefaldast fyrir árið 2040 nema gripið sé til stórtækra aðgerða. Sjófuglar innbyrða svo mikið plast að á síðasta ári uppgvötvuðu vísindafólk nýjan sjúkdóm sem hefur valdið dauða sjófugla og ber heitið “Plasticosis”. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin setja fram lög sem hvetja til þess að dregið sé úr einnota plasti í daglega lífi okkar. Alvöru hringrásarhagkerfi er eina lífvænlega hagkerfi framtíðarinnar. Við sem neytendur höfum einnig að ýmsu leyti völd til að bregðast við. Við getum losað okkur úr greipum neysluhyggjunnar. Við getum haft það í huga að við eigum ekki rétt á öllu því sem við viljum, sérstaklega ekki ef það sem við viljum skaðar fólkið sem framleiddi það og umhverfið. Við getum stutt við lausnir á borð við hringrásarhagkerfið. Bíllaus lífstíll og þrýstingur á stórbættar almenningssamgöngur er einnig gríðarmikilvægt þar sem um 70% af örplasti í hafinu eru dekkjaspænir frá bílum. Ungir umhverfissinnar standa einnig fyrir strandhreinsunum í samstarfi við fjölda annara samtaka þann 11. febrúar n.k. sem við hvetjum öll til að taka þátt í. Saman getum við þrýst á kerfisbreytingar og dregið úr skaðlegum áhrifum plastmengunar á heilsu okkar og náttúrunnar sem við reiðum okkur á. Höfundur er hringrásarhagkerfisfulltrúi Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast. Ef við grípum ekki til stórtækra aðgerða strax telur Umhverfisstofnun Sþ. (e. UNEP) að 37 milljón tonn af plasti rati í sjóinn á heimsvísu árið 2040; þetta jafngildir um 50 kg á hvern metra af strandlengju jarðar. Þetta er neyðarástand. Okkur er sagt að hafa ekki áhyggjur þar sem plast er endurvinnanlegt. Við fáum að heyra að endurvinnsla muni bjarga okkur öllum. Við þurfum bara að endurvinna plast sem finnst í maga sveltandi höfrunga, hvala, heimskautarefa á Hornströndum, og fjölda annarra dýrategunda. Þetta eru lygar. Olíu og plast stórveldin hafa eytt milljörðumkróna í að selja almenningi lygarnar um endurvinnslu alveg síðan þau byrjuðu að þrýsta plasti á neytendur sem daglegri þörf. Larry Thomas, fyrrum formaður Samtaka Plastiðnaðarins (e. Plastic Industry Association) sagði að „ef almenningur heldur að endurvinnsla sé að virka þá munu þau ekki hafa áhyggjur af umhverfinu“. Í innri skjölum DuPont, eins stærsta plast- og efnafyrirtækis heims, frá tíunda áratug síðustu aldar stendur: „endurvinnsla plasts er dýr og flokkun er óhagkvæm,“. Þessi fyrirtæki hafa áratugum saman verið meðvituð um þá staðreynd að þau séu að miklu leyti ábyrg fyrir plastmengun og loftslagsbreytingum en héldu þrátt fyrir það áfram að forgangsraða gróða umfram heilsu fólks og umhverfisins. Okkur er ætlað að trúa því að brennsla plasts sé ákveðið form af endurvinnslu og að það sé viðeigandi aðgerð gegn plastvandamálinu. En, brennsla plasts er ekki ígildi endurvinnslu. Það er athæfi sem er bara hægt að kalla einu nafni: grænþvottur. Þegar plast er brennt losar það gróðurhúsalofttegundir, og getur mengað loft, jarðveg og jafnvel landbúnaðarvörur ásamt því að skapa heilsuspillandi aðstæður vegna loftmengunarefna í nærliggjandi byggðum, sem oft hýsa efnaminni og jaðarsettra hópa. Brennsla og endurvinnsla gamals plasts til að búa til nýtt plast getur verið mjög heilsuspillandi fyrir fólk sem starfar við framleiðsluna. Þetta er ein ástæða þess að þessari starfsemi er oft útvistað til þróunarlanda þar sem brotið er á réttindum starfsfólks auk þess sem það veikist gjarnan vegna eiturefna og þarf að lifa með ýmsum afleiðingum. Komið hefur í ljós að sumar þessara endurvinnslustöðva hafa valdið astma, öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og skaða á æxlunarkerfi. Þau sem lifa með afleiðingunum eru oftar en ekki úr efnaminni og viðkvæmari hópum. Um 99% af plasti er unnið úr jarðefnaeldsneyti og allt inniheldur það eiturefni sem eru skaðleg fyrir okkur mannfólkið og aðrar lífverur sem deila með okkur jörðinni. Örplast og eiturefni sem finna má í plasti er að finna nánast hvar sem litið er í náttúrunni, m.a. í jarðvegi og grunnvatni. Vísindafólk hefur einnig fundið örplast í skýjum. Í fyrra voru birtar niðurstöður rannsókna sem fundu plastagnir í líkömum barna við fæðingu í formi örplasts og sýndu að plast hefur mengað nær alla anga lífs okkar, þar á meðal matvæli og blóðrás okkar. Þar sem við vitum nú þegar að plast er skaðlegt og leiðir til raskana á innkirtlakerfi, æxlunarvandamála og hjarta- og æðasjúkdóma, verða þetta að teljast mjög alvarlegar fréttir. Plastmengun hefur einnig skaðleg áhrif fyrir sjávarvistkerfi. Höfin okkar eru barmafull af plasti. Samkvæmt UNEP flæða um 11 milljón tonn af plastúrgangi í höfin okkar ár hvert. Talið er að þessi tala muni þrefaldast fyrir árið 2040 nema gripið sé til stórtækra aðgerða. Sjófuglar innbyrða svo mikið plast að á síðasta ári uppgvötvuðu vísindafólk nýjan sjúkdóm sem hefur valdið dauða sjófugla og ber heitið “Plasticosis”. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin setja fram lög sem hvetja til þess að dregið sé úr einnota plasti í daglega lífi okkar. Alvöru hringrásarhagkerfi er eina lífvænlega hagkerfi framtíðarinnar. Við sem neytendur höfum einnig að ýmsu leyti völd til að bregðast við. Við getum losað okkur úr greipum neysluhyggjunnar. Við getum haft það í huga að við eigum ekki rétt á öllu því sem við viljum, sérstaklega ekki ef það sem við viljum skaðar fólkið sem framleiddi það og umhverfið. Við getum stutt við lausnir á borð við hringrásarhagkerfið. Bíllaus lífstíll og þrýstingur á stórbættar almenningssamgöngur er einnig gríðarmikilvægt þar sem um 70% af örplasti í hafinu eru dekkjaspænir frá bílum. Ungir umhverfissinnar standa einnig fyrir strandhreinsunum í samstarfi við fjölda annara samtaka þann 11. febrúar n.k. sem við hvetjum öll til að taka þátt í. Saman getum við þrýst á kerfisbreytingar og dregið úr skaðlegum áhrifum plastmengunar á heilsu okkar og náttúrunnar sem við reiðum okkur á. Höfundur er hringrásarhagkerfisfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun