Sýnileikadagur FKA: Erfiðast að rukka! Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:00 Fv: Auður Elísabet Jóhannsdóttir, Elín Arnar, og Inga Margrét Jónsdóttir stofnuðu fyrirtækið Birta Media fyrir um tveimur árum síðan. Á Sýnileikadegi FKA í gær, héldu þær erindið: Taktu skrefið treystu innsæinu á vegferðinni. Vísir/Vilhelm „Að rukka!“ svarar Elín Arnar hjá Birtu Media og hlær þegar hún er spurð um það, hvað henni hafi fundist erfiðast að yfirstíga á þeim tveimur árum sem fyrirtækið Birta Media hefur verið starfrækt. „Því maður vill gera svo vel við alla. Þess vegna finnst mér alltaf erfiðast að rukka. En auðvitað verðum við að verðleggja okkur, óháð því hvort við kunnum rosalega vel við viðkomandi.“ Meðstofnendur Elínar kinka kolli henni til samlætis, þær Auður Elísabet Jóhannsdóttir og Inga Margrét Jónsdóttir. Saman héldu þær erindið „Taktu skrefið treystu innsæinu á vegferðinni,“ fyrir félagskonur FKA í gær. Sýnileikadagur FKA 2024 var haldinn í gær. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um sýnileika kvenna og stöðu þeirra í gær og í dag. Innbyggði áttavitinn Elín, Auður og Inga kynntust á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þá störfuðu þær saman að verkefni og úr varð að stöllurnar þrjár stofnuðu fyrirtækið Birta Media sem segja má að sé eins og markaðsdeild til leigu fyrir stærri og smærri fyrirtæki. Elín hafði þá starfað um árabil við gerð sjónvarpsauglýsinga og í kvikmyndagerð. Hún hafði líka starfað lengi vel í fjölmiðlum, ritstýrt prentmiðlum og vefmiðlum. Auður hafði hins vegar lært innanhúsarkitektúr og iðnhönnun á Ítalíu en grafíska hönnun, vefsíðugerð og viðburðarstjórnun á Íslandi. Inga er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í menningarstjórnun. Um árabil starfaði hún við ýmis sölu- og markaðsstörf og sem verkefnastjóri. Það sem Elín, Auður og Inga höfðu upplifað var að oft var fólk að leita ráða um markaðsmálin. Því jú, eins og margir atvinnurekendur þekkja, þá þarf að sinna þeim vel þótt ekki séu forsendur til að ráða sérstaklega í stöðugildi því tengt. Úr varð hugmyndin að stofnun Birtu Media. En hvers vegna að tala um innsæi á vegferðinni í erindi á Sýnileikadegi FKA? „Því það er það sem hefur nýst okkur í okkar vegferð,“ svarar Elín. „Sérstaklega þegar við höfum þurft að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Auður. „Innsæi fyrir mér snýst líka svo mikið um traust. Að treysta því sem innsæið segir því það er okkar innbyggði áttaviti,“ segir Inga. Sem dæmi nefna Birtukonur að þegar fyrirtækið var stofnað var ætlunin líka að standa fyrir viðburðarhald fyrir viðskiptavini félagsins. „Við ákváðum síðar að viðburðarhald var ekki að falla að viðskiptamódelinu okkar og þótt okkur fyndist það erfið ákvörðun, enduðum við með að ákveða að hætta að taka slík verkefni að okkur,“ segir Elín og Auður bætir við: „Og það var erfið ákvörðun því oft voru þetta skemmtilegustu verkefnin að vinna. En þau pössuðu ekki við viðskiptamódelið og þess vegna fannst okkur rétt að hætta einfaldlega við þau þótt við hefðum ætlað annað í upphafi.“ Að fylgja innsæinu er því líka svolítið dæmi um hvernig maður verður að leyfa hlutunum að flæða og treysta því að það sem við séum að gera eða ákveða sé rétt, þótt það sé ekki í samræmi við upprunalegar hugmyndir. Það er betra að aðlaga okkur að því sem okkur finnst rétt hverju sinni og halda áfram í samræmi við það,“ segir Elín. Auður, Elín og Inga segja það hafa margborgað sig fyrir þær að vera duglegar að taka þátt í félagsstarfi FKA. Það eitt að hafa gengið í félagið hafi skilað þeim mörgum verkefnum. Að kynnast öðrum konum sem miðla sín á milli sé mjög gefandi en miklu skipti að vera duglegar að mæta á viðburði.Vísir/Vilhelm Að sýna sig og sjá aðra Oft er sýnileiki kvenna í umræðunni vegna þess að tölfræðin sínir að enn hallar verulega á konur í atvinnulífi og í fjölmiðlum. Þar sem konur eru langtum færri stjórnendur og aðeins þriðjungur viðmælenda í fjölmiðlum, þriðjungur þeirra sem standa að rannsóknum og þróun og í fjárfestingum í Kauphöll er ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn. Elín, Auður og Inga segja samt annan sýnileika einnig skipta máli. En það er sá sýnileiki sem felst í því að taka virkan þátt í félagsstarfi eins og FKA, með því að sýna sig og sjá aðra. „Það eitt að ganga í félagið hefur til dæmis margborgað fyrir sig fyrir okkur því við höfum fengið mörg verkefni í gegnum félagskonur FKA,“ segir Elín en allar eru þær sammála um að án efa væri verkefnastaðan þeirra önnur ef ekki væri fyrir FKA. „En þá skiptir líka miklu máli að mæta,“ segir Auður. Sem þær hafa svo sannarlega gert. „Við höfum til dæmis tekið þátt í Mentorprógraminu hjá FKA sem var rosalega gefandi og kenndi manni margt,“ segir Inga og bætir við: „Við fengum líka þjónustuskoðun hjá einni sem við kynntumst í FKA sem nýttist okkur rosalega vel. En þetta er kona sem er líka nýfarin af stað með sinn rekstur. Við gátum liðsinnt henni og hún okkur.“ Að sýna sig og sjá aðra þýðir líka að innan félagsins eru konur að hittast til að miðla reynslusögum ´sin á milli. Til dæmis hvað hefur reynst erfiðasta áskorunin við upphaf reksturs. Eða stendur upp úr sem lærdómur. Aðspurðar um þetta segir Auður: „Ég myndi nefna tímastjórnun sem það atriði sem ég hefði helst viljað hefði verið í betri búning hjá okkur í upphafi. Sem tengist auðvitað því sem Elín sagði áðan með að rukka. Tímastjórnunin skiptir miklu máli þar: Í hvað fer tíminn, hvað erum við að gera nákvæmlega fyrir hvern kúnna, hvenær og hvernig.“ Í þessu samhengi nýttist bakgrunnur Ingu vel, því það sem hún tók sérstaklega til athugunar hjá þeim eftir fyrstu mánuðina í rekstri, voru verkferlar. „Tímaskráningin og verkferlar skipta einmitt miklu máli í þessu samhengi, því stærra batterí sem reksturinn verður, því mikilvægara er að tímaskráningin fyrir hvern kúnna sé skýr,“ segir Inga. Ljóst er af samtali við Birtukonur að þær ætla sér stóra hluti í rekstrinum. Náðu að þrefalda veltuna í fyrra, stefna að tvöföldun veltunnar í ár og síðan er draumurinn auðvitað að skapa enn fleira fólki atvinnu með vinnu hjá Birtu Media. Verandi konur í atvinnurekstri að taka sín fyrstu skref, eru þær þakklátar og ánægðar með að geta tekið virkan þátt í félagsstarfi sem einmitt er ætlað til þess að efla konur í atvinnulífinu. „En til þess að nýta svona félagsstarf, þarf maður að þora að stíga inn í hóp kvenna þótt maður þekki ekki til í upphafi. En þarna er fjölmennur hópur kvenna sem konur eins og við getum vel samsvarað okkur við. Að vera sýnilegur í félagsstarfinu er síðan eitthvað sem skilar sér margfalt til baka í reksturinn,“ segir Inga. Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Starfsframi Tengdar fréttir Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01 Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. 22. febrúar 2024 07:00 Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01 Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Því maður vill gera svo vel við alla. Þess vegna finnst mér alltaf erfiðast að rukka. En auðvitað verðum við að verðleggja okkur, óháð því hvort við kunnum rosalega vel við viðkomandi.“ Meðstofnendur Elínar kinka kolli henni til samlætis, þær Auður Elísabet Jóhannsdóttir og Inga Margrét Jónsdóttir. Saman héldu þær erindið „Taktu skrefið treystu innsæinu á vegferðinni,“ fyrir félagskonur FKA í gær. Sýnileikadagur FKA 2024 var haldinn í gær. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um sýnileika kvenna og stöðu þeirra í gær og í dag. Innbyggði áttavitinn Elín, Auður og Inga kynntust á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þá störfuðu þær saman að verkefni og úr varð að stöllurnar þrjár stofnuðu fyrirtækið Birta Media sem segja má að sé eins og markaðsdeild til leigu fyrir stærri og smærri fyrirtæki. Elín hafði þá starfað um árabil við gerð sjónvarpsauglýsinga og í kvikmyndagerð. Hún hafði líka starfað lengi vel í fjölmiðlum, ritstýrt prentmiðlum og vefmiðlum. Auður hafði hins vegar lært innanhúsarkitektúr og iðnhönnun á Ítalíu en grafíska hönnun, vefsíðugerð og viðburðarstjórnun á Íslandi. Inga er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í menningarstjórnun. Um árabil starfaði hún við ýmis sölu- og markaðsstörf og sem verkefnastjóri. Það sem Elín, Auður og Inga höfðu upplifað var að oft var fólk að leita ráða um markaðsmálin. Því jú, eins og margir atvinnurekendur þekkja, þá þarf að sinna þeim vel þótt ekki séu forsendur til að ráða sérstaklega í stöðugildi því tengt. Úr varð hugmyndin að stofnun Birtu Media. En hvers vegna að tala um innsæi á vegferðinni í erindi á Sýnileikadegi FKA? „Því það er það sem hefur nýst okkur í okkar vegferð,“ svarar Elín. „Sérstaklega þegar við höfum þurft að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Auður. „Innsæi fyrir mér snýst líka svo mikið um traust. Að treysta því sem innsæið segir því það er okkar innbyggði áttaviti,“ segir Inga. Sem dæmi nefna Birtukonur að þegar fyrirtækið var stofnað var ætlunin líka að standa fyrir viðburðarhald fyrir viðskiptavini félagsins. „Við ákváðum síðar að viðburðarhald var ekki að falla að viðskiptamódelinu okkar og þótt okkur fyndist það erfið ákvörðun, enduðum við með að ákveða að hætta að taka slík verkefni að okkur,“ segir Elín og Auður bætir við: „Og það var erfið ákvörðun því oft voru þetta skemmtilegustu verkefnin að vinna. En þau pössuðu ekki við viðskiptamódelið og þess vegna fannst okkur rétt að hætta einfaldlega við þau þótt við hefðum ætlað annað í upphafi.“ Að fylgja innsæinu er því líka svolítið dæmi um hvernig maður verður að leyfa hlutunum að flæða og treysta því að það sem við séum að gera eða ákveða sé rétt, þótt það sé ekki í samræmi við upprunalegar hugmyndir. Það er betra að aðlaga okkur að því sem okkur finnst rétt hverju sinni og halda áfram í samræmi við það,“ segir Elín. Auður, Elín og Inga segja það hafa margborgað sig fyrir þær að vera duglegar að taka þátt í félagsstarfi FKA. Það eitt að hafa gengið í félagið hafi skilað þeim mörgum verkefnum. Að kynnast öðrum konum sem miðla sín á milli sé mjög gefandi en miklu skipti að vera duglegar að mæta á viðburði.Vísir/Vilhelm Að sýna sig og sjá aðra Oft er sýnileiki kvenna í umræðunni vegna þess að tölfræðin sínir að enn hallar verulega á konur í atvinnulífi og í fjölmiðlum. Þar sem konur eru langtum færri stjórnendur og aðeins þriðjungur viðmælenda í fjölmiðlum, þriðjungur þeirra sem standa að rannsóknum og þróun og í fjárfestingum í Kauphöll er ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn. Elín, Auður og Inga segja samt annan sýnileika einnig skipta máli. En það er sá sýnileiki sem felst í því að taka virkan þátt í félagsstarfi eins og FKA, með því að sýna sig og sjá aðra. „Það eitt að ganga í félagið hefur til dæmis margborgað fyrir sig fyrir okkur því við höfum fengið mörg verkefni í gegnum félagskonur FKA,“ segir Elín en allar eru þær sammála um að án efa væri verkefnastaðan þeirra önnur ef ekki væri fyrir FKA. „En þá skiptir líka miklu máli að mæta,“ segir Auður. Sem þær hafa svo sannarlega gert. „Við höfum til dæmis tekið þátt í Mentorprógraminu hjá FKA sem var rosalega gefandi og kenndi manni margt,“ segir Inga og bætir við: „Við fengum líka þjónustuskoðun hjá einni sem við kynntumst í FKA sem nýttist okkur rosalega vel. En þetta er kona sem er líka nýfarin af stað með sinn rekstur. Við gátum liðsinnt henni og hún okkur.“ Að sýna sig og sjá aðra þýðir líka að innan félagsins eru konur að hittast til að miðla reynslusögum ´sin á milli. Til dæmis hvað hefur reynst erfiðasta áskorunin við upphaf reksturs. Eða stendur upp úr sem lærdómur. Aðspurðar um þetta segir Auður: „Ég myndi nefna tímastjórnun sem það atriði sem ég hefði helst viljað hefði verið í betri búning hjá okkur í upphafi. Sem tengist auðvitað því sem Elín sagði áðan með að rukka. Tímastjórnunin skiptir miklu máli þar: Í hvað fer tíminn, hvað erum við að gera nákvæmlega fyrir hvern kúnna, hvenær og hvernig.“ Í þessu samhengi nýttist bakgrunnur Ingu vel, því það sem hún tók sérstaklega til athugunar hjá þeim eftir fyrstu mánuðina í rekstri, voru verkferlar. „Tímaskráningin og verkferlar skipta einmitt miklu máli í þessu samhengi, því stærra batterí sem reksturinn verður, því mikilvægara er að tímaskráningin fyrir hvern kúnna sé skýr,“ segir Inga. Ljóst er af samtali við Birtukonur að þær ætla sér stóra hluti í rekstrinum. Náðu að þrefalda veltuna í fyrra, stefna að tvöföldun veltunnar í ár og síðan er draumurinn auðvitað að skapa enn fleira fólki atvinnu með vinnu hjá Birtu Media. Verandi konur í atvinnurekstri að taka sín fyrstu skref, eru þær þakklátar og ánægðar með að geta tekið virkan þátt í félagsstarfi sem einmitt er ætlað til þess að efla konur í atvinnulífinu. „En til þess að nýta svona félagsstarf, þarf maður að þora að stíga inn í hóp kvenna þótt maður þekki ekki til í upphafi. En þarna er fjölmennur hópur kvenna sem konur eins og við getum vel samsvarað okkur við. Að vera sýnilegur í félagsstarfinu er síðan eitthvað sem skilar sér margfalt til baka í reksturinn,“ segir Inga.
Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Starfsframi Tengdar fréttir Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01 Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. 22. febrúar 2024 07:00 Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01 Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“ „Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær. 28. febrúar 2024 07:01
Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. 22. febrúar 2024 07:00
Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01
Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00
„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00