Samtal við mömmu sem olli straumhvörfum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. mars 2024 07:01 Listamaðurinn Loji Höskuldsson ræddi við blaðamann um listina og lífið. SAMSETT „Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Ég var alltaf að gera eitthvað skapandi en það var enginn að segja mér að fara þessa leið,“ segir listamaðurinn Loji Höskuldsson, sem hefur skrifað nafn sitt með j-i síðan í grunnskóla. Loji er með á samsýningu sem opnar í nýju rými Gallery Port á laugardaginn og eru verkin hans gríðarlega eftirsótt. Til dæmis seldust verk Loja upp á örfáum mínútum á jólasýningunni í Ásmundarsal í desember en þau einkennast af bæði hnyttnum og fagurfræðilegum útsaumi. Gallery Port hefur flutt sig um set eftir sjö ár á Laugaveginum og opnar nú í nýju rými á Kirkjusandi, Hallgerðargötu 23. Það er samsýning og jafnframt sölusýning þriggja listamanna sem ríða á vaðið í nýja rýminu og ásamt Loja Höskuldssyni verða Baldur Helgason og Claire Paugam. Loji Höskuldsson segir að listsköpunin hafi snemma byrjað að heilla hann. Vísir/Vilhelm Ástríðan fyrir list kviknaði í myrkrakompu Blaðamaður spjallaði við Loja, sem er fæddur 1987, um innblástur, listræna vegferð, lífið og uppljómun í kjölfar samtals við móður hans. Ásamt því að starfa í myndlist kemur Loji einnig fram sem meðlimur sveitarinnar Bjartar sveiflur. Aðspurður um hvenær áhugi hans á list hafi kviknað svarar Loji: „Ég var með náttúrufræðikennara í Langholtsskóla sem var með algjöra ljósmyndadellu og í tíunda bekk gat ég sótt um valáfanga í ljósmyndun. Ég man eftir því að hafa verið inni í myrkrakompu að framkalla og ég fann bara vá mig langar að gera eitthvað svona. Sérstaklega þegar að kennaranum fannst myndin góð. Auðvitað vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að gera og ég hefði alveg eins getað endað á náttúrufræðibraut en ég ákvað svo að fara í FB á myndlistarbraut. Þannig að það mætti segja að þetta hefði kviknað í grunnskóla.“ Hann segist stöðugt hafa heillast að skapandi verkefnum í æsku. „Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Í grunnskóla var ég að skrifa einhver leikrit og fá alla með í það, að teikna og gera alls konar dót. Ef ég lít til baka var ég alltaf að gera eitthvað skapandi þó að manni hafi náttúrulega ekki verið umbunað fyrir það í einkunnum. Það var enginn að segja mér að ég ætti að fara þessa leið.“ Salt, gúrku sneið og kjötpylsa 2023 eftir Loja. Loji Höskuldsson Uppreisnarseggur í LHÍ Tónlistin hefur sömuleiðis alltaf heillað hann og var Loji í ýmsum hljómsveitum í gegnum menntaskólagöngu og Listaháskólann. „Ég leit svolítið á tónlistina og performansinn sem myndlist. Myndlistin sem heillaði mig mest í LHÍ var þátttökulist. Ég var sérstaklega heillaður að þessum hugmyndum um hvað sé list og hvað sé ekki list.“ Blaðamaður spyr hann hvort það hafi svolítið fylgt honum þar sem hann vinnur mikið á mörkum handverks og myndlistar. „Já, ætli það ekki. Þegar að ég byrjaði á þessu var ég í Listaháskólanum og hugmyndalistin spilaði þar veigamikið hlutverk. Hugmyndin átti frekar að vera ótrúlega sterk og útfærslan var í raun aukaatriði. Útfærslan skiptir náttúrulega miklu máli. Handverkið var bara ekki mikið í tísku á þessum árum sem ég var í skólanum. Uppreisnarseggurinn í mér ákvað því að gera handverk í konsept miðuðum skóla. Ég ákvað að að gera fallegar blómamyndir í Listaháskólanum sem mætti bara hengja upp á vegg.“ Loji Höskuldsson segist hafa verið svolítill uppreisnarseggur í LHÍ þegar að hann ákvað að gera fallegar blómamyndir. Vísir/Vilhelm Tengdi strax við miðilinn Hann segir að listformið henti honum mjög vel. „Ég tengdi við miðilinn strax. Ég átti samtal við mömmu um þetta en mamma hefur rekið bútasaumsverslun í 30 ár sem heitir Frú Bóthildur. Ég kunni ekkert í útsaumi og mamma er auðvitað meira í bútasaumi en í kjölfar samtalsins okkar rétti hún mér nál sem heitir flosnál og úr varð bara eitthvað móment hjá mér. Allar hugmyndir mínar úr Listaháskólanum fundu sér allt í einu farveg, ég gat gert þær í útsaumi með þessu tóli. Þetta er nál sem þú þræðir og þú snýrð nálinni eins og þú sért að þeyta rjóma, þetta er mikið gert með höndunum.“ Morgunverður Dieter Roths 2022 eftir Loja. Loji Höskuldsson Alltaf langað til að segja sögur með listinni Verk Loja minna svolítið á útsaumsverk sem margir kannast við að hafa séð heima hjá ömmu og afa. Aðspurður hvort hann haldi að það hafi áhrif á vinsældir verka sinna svarar Loji: „Ég held að stór þáttur í þessu sé einmitt að þetta er handverk sem allir þekkja en þó í allt öðru samhengi. Þetta var gjarnan Heima er best, Guð blessi heimilið eða einhver stóll heima hjá ömmu sem mátti ekki setjast í því amma kross saumaði allt áklæðið. En útsaumur í gegnum aldirnar hefur náttúrulega verið frábær miðill til þess að segja sögur,“ segir Loji og nefnir sem dæmi ævafornu reflana sem eru til sýnis á Þjóðminjasafninu. „Það sem mig hefur alltaf langað til að gera í myndlistinni hjá mér er að segja sögur, ekki beint eina ákveðna sögu heldur að fá fólk af stað í hugmyndaflug. Þar held ég að útsaumurinn henti ótrúlega vel. Ég þarf ekki að vera frábær málari og ná einhverri rosalegri þrívídd til að ná áhrifunum fram. Útsaumurinn leyfir manni að gera þetta ekki 110%. Ég upplifi þetta sem svo að það séu hér margir þættir sem eru að vinna ótrúlega vel saman.“ Loji Höskuldsson hefur alltaf viljað segja sögur með list sinni. Vísir/Vilhelm Ruslatunnur sem allir tengja við Sagan heillar Loja og sækir hann sömuleiðis mikinn innblástur til hennar. „Ég get alveg eytt heilu klukkutímunum inni á tímarit.is að skoða en ég fer ekki mikið lengra en aftur til níunda áratugarins. Ég er ekki að lesa neitt, ég er bara að horfa á myndir og upplifa tíðarandann. Þar fæ ég innblástur. Svo fæ ég líka innblástur við að labba úti á götu. Ég sé til dæmis ruslatunnu sem var sprengd í tætlur í kringum áramótin, rusl útum allt og ég sé sögu sem margir geta tengt við. Allir eiga einhverja tengingu við grænu ruslatunnurnar í bænum. Það er líka smá fyndið að setja það í útsaum. Þannig að þetta eru líka móment sem ég sé í umhverfinu mínu.“ Loji segist sömuleiðis algjör „sökker“ fyrir íslenskri myndlistarsögu. „Ég elska hvað hún er ung og viðkvæm. Íslenskir málarar sem höfðu lært erlendis og komu svo til Íslands en þjóðin var ekki alveg samferða þeim þannig að þeir heimfærðu allt sem þeir lærðu í Evrópu yfir á það sem Íslendingar gætu tengt við. Eins og að fara í sveitina og mála fjöllin og náttúruna. Ég er úr bænum og mér finnst eitthvað svo frábært að finna íslensk einkenni í borgarlífinu. Þetta er líka pínu óður til þess, sprungin ruslatunna, körfubolti í garði og fleira slíkt.“ Loji leikur sér sömuleiðis með titlana sína og segir þá smá óð til Svavars Guðnasonar málara. Sem dæmi um litla sem Loji notar má nefna: „Fjallabeitla í Cocio flösku“, „Garðasól í tómum Ostehaps pakka“ og „Túlípanarnir lita upp gráa sumardaginn“. „Svavar skírði öll abstrakt verkin sín með íslenskum titlum og fékk Halldór Laxness til að hjálpa sér með þá. Það er svo skemmtilegt að heimfæra eitthvað sem þú þekkir.“ Moppan 2023 eftir Loja.Loji Höskuldsson Myndi aldrei láta fjölskyldu sína þjást fyrir listina Listin er sannarlega órjúfanlegur hluti af tilveru Loja og sér hann fyrir sér að vinna að henni um ókomna tíð. „Ég er mjög heppinn hvernig staðan er á mér í dag og ég fæ líka að sýna erlendis. En ég myndi aldrei vilja láta fjölskylduna mína ganga í gegnum erfiði því ég þyrfti að lifa fyrir listina mína. Ég elska listina og ég mun alltaf vera eitthvað að vinna að henni en svo er líka allt í lagi að vera að vinna á BSÍ að selja rútumiða, eins og ég gerði í mörg ár. En ég mun alltaf vera að gera eitthvað skapandi og veit í raun ekkert hvernig það kemur til með að þróast.“ Hann segist sömuleiðis hafa mjög gaman að því að geta komið fram með Björtum sveiflum. „Mér finnst ég vera meiri Loji núna í Björtum sveiflum en þegar ég var yngri og tók mig meira alvarlegan. Mér finnst ég vera meiri ég og leyfa mér meiri hluti. Ég er líka rólegri í sálinni. Svo er myndlistarmannalífið svolítið einmanalegt þannig að það er ótrúlega gaman að geta hitt strákana og vera í performans eða transi uppi á sviði. Það er alveg geggjað.“ View this post on Instagram A post shared by Bjartar sveiflur (@bjartarsveiflur) Smá blúsaður eftir einkasýninguna Loji, Baldur og Claire sem koma öll að sýningunni hafa unnið sín verk í sitthvoru lagi en segist Loji mjög spenntur fyrir útkomunni. „Þetta er smá eins og í hljómsveitinni, ólíkir heilar koma saman og mynda einhverja heild.“ Hann hefur unnið áður með Gallery Port og sýndi eina af sínum fyrstu einkasýningum hjá þeim árið 2018. „Ég þekki Árna Má vel í gegnum það og hef unnið með þeim í gegnum tíðina. Það er algjör heiður að fá að vera hluti af þessari fyrstu sýningu í nýja rýminu og sömuleiðis að fá að sýna með Baldri og Claire.“ Hann verður með ný verk til sýnis og sölu á sýningunni. „Ég var með einkasýningu í Danmörku í nóvember sem ég hafði unnið að í heilt ár og var með tuttugu og eitthvað verk, öll ágætlega stór. Það tekur auðvitað langan tíma og ég átti engin verk eftir þannig að þetta var gott spark í rassinn að byrja aftur. Maður fer alveg í smá svona post exhibition blues eftir einkasýningu þannig að ég var smá blúsaður eftir það, en það var ótrúlega gott að fá tækifæri til þess að taka þátt í svona samsýningu.“ Loji Höskuldsson var ánægður að fá smá spark í rassinn með þessari samsýningu. Vísir/Vilhelm Minna berskjaldandi að vera í hóp Blaðamaður spyr þá hvort það sé minna berskjaldandi að vera í samsýningu en með einkasýningu. „Já algjörlega,“ segir Loji og bætir við: „Ég gat líka haldið svolítið áfram með það sem ég var byrjaður að gera fyrir sýninguna í Danmörku. Maður þarf ekki alltaf að vera að finna upp hjólið. Það er líka gaman að leika sér að prófa eitthvað.“ Hann segir að það geti alveg tekið á að vera stöðugt að skapa og skila sínu. „Þú vilt líka gefa þig allan í verkið en ekki bara gera það einungis til að setja á sýningu. Það er rosa gott að geta fengið að gera hlutina á sínum hraða. En það er líka gott að fá hvatningu og þurfa að klára eitthvað. Maður verður svona gott þreyttur, ég er alls ekki að kvarta.“ Gott að vita hvar verkin eru Það getur með sanni verið erfitt að fjárfesta í verki eftir Loja þar sem eftirspurnin er mikil og segist hann ekki taka við mikið af sérpöntunum. „Ég er svo lengi að gera hvert verk líka og ég get ekki hent í nokkur verk á stuttum tíma.“ View this post on Instagram A post shared by Loji Ho skuldsson (@loji.its.official) Hann segist reyna eftir bestu getu að vita hvar verkin hans eru staðsett. „Ég hef mikinn áhuga á arkitektinum Sigvalda Thordarsyni og hef verið að grúska í hans arkífi en hann gaf öllum kúnnunum sínum númer. Það var nokkrum sinnum sagt við mann í LHÍ að maður yrði að dokúmenta verkin sín. En ég þurfti svo að átta mig á því sjálfur og ákvað að ég vildi vera með almennilega verkaskrá. Það var smá maus í byrjun en núna veit ég nokkurn veginn hvar öll verkin eru staðsett. Af og til sé ég líka fasteignaauglýsingu þar sem verk eftir mig leynist á mynd sem ég get skráð,“ segir Loji kíminn. „En þetta er mjög nördalegt áhugamál hjá mér, ég er með þungt og stórt excel skjal með góðu yfirliti.“ View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Opnunin á sýningunni, sem ber heitið LOST TRACK, fer fram í dag 2. mars og stendur á milli klukkan 16:00 og 18:00. Gallery Port var stofnað af þeim Árna Má Þ. Viðarssyni, Skarphéðni Bergþórusyni og Þorvaldi Jónssyni árið 2016 og hefur síðan þá staðið fyrir á annað hundrað listasýninga og viðburða ef allt er talið. Starfsemin byrjaði í pínulitlu bakhúsi á Laugaveginum fyrst um sinn en hefur síðan þá staðið fyrir á annað hundrað listasýninga og viðburða ef allt er talið. Nú flytja þeir sig um set í þriðja sinn á Kirkjusand, Hallgerðargötu 23. Myndlist Menning Tónlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Til dæmis seldust verk Loja upp á örfáum mínútum á jólasýningunni í Ásmundarsal í desember en þau einkennast af bæði hnyttnum og fagurfræðilegum útsaumi. Gallery Port hefur flutt sig um set eftir sjö ár á Laugaveginum og opnar nú í nýju rými á Kirkjusandi, Hallgerðargötu 23. Það er samsýning og jafnframt sölusýning þriggja listamanna sem ríða á vaðið í nýja rýminu og ásamt Loja Höskuldssyni verða Baldur Helgason og Claire Paugam. Loji Höskuldsson segir að listsköpunin hafi snemma byrjað að heilla hann. Vísir/Vilhelm Ástríðan fyrir list kviknaði í myrkrakompu Blaðamaður spjallaði við Loja, sem er fæddur 1987, um innblástur, listræna vegferð, lífið og uppljómun í kjölfar samtals við móður hans. Ásamt því að starfa í myndlist kemur Loji einnig fram sem meðlimur sveitarinnar Bjartar sveiflur. Aðspurður um hvenær áhugi hans á list hafi kviknað svarar Loji: „Ég var með náttúrufræðikennara í Langholtsskóla sem var með algjöra ljósmyndadellu og í tíunda bekk gat ég sótt um valáfanga í ljósmyndun. Ég man eftir því að hafa verið inni í myrkrakompu að framkalla og ég fann bara vá mig langar að gera eitthvað svona. Sérstaklega þegar að kennaranum fannst myndin góð. Auðvitað vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að gera og ég hefði alveg eins getað endað á náttúrufræðibraut en ég ákvað svo að fara í FB á myndlistarbraut. Þannig að það mætti segja að þetta hefði kviknað í grunnskóla.“ Hann segist stöðugt hafa heillast að skapandi verkefnum í æsku. „Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Í grunnskóla var ég að skrifa einhver leikrit og fá alla með í það, að teikna og gera alls konar dót. Ef ég lít til baka var ég alltaf að gera eitthvað skapandi þó að manni hafi náttúrulega ekki verið umbunað fyrir það í einkunnum. Það var enginn að segja mér að ég ætti að fara þessa leið.“ Salt, gúrku sneið og kjötpylsa 2023 eftir Loja. Loji Höskuldsson Uppreisnarseggur í LHÍ Tónlistin hefur sömuleiðis alltaf heillað hann og var Loji í ýmsum hljómsveitum í gegnum menntaskólagöngu og Listaháskólann. „Ég leit svolítið á tónlistina og performansinn sem myndlist. Myndlistin sem heillaði mig mest í LHÍ var þátttökulist. Ég var sérstaklega heillaður að þessum hugmyndum um hvað sé list og hvað sé ekki list.“ Blaðamaður spyr hann hvort það hafi svolítið fylgt honum þar sem hann vinnur mikið á mörkum handverks og myndlistar. „Já, ætli það ekki. Þegar að ég byrjaði á þessu var ég í Listaháskólanum og hugmyndalistin spilaði þar veigamikið hlutverk. Hugmyndin átti frekar að vera ótrúlega sterk og útfærslan var í raun aukaatriði. Útfærslan skiptir náttúrulega miklu máli. Handverkið var bara ekki mikið í tísku á þessum árum sem ég var í skólanum. Uppreisnarseggurinn í mér ákvað því að gera handverk í konsept miðuðum skóla. Ég ákvað að að gera fallegar blómamyndir í Listaháskólanum sem mætti bara hengja upp á vegg.“ Loji Höskuldsson segist hafa verið svolítill uppreisnarseggur í LHÍ þegar að hann ákvað að gera fallegar blómamyndir. Vísir/Vilhelm Tengdi strax við miðilinn Hann segir að listformið henti honum mjög vel. „Ég tengdi við miðilinn strax. Ég átti samtal við mömmu um þetta en mamma hefur rekið bútasaumsverslun í 30 ár sem heitir Frú Bóthildur. Ég kunni ekkert í útsaumi og mamma er auðvitað meira í bútasaumi en í kjölfar samtalsins okkar rétti hún mér nál sem heitir flosnál og úr varð bara eitthvað móment hjá mér. Allar hugmyndir mínar úr Listaháskólanum fundu sér allt í einu farveg, ég gat gert þær í útsaumi með þessu tóli. Þetta er nál sem þú þræðir og þú snýrð nálinni eins og þú sért að þeyta rjóma, þetta er mikið gert með höndunum.“ Morgunverður Dieter Roths 2022 eftir Loja. Loji Höskuldsson Alltaf langað til að segja sögur með listinni Verk Loja minna svolítið á útsaumsverk sem margir kannast við að hafa séð heima hjá ömmu og afa. Aðspurður hvort hann haldi að það hafi áhrif á vinsældir verka sinna svarar Loji: „Ég held að stór þáttur í þessu sé einmitt að þetta er handverk sem allir þekkja en þó í allt öðru samhengi. Þetta var gjarnan Heima er best, Guð blessi heimilið eða einhver stóll heima hjá ömmu sem mátti ekki setjast í því amma kross saumaði allt áklæðið. En útsaumur í gegnum aldirnar hefur náttúrulega verið frábær miðill til þess að segja sögur,“ segir Loji og nefnir sem dæmi ævafornu reflana sem eru til sýnis á Þjóðminjasafninu. „Það sem mig hefur alltaf langað til að gera í myndlistinni hjá mér er að segja sögur, ekki beint eina ákveðna sögu heldur að fá fólk af stað í hugmyndaflug. Þar held ég að útsaumurinn henti ótrúlega vel. Ég þarf ekki að vera frábær málari og ná einhverri rosalegri þrívídd til að ná áhrifunum fram. Útsaumurinn leyfir manni að gera þetta ekki 110%. Ég upplifi þetta sem svo að það séu hér margir þættir sem eru að vinna ótrúlega vel saman.“ Loji Höskuldsson hefur alltaf viljað segja sögur með list sinni. Vísir/Vilhelm Ruslatunnur sem allir tengja við Sagan heillar Loja og sækir hann sömuleiðis mikinn innblástur til hennar. „Ég get alveg eytt heilu klukkutímunum inni á tímarit.is að skoða en ég fer ekki mikið lengra en aftur til níunda áratugarins. Ég er ekki að lesa neitt, ég er bara að horfa á myndir og upplifa tíðarandann. Þar fæ ég innblástur. Svo fæ ég líka innblástur við að labba úti á götu. Ég sé til dæmis ruslatunnu sem var sprengd í tætlur í kringum áramótin, rusl útum allt og ég sé sögu sem margir geta tengt við. Allir eiga einhverja tengingu við grænu ruslatunnurnar í bænum. Það er líka smá fyndið að setja það í útsaum. Þannig að þetta eru líka móment sem ég sé í umhverfinu mínu.“ Loji segist sömuleiðis algjör „sökker“ fyrir íslenskri myndlistarsögu. „Ég elska hvað hún er ung og viðkvæm. Íslenskir málarar sem höfðu lært erlendis og komu svo til Íslands en þjóðin var ekki alveg samferða þeim þannig að þeir heimfærðu allt sem þeir lærðu í Evrópu yfir á það sem Íslendingar gætu tengt við. Eins og að fara í sveitina og mála fjöllin og náttúruna. Ég er úr bænum og mér finnst eitthvað svo frábært að finna íslensk einkenni í borgarlífinu. Þetta er líka pínu óður til þess, sprungin ruslatunna, körfubolti í garði og fleira slíkt.“ Loji leikur sér sömuleiðis með titlana sína og segir þá smá óð til Svavars Guðnasonar málara. Sem dæmi um litla sem Loji notar má nefna: „Fjallabeitla í Cocio flösku“, „Garðasól í tómum Ostehaps pakka“ og „Túlípanarnir lita upp gráa sumardaginn“. „Svavar skírði öll abstrakt verkin sín með íslenskum titlum og fékk Halldór Laxness til að hjálpa sér með þá. Það er svo skemmtilegt að heimfæra eitthvað sem þú þekkir.“ Moppan 2023 eftir Loja.Loji Höskuldsson Myndi aldrei láta fjölskyldu sína þjást fyrir listina Listin er sannarlega órjúfanlegur hluti af tilveru Loja og sér hann fyrir sér að vinna að henni um ókomna tíð. „Ég er mjög heppinn hvernig staðan er á mér í dag og ég fæ líka að sýna erlendis. En ég myndi aldrei vilja láta fjölskylduna mína ganga í gegnum erfiði því ég þyrfti að lifa fyrir listina mína. Ég elska listina og ég mun alltaf vera eitthvað að vinna að henni en svo er líka allt í lagi að vera að vinna á BSÍ að selja rútumiða, eins og ég gerði í mörg ár. En ég mun alltaf vera að gera eitthvað skapandi og veit í raun ekkert hvernig það kemur til með að þróast.“ Hann segist sömuleiðis hafa mjög gaman að því að geta komið fram með Björtum sveiflum. „Mér finnst ég vera meiri Loji núna í Björtum sveiflum en þegar ég var yngri og tók mig meira alvarlegan. Mér finnst ég vera meiri ég og leyfa mér meiri hluti. Ég er líka rólegri í sálinni. Svo er myndlistarmannalífið svolítið einmanalegt þannig að það er ótrúlega gaman að geta hitt strákana og vera í performans eða transi uppi á sviði. Það er alveg geggjað.“ View this post on Instagram A post shared by Bjartar sveiflur (@bjartarsveiflur) Smá blúsaður eftir einkasýninguna Loji, Baldur og Claire sem koma öll að sýningunni hafa unnið sín verk í sitthvoru lagi en segist Loji mjög spenntur fyrir útkomunni. „Þetta er smá eins og í hljómsveitinni, ólíkir heilar koma saman og mynda einhverja heild.“ Hann hefur unnið áður með Gallery Port og sýndi eina af sínum fyrstu einkasýningum hjá þeim árið 2018. „Ég þekki Árna Má vel í gegnum það og hef unnið með þeim í gegnum tíðina. Það er algjör heiður að fá að vera hluti af þessari fyrstu sýningu í nýja rýminu og sömuleiðis að fá að sýna með Baldri og Claire.“ Hann verður með ný verk til sýnis og sölu á sýningunni. „Ég var með einkasýningu í Danmörku í nóvember sem ég hafði unnið að í heilt ár og var með tuttugu og eitthvað verk, öll ágætlega stór. Það tekur auðvitað langan tíma og ég átti engin verk eftir þannig að þetta var gott spark í rassinn að byrja aftur. Maður fer alveg í smá svona post exhibition blues eftir einkasýningu þannig að ég var smá blúsaður eftir það, en það var ótrúlega gott að fá tækifæri til þess að taka þátt í svona samsýningu.“ Loji Höskuldsson var ánægður að fá smá spark í rassinn með þessari samsýningu. Vísir/Vilhelm Minna berskjaldandi að vera í hóp Blaðamaður spyr þá hvort það sé minna berskjaldandi að vera í samsýningu en með einkasýningu. „Já algjörlega,“ segir Loji og bætir við: „Ég gat líka haldið svolítið áfram með það sem ég var byrjaður að gera fyrir sýninguna í Danmörku. Maður þarf ekki alltaf að vera að finna upp hjólið. Það er líka gaman að leika sér að prófa eitthvað.“ Hann segir að það geti alveg tekið á að vera stöðugt að skapa og skila sínu. „Þú vilt líka gefa þig allan í verkið en ekki bara gera það einungis til að setja á sýningu. Það er rosa gott að geta fengið að gera hlutina á sínum hraða. En það er líka gott að fá hvatningu og þurfa að klára eitthvað. Maður verður svona gott þreyttur, ég er alls ekki að kvarta.“ Gott að vita hvar verkin eru Það getur með sanni verið erfitt að fjárfesta í verki eftir Loja þar sem eftirspurnin er mikil og segist hann ekki taka við mikið af sérpöntunum. „Ég er svo lengi að gera hvert verk líka og ég get ekki hent í nokkur verk á stuttum tíma.“ View this post on Instagram A post shared by Loji Ho skuldsson (@loji.its.official) Hann segist reyna eftir bestu getu að vita hvar verkin hans eru staðsett. „Ég hef mikinn áhuga á arkitektinum Sigvalda Thordarsyni og hef verið að grúska í hans arkífi en hann gaf öllum kúnnunum sínum númer. Það var nokkrum sinnum sagt við mann í LHÍ að maður yrði að dokúmenta verkin sín. En ég þurfti svo að átta mig á því sjálfur og ákvað að ég vildi vera með almennilega verkaskrá. Það var smá maus í byrjun en núna veit ég nokkurn veginn hvar öll verkin eru staðsett. Af og til sé ég líka fasteignaauglýsingu þar sem verk eftir mig leynist á mynd sem ég get skráð,“ segir Loji kíminn. „En þetta er mjög nördalegt áhugamál hjá mér, ég er með þungt og stórt excel skjal með góðu yfirliti.“ View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Opnunin á sýningunni, sem ber heitið LOST TRACK, fer fram í dag 2. mars og stendur á milli klukkan 16:00 og 18:00. Gallery Port var stofnað af þeim Árna Má Þ. Viðarssyni, Skarphéðni Bergþórusyni og Þorvaldi Jónssyni árið 2016 og hefur síðan þá staðið fyrir á annað hundrað listasýninga og viðburða ef allt er talið. Starfsemin byrjaði í pínulitlu bakhúsi á Laugaveginum fyrst um sinn en hefur síðan þá staðið fyrir á annað hundrað listasýninga og viðburða ef allt er talið. Nú flytja þeir sig um set í þriðja sinn á Kirkjusand, Hallgerðargötu 23.
Myndlist Menning Tónlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira