„Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 11:00 Að komast fram úr á morgnana getur verið algjör pína fyrir Frey Eyjólfsson, verkefnastjóra hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamann, veislustjóra og skemmtikraft. Freyr elskar að spila og segir ástina póker. Vísir/Vilhelm Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Dóttir mín er morgunhani fjölskyldunnar og hún vekur mig með mjög mismunandi glæsibrag um sjö leytið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Fyrst langar mig til rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað til að fara ekki á fætur og svífa aftur inn í draumaheiminn. Svo skánar þetta aðeins eftir fimm mínútur. Ég píni mig á lappir og fæ mér grænan, urrandi, hressandi vítamíndrykk sem er mjög góður fyrir þarmaflóruna, lýsi og svo rótsterkan expressó. Þá peppast ég upp og fæ óbilandi trú á lífinu og get ekki beðið eftir því að labba í vinnuna, hlusta á fréttir, tónlist og mæta ferskur í vinnuna.“ Á skalanum 1-10: Hversu gaman finnst þér að spila? „Ég trompa með 10! Ég elska að spila tónlist. Það er ástríðan mín, áhugamálið og hugleiðsla. Spila, semja og taka upp tónlist. Spila tónlist með vinum mínum. Spila og hlusta á hljómplötur. Get svo alveg dottið í góð spil. Stundaði spilagaldra sem ungur maður. Mér finnst Spilabúðin æði og það er alltaf fjör að kaupa nýtt spil og spila með fjölskyldunni og vinum; Katan, spurningaspil og sitthvað fleira. Svo er auðvitað mest gaman að spila með fólk. Ástin er pókerspil, leggðu undir og spilaðu með!“ Freyr elskar að klára verkefnin sín en segist að upplagi hræðilega óskipulagður. Sem betur fer bjargar góð eiginkona, gott samstarfsfólk og góð verkefnastjórnunarforrit ýmsu. Jafnvel lífi Freys að hans sögn. Freyr hatar frasann „þetta reddast“. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hringrásarhagkerfið á hug minn allan og er kjarninn í allri starfsemi SORPU. Það er vísirinn að umhverfisvænni, hagkvæmari og skemmtilegri veröld. Ég er líka að klára sjónvarpsþætti fyrir RÚV sem bera heitið Endurtekið sem fjalla um hringrásarhagkerfið og hvernig mestu tækifæri 21. aldarinnar liggja í ruslinu. Svo er ég að búa til mjög speisaða plötu með vinum mínum í Geimfuglunum, rafsveit Geirfuglanna, veislustýra og skemmta um helgar. Það er ótrúlegur munaður að geta unnið við það að leika og skemmta sér!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er að upplagi alveg hræðilega óskipulagður maður. En góð eiginkona, gott samstarfsfólk og góð verkefnastjórnunarforrit og dagatöl hafa bjargað lífi mínu. Ég hata frasann „þetta reddast“. Það er lítill api í höfðinu á mér sem syngur þetta oft og ansi fjörugt. En það reddast ekkert nema með vinnu og skipulagningu. Ég er að læra þetta. Allt að koma. Elska að klára verkefnin mín.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er að verða mjög reglufastur og kvöldsvæfur maður. Ég er virkilega góður í því að sofa sem er sennilega undirstaða alls þess góða sem ég hef gert í lífinu. Það er afar mikilvægt fyrir góðan svefn að hreya sig eitthvað örlítið, borða kvöldmat snemma og lesa bók. Ekki góna of mikið á sjónvarp. Best er að lesa langdregnar bækur um kulda og vosbúð. Ég er til dæmis núna að lesa bók um gúlögin í Sovétríkjunum og hún neglir mig hægt og örugglega í djúpan og góðan svefn.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 „Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Dóttir mín er morgunhani fjölskyldunnar og hún vekur mig með mjög mismunandi glæsibrag um sjö leytið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Fyrst langar mig til rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað til að fara ekki á fætur og svífa aftur inn í draumaheiminn. Svo skánar þetta aðeins eftir fimm mínútur. Ég píni mig á lappir og fæ mér grænan, urrandi, hressandi vítamíndrykk sem er mjög góður fyrir þarmaflóruna, lýsi og svo rótsterkan expressó. Þá peppast ég upp og fæ óbilandi trú á lífinu og get ekki beðið eftir því að labba í vinnuna, hlusta á fréttir, tónlist og mæta ferskur í vinnuna.“ Á skalanum 1-10: Hversu gaman finnst þér að spila? „Ég trompa með 10! Ég elska að spila tónlist. Það er ástríðan mín, áhugamálið og hugleiðsla. Spila, semja og taka upp tónlist. Spila tónlist með vinum mínum. Spila og hlusta á hljómplötur. Get svo alveg dottið í góð spil. Stundaði spilagaldra sem ungur maður. Mér finnst Spilabúðin æði og það er alltaf fjör að kaupa nýtt spil og spila með fjölskyldunni og vinum; Katan, spurningaspil og sitthvað fleira. Svo er auðvitað mest gaman að spila með fólk. Ástin er pókerspil, leggðu undir og spilaðu með!“ Freyr elskar að klára verkefnin sín en segist að upplagi hræðilega óskipulagður. Sem betur fer bjargar góð eiginkona, gott samstarfsfólk og góð verkefnastjórnunarforrit ýmsu. Jafnvel lífi Freys að hans sögn. Freyr hatar frasann „þetta reddast“. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hringrásarhagkerfið á hug minn allan og er kjarninn í allri starfsemi SORPU. Það er vísirinn að umhverfisvænni, hagkvæmari og skemmtilegri veröld. Ég er líka að klára sjónvarpsþætti fyrir RÚV sem bera heitið Endurtekið sem fjalla um hringrásarhagkerfið og hvernig mestu tækifæri 21. aldarinnar liggja í ruslinu. Svo er ég að búa til mjög speisaða plötu með vinum mínum í Geimfuglunum, rafsveit Geirfuglanna, veislustýra og skemmta um helgar. Það er ótrúlegur munaður að geta unnið við það að leika og skemmta sér!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er að upplagi alveg hræðilega óskipulagður maður. En góð eiginkona, gott samstarfsfólk og góð verkefnastjórnunarforrit og dagatöl hafa bjargað lífi mínu. Ég hata frasann „þetta reddast“. Það er lítill api í höfðinu á mér sem syngur þetta oft og ansi fjörugt. En það reddast ekkert nema með vinnu og skipulagningu. Ég er að læra þetta. Allt að koma. Elska að klára verkefnin mín.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er að verða mjög reglufastur og kvöldsvæfur maður. Ég er virkilega góður í því að sofa sem er sennilega undirstaða alls þess góða sem ég hef gert í lífinu. Það er afar mikilvægt fyrir góðan svefn að hreya sig eitthvað örlítið, borða kvöldmat snemma og lesa bók. Ekki góna of mikið á sjónvarp. Best er að lesa langdregnar bækur um kulda og vosbúð. Ég er til dæmis núna að lesa bók um gúlögin í Sovétríkjunum og hún neglir mig hægt og örugglega í djúpan og góðan svefn.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 „Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00
Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00
Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00
„Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00
Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00