Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:01 Það má segja að stríðið í Jemen hafi tafið verulega fyrir Mottumarssokkunum til Íslands þannig að um tíma var andrúmsloftiðið hlaðið spennu. Árni Reynir Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu, segir undanþágur frá Sýslumanni meðal annars skýra út hversu miklu máli skiptir að markaðsdagatalið gangi upp. Vísir/Vilhelm „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. „Við vorum alveg í myrkrinu þangað til sendingin kom til Rotterdam aðfaranótt 19. febrúar eftir um einn og hálfan mánuð á sjó, því flest skipin slökktu á radartækjunum til að sjást síður. Þá fengum við meldingu frá TVG sem sá um flutninginn um að sokkarnir væru komnir til Rotterdam og þá tók Icelandair Cargo við boltanum og flugu með sokkana síðasta spölinn, rétt í tæka tíð,“ segir Árni, „Þessi samstaða er ótrúlega lýsandi fyrir það hversu málefnið er skylt mörgum, það eru allir alltaf til í að hjálpa til og þarna unnu þessi tvö sterku flutningsfyrirtæki með okkur þannig að allt gekk upp“, segir Árni Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um Mottumars og þátttöku vinnustaða í átaki Krabbameinsfélagsins. Sýslumaðurinn segir 25 dagar Það getur ýmislegt komið upp á bakvið tjöldin og það á auðvitað við um fjáröflunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands, sem til margra ára hefur staðið fyrir tveimur stórum fjáröflunar- og árvekniátökum á ári sem atvinnulífið tekur mjög virkan þátt í: Annars vegar Mottumars og hins vegar Bleika slaufan. Það sem virðist klippt og skorið getur tekið á sig ævintýralegar myndir. Síðasti söludagur Mottumarssokkana er sunnudagurinn 24. mars næstkomandi. En hvers vegna ekki að selja sokkana út mars? Fjáraflanir á vegum almannaheillafélaga fá leyfi frá Sýslumanni til að selja vörur í fjáröflunarskyni með undanþágu frá virðisauka í 25 daga. Eftir þann tíma má ekki selja vöruna. Þess vegna er afar mikilvægt að allar tímasetningar gangi upp og að áætlunin í markaðsdagatalinu haldi. Það eru svo ríkir hagsmunir undir að allt gangi upp“. Árni bendir á að þess heldur hafi þessi stríðsátök, lokanir á mikilvægum flutningsleiðum og skert upplýsingaflæði verið spennuþrungin staða. „Því þótt fólk horfi kannski á Mottumarssokkana fyrst og fremst sem krúttlega sokka í tengslum við góðan málstað, þá eru þeir gríðarlegar mikilvægir og dýrmætir fyrir fjáröflunarhlutann í Mottumars og órjúfanlegur hluti af átakinu. Það skiptir því öllu að fá þá í tæka tíð þannig að ná megi hámarksnýtingu í hvert sinn.“ Helstu fjáröflunarleiðir Krabbameinsfélagsins eru þrjár: fjáröflunar- og árvekniátökin Mottumars og Bleika slaufan og síðan mánaðarlegir styrkir frá Velunnurum, einstaklingum og fyrirtækjum. Það sem gerir þessa fjáröflun svo sérstaka er hversu mikil þátttaka er hjá almenningi, vinnustöðum og í atvinnulífinu í heild. „Í stóru átökunum okkar eru fyrirtækin í algjöru lykilhlutverki. Þetta er alls ekki sjálfgefið og við erum ótrúlega þakklát þeim mikla meðbyr og stuðningi sem okkur er sýndur þaðan,“ segir Árni og bætir við: „Ég hef starfað í sölu,- og markaðsmálum í mörg ár en aldrei upplifað neitt í líkingu við þann stuðning og samstöðu sem ég hef upplifað í störfum mínum hér.“ Árni segir samstarfið við atvinnulífið skipta gríðarlega miklu máli. „Þegar sokkarnir fara í sölu lendum við í faðminum á hátt í 400 verslunum sem eru okkar útpóstar að afgreiða vöruna til landsmanna. Við erum líka svo lánsöm að fjöldi fyrirtækja styðja einnig við okkur með því að vera í samstarfi í þessum átökum þar sem þau í raun heimfæra átökin á sína starfsemi og við njótum góðs af.“ Þannig séu fyrirtækin að taka þátt í því að auka vitund innan fyrirtækja um mikilvægi heilsu og forvarna, sem og því hlutverki vinnustaða og vinnufélaga sem fylgir þegar starfsmenn eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra veikjast. „Og það hlutverk er risastórt, það fáum við staðfest hjá Krabbameinsfélaginu í hverri viku. Okkar fulltrúar eru svo heppnir að vera boðnir inn á fjölmarga vinnustaði í þessum mánuðum, með fræðslu um forvarnir, viðbrögð við veikindum og fleira, sem er algerlega ómetanlegt og styrkir málstaðinn“. 80% Íslendinga eru aðstandendur Krabbameinsfélagið er orðið yfir 70 ára gamalt félag og mjög rótgróið. „Við rekum okkur oft á að margir halda að félagið sé ríkisrekið eða í það minnsta á fjárlögum“ segir Árni. „Því fer hins vegar fjarri og allt okkar starf er fjármagnað með eigin fjáröflunum, sem sagt með stuðningi almennings og fyrirtækja, nema það fjármagn sem kemur í gegnum þjónustusamning embættis landlæknis um rekstur krabbameinsskrár, sem alla tíð hefur verið haldið utan um hjá félaginu. Sá samningur nemur um 5% af tekjum félagsins“. Átakið Bleika slaufan er baráttu- og árvekniátak sem hófst á Íslandi árið 2000. ,,Það er mjög stórt á alþjóðavísu, sérstaklega á Norðurlöndunum og er þar tileinkað brjóstakrabbameini en á Íslandi var ákveðið fyrir alllöngu síðan að það væri tileinkað krabbameinum hjá konum.“ Annað gildir um Mottumars. „Mottumars er hins vegar alíslenskt átak, hugmynd sem er sprottin hér og ekki átak sem staðið er fyrir erlendis.“ Mottumars hóf göngu sína árið 2008 og hefur svipaðan tilgang og Bleika slaufan nema að í Mottumars beinist baráttan gegn krabbameinum hjá körlum. En hverjir eru það helst sem taka þátt: Er tenging á milli þeirra og þess að hafa kynnst krabbameini af eigin raun? „Nei alls ekki. Það er nefnilega eitt af því sem margir kannski halda en er alls ekki svo. Af fyrirtækjum sem eru að taka þátt, eru þetta aðilar sem eru allt frá því að vera stærstu fyrirtæki landsins í lítil fyrirtæki og jafnvel einyrkja. Mánaðarlegir styrkir Velunnara er mjög fjölmennur hópur en langt frá því að vera aðeins sá hópur einstaklinga sem hefur kynnst krabbameini af eigin raun.“ Að þessu sögðu, segist Árni reyndar sannfærður um að tengingin sé á vissan hátt til staðar. Að minnsta kosti 80% fólks á Íslandi teljast til aðstandenda fólks sem hefur fengið krabbamein. Því flestir þekkja einhvern sem hefur fengið krabbamein. Krabbamein er því miður þekkt í flestum stórfjölskyldum. Stundum hef ég velt fyrir mér hverjir séu þá eiginlega í hinum 20% sem út af standa því eins og maður upplifir þetta svolítið sjálfur, þá virðast allir þekkja einhvern sem í það minnsta þekkir þá einhvern, sem hefur fengið krabbamein.“ Sem Árni bendir á að geri frábæra þátttöku enn meira sérstaka. „Því þetta er viðkvæmt málefni. Við erum það sem allir vilja vita sem minnst um. Því ekkert okkar vill kynnast krabbameini, það liggur í hlutarins eðli.“ Árni segir fallegt hugarfar gilda um sölu á Mottumarssokkunum og Bleiku slaufunni. „Í raun snýst þetta allt saman um upplifun, hughrif, tilfinningar og þátttöku í baráttunni gegn krabbameinum og ákveðna ró. Það vita allir að þetta er svo þarft og gott málefni og þess vegna er fólk að taka þátt. Að standa að svona sölu, er því allt öðruvísi verkefni en að selja aðrar vörur út í búð.“ Þakklátur Árni segir þátttöku atvinnulífsins gríðarlega mikilvægt, en sem dæmi má nefna eru það um 400 verslanir sem sjá um að selja Mottumarssokkana. Á föstudaginn kemur er síðan hápunktur átaksins því þá munu fjölmargir vinnustaðir halda Mottumarsdaginn hátíðlegan með einhverjum hætti innandyra hjá sér.Vísir/Vilhelm Útbreiddur faðmur og þakklæti Árni segir starfið sitt að miklu leyti fara í samskipti við styrktaraðila og velunnara og eins að stýra markaðs- og fjáröflunarstarfinu. „Átökin okkar eru afar víðfeðm og vegferðin frá hugmynd að fullkláruðu verki er því mjög löng. Það er svo margt sem getur komið upp á leiðinni og því er mikilvægt að vanda vel til allra verka. Ferlið er gleðilegt en á sama tíma langt og pínu strangt. Það má ekkert útaf bera. Í hvert sinn þarf að semja við einhvern um hönnun, síðan er það framleiðslan, að fá vöruna heim og útbúa herferð sem er svo markaðssett til einstaklinga og fyrirtækja“ Sem dæmi nefnir Árni að þótt sala Mottumarssokkana 2024 sé nú í fullum gangi, sé undirbúningurinn fyrir 2025 sokkana hafinn. „En þar sem þetta er fjáröflun til að tryggja reksturinn, má líka ekkert út af bregða. Covid, verkföll, stríð og margt til viðbótar getur haft áhrif og við erum viðkvæm fyrir því ef eitthvað tekst ekki sem skyldi,“ segir Árni og viðurkennir að hann hafi ekki einu sinni sagt sínum kollegum frá því þegar Mottumarssokkarnir voru í svörtu myrkri einhvers staðar við Afríkustrendur. „Það var mikil óvissa í flutningunum í ár. Ég sagði auðvitað nokkrum útvöldum frá því hver staðan væri en viljandi sagði ég sem fæstum frá þessu. Til þess að forðast óróa,“ útskýrir Árni til að undirstrika hversu mikilvæg fjáröflunarverkefnin eru fyrir heildina. „En ég hef líka aldrei áður upplifað jafn mikið umburðarlyndi og skilning fyrir nokkru starfi eins og ég hef upplifað hér,“ en þess má geta að Árni hefur komið víða við og starfaði meðal annars í átta ár sem markaðsstjóri BYKO og sem framkvæmdastjóri ÍMARK áður en hann kom til Krabbameinsfélagsins. Eins og gefur að skilja er Árni vel skeggjaður í viðtalinu. Eins og fjölmargir karlmenn þessi dægrin. Enda liður í Mottumars að standa fyrir skeggkeppni þar sem þátttakendur geta safnað áheitum sem renna til Krabbameinsfélagsins. Samkvæmt rannsóknum, getur hreyfing dregið úr líkum á ákveðnum krabbameinum. Þess vegna er hreyfing megináhersla átaksins í ár. „Hápunktur átaksins verður svo Mottudagurinn sem fjölmörg fyrirtæki halda hátíðlegan en hann verður á föstudaginn næstkomandi 22. Mars.“ Árni segir að með þessari þátttöku atvinnulífs og almennings, hafi félaginu verið gert kleift að standa fyriröflugu fræðslu- og forvarnarstarfi, rannsóknum, ókeypis ráðgjöf sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga, en alls eru aðildarfélög Krabbameinsfélagsins þrjátíu talsins um land allt. Að síðustu þá vill Árni ítreka þakkir sínar til þess fjölmenna hóps listafólks, leikara og annars fagfólks sem kemur að framleiðslu herferðana og sem styður við félagið ár hvert við að útbúa hinar stóru og áhrifaríku herferðir félagsins. „Þessar herferðir eru undirstaðan í fjáröflunarstarfinu og kann ég þeim hópi fólks svo kærar þakkir fyrir að vera með útbreiddan faðminn á móti okkur, tilbúið að leggja góðum málstaði lið. Það sem gleðilegt er líka er að oft á tíðum þá verða þessar herferðir svo sterkar að skilaboðin sem þær bera ná til fjöldans og úr verður að þær breyta hegðun fólks og þá jafnvel bjarga mannslífum.“ Krabbamein Heilsa Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01 Fögnum fjölbreytileikanum: Pólverjar flestir, síðan Litháar, síðan Íslendingar „Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi. 14. mars 2024 07:00 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Við vorum alveg í myrkrinu þangað til sendingin kom til Rotterdam aðfaranótt 19. febrúar eftir um einn og hálfan mánuð á sjó, því flest skipin slökktu á radartækjunum til að sjást síður. Þá fengum við meldingu frá TVG sem sá um flutninginn um að sokkarnir væru komnir til Rotterdam og þá tók Icelandair Cargo við boltanum og flugu með sokkana síðasta spölinn, rétt í tæka tíð,“ segir Árni, „Þessi samstaða er ótrúlega lýsandi fyrir það hversu málefnið er skylt mörgum, það eru allir alltaf til í að hjálpa til og þarna unnu þessi tvö sterku flutningsfyrirtæki með okkur þannig að allt gekk upp“, segir Árni Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um Mottumars og þátttöku vinnustaða í átaki Krabbameinsfélagsins. Sýslumaðurinn segir 25 dagar Það getur ýmislegt komið upp á bakvið tjöldin og það á auðvitað við um fjáröflunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands, sem til margra ára hefur staðið fyrir tveimur stórum fjáröflunar- og árvekniátökum á ári sem atvinnulífið tekur mjög virkan þátt í: Annars vegar Mottumars og hins vegar Bleika slaufan. Það sem virðist klippt og skorið getur tekið á sig ævintýralegar myndir. Síðasti söludagur Mottumarssokkana er sunnudagurinn 24. mars næstkomandi. En hvers vegna ekki að selja sokkana út mars? Fjáraflanir á vegum almannaheillafélaga fá leyfi frá Sýslumanni til að selja vörur í fjáröflunarskyni með undanþágu frá virðisauka í 25 daga. Eftir þann tíma má ekki selja vöruna. Þess vegna er afar mikilvægt að allar tímasetningar gangi upp og að áætlunin í markaðsdagatalinu haldi. Það eru svo ríkir hagsmunir undir að allt gangi upp“. Árni bendir á að þess heldur hafi þessi stríðsátök, lokanir á mikilvægum flutningsleiðum og skert upplýsingaflæði verið spennuþrungin staða. „Því þótt fólk horfi kannski á Mottumarssokkana fyrst og fremst sem krúttlega sokka í tengslum við góðan málstað, þá eru þeir gríðarlegar mikilvægir og dýrmætir fyrir fjáröflunarhlutann í Mottumars og órjúfanlegur hluti af átakinu. Það skiptir því öllu að fá þá í tæka tíð þannig að ná megi hámarksnýtingu í hvert sinn.“ Helstu fjáröflunarleiðir Krabbameinsfélagsins eru þrjár: fjáröflunar- og árvekniátökin Mottumars og Bleika slaufan og síðan mánaðarlegir styrkir frá Velunnurum, einstaklingum og fyrirtækjum. Það sem gerir þessa fjáröflun svo sérstaka er hversu mikil þátttaka er hjá almenningi, vinnustöðum og í atvinnulífinu í heild. „Í stóru átökunum okkar eru fyrirtækin í algjöru lykilhlutverki. Þetta er alls ekki sjálfgefið og við erum ótrúlega þakklát þeim mikla meðbyr og stuðningi sem okkur er sýndur þaðan,“ segir Árni og bætir við: „Ég hef starfað í sölu,- og markaðsmálum í mörg ár en aldrei upplifað neitt í líkingu við þann stuðning og samstöðu sem ég hef upplifað í störfum mínum hér.“ Árni segir samstarfið við atvinnulífið skipta gríðarlega miklu máli. „Þegar sokkarnir fara í sölu lendum við í faðminum á hátt í 400 verslunum sem eru okkar útpóstar að afgreiða vöruna til landsmanna. Við erum líka svo lánsöm að fjöldi fyrirtækja styðja einnig við okkur með því að vera í samstarfi í þessum átökum þar sem þau í raun heimfæra átökin á sína starfsemi og við njótum góðs af.“ Þannig séu fyrirtækin að taka þátt í því að auka vitund innan fyrirtækja um mikilvægi heilsu og forvarna, sem og því hlutverki vinnustaða og vinnufélaga sem fylgir þegar starfsmenn eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra veikjast. „Og það hlutverk er risastórt, það fáum við staðfest hjá Krabbameinsfélaginu í hverri viku. Okkar fulltrúar eru svo heppnir að vera boðnir inn á fjölmarga vinnustaði í þessum mánuðum, með fræðslu um forvarnir, viðbrögð við veikindum og fleira, sem er algerlega ómetanlegt og styrkir málstaðinn“. 80% Íslendinga eru aðstandendur Krabbameinsfélagið er orðið yfir 70 ára gamalt félag og mjög rótgróið. „Við rekum okkur oft á að margir halda að félagið sé ríkisrekið eða í það minnsta á fjárlögum“ segir Árni. „Því fer hins vegar fjarri og allt okkar starf er fjármagnað með eigin fjáröflunum, sem sagt með stuðningi almennings og fyrirtækja, nema það fjármagn sem kemur í gegnum þjónustusamning embættis landlæknis um rekstur krabbameinsskrár, sem alla tíð hefur verið haldið utan um hjá félaginu. Sá samningur nemur um 5% af tekjum félagsins“. Átakið Bleika slaufan er baráttu- og árvekniátak sem hófst á Íslandi árið 2000. ,,Það er mjög stórt á alþjóðavísu, sérstaklega á Norðurlöndunum og er þar tileinkað brjóstakrabbameini en á Íslandi var ákveðið fyrir alllöngu síðan að það væri tileinkað krabbameinum hjá konum.“ Annað gildir um Mottumars. „Mottumars er hins vegar alíslenskt átak, hugmynd sem er sprottin hér og ekki átak sem staðið er fyrir erlendis.“ Mottumars hóf göngu sína árið 2008 og hefur svipaðan tilgang og Bleika slaufan nema að í Mottumars beinist baráttan gegn krabbameinum hjá körlum. En hverjir eru það helst sem taka þátt: Er tenging á milli þeirra og þess að hafa kynnst krabbameini af eigin raun? „Nei alls ekki. Það er nefnilega eitt af því sem margir kannski halda en er alls ekki svo. Af fyrirtækjum sem eru að taka þátt, eru þetta aðilar sem eru allt frá því að vera stærstu fyrirtæki landsins í lítil fyrirtæki og jafnvel einyrkja. Mánaðarlegir styrkir Velunnara er mjög fjölmennur hópur en langt frá því að vera aðeins sá hópur einstaklinga sem hefur kynnst krabbameini af eigin raun.“ Að þessu sögðu, segist Árni reyndar sannfærður um að tengingin sé á vissan hátt til staðar. Að minnsta kosti 80% fólks á Íslandi teljast til aðstandenda fólks sem hefur fengið krabbamein. Því flestir þekkja einhvern sem hefur fengið krabbamein. Krabbamein er því miður þekkt í flestum stórfjölskyldum. Stundum hef ég velt fyrir mér hverjir séu þá eiginlega í hinum 20% sem út af standa því eins og maður upplifir þetta svolítið sjálfur, þá virðast allir þekkja einhvern sem í það minnsta þekkir þá einhvern, sem hefur fengið krabbamein.“ Sem Árni bendir á að geri frábæra þátttöku enn meira sérstaka. „Því þetta er viðkvæmt málefni. Við erum það sem allir vilja vita sem minnst um. Því ekkert okkar vill kynnast krabbameini, það liggur í hlutarins eðli.“ Árni segir fallegt hugarfar gilda um sölu á Mottumarssokkunum og Bleiku slaufunni. „Í raun snýst þetta allt saman um upplifun, hughrif, tilfinningar og þátttöku í baráttunni gegn krabbameinum og ákveðna ró. Það vita allir að þetta er svo þarft og gott málefni og þess vegna er fólk að taka þátt. Að standa að svona sölu, er því allt öðruvísi verkefni en að selja aðrar vörur út í búð.“ Þakklátur Árni segir þátttöku atvinnulífsins gríðarlega mikilvægt, en sem dæmi má nefna eru það um 400 verslanir sem sjá um að selja Mottumarssokkana. Á föstudaginn kemur er síðan hápunktur átaksins því þá munu fjölmargir vinnustaðir halda Mottumarsdaginn hátíðlegan með einhverjum hætti innandyra hjá sér.Vísir/Vilhelm Útbreiddur faðmur og þakklæti Árni segir starfið sitt að miklu leyti fara í samskipti við styrktaraðila og velunnara og eins að stýra markaðs- og fjáröflunarstarfinu. „Átökin okkar eru afar víðfeðm og vegferðin frá hugmynd að fullkláruðu verki er því mjög löng. Það er svo margt sem getur komið upp á leiðinni og því er mikilvægt að vanda vel til allra verka. Ferlið er gleðilegt en á sama tíma langt og pínu strangt. Það má ekkert útaf bera. Í hvert sinn þarf að semja við einhvern um hönnun, síðan er það framleiðslan, að fá vöruna heim og útbúa herferð sem er svo markaðssett til einstaklinga og fyrirtækja“ Sem dæmi nefnir Árni að þótt sala Mottumarssokkana 2024 sé nú í fullum gangi, sé undirbúningurinn fyrir 2025 sokkana hafinn. „En þar sem þetta er fjáröflun til að tryggja reksturinn, má líka ekkert út af bregða. Covid, verkföll, stríð og margt til viðbótar getur haft áhrif og við erum viðkvæm fyrir því ef eitthvað tekst ekki sem skyldi,“ segir Árni og viðurkennir að hann hafi ekki einu sinni sagt sínum kollegum frá því þegar Mottumarssokkarnir voru í svörtu myrkri einhvers staðar við Afríkustrendur. „Það var mikil óvissa í flutningunum í ár. Ég sagði auðvitað nokkrum útvöldum frá því hver staðan væri en viljandi sagði ég sem fæstum frá þessu. Til þess að forðast óróa,“ útskýrir Árni til að undirstrika hversu mikilvæg fjáröflunarverkefnin eru fyrir heildina. „En ég hef líka aldrei áður upplifað jafn mikið umburðarlyndi og skilning fyrir nokkru starfi eins og ég hef upplifað hér,“ en þess má geta að Árni hefur komið víða við og starfaði meðal annars í átta ár sem markaðsstjóri BYKO og sem framkvæmdastjóri ÍMARK áður en hann kom til Krabbameinsfélagsins. Eins og gefur að skilja er Árni vel skeggjaður í viðtalinu. Eins og fjölmargir karlmenn þessi dægrin. Enda liður í Mottumars að standa fyrir skeggkeppni þar sem þátttakendur geta safnað áheitum sem renna til Krabbameinsfélagsins. Samkvæmt rannsóknum, getur hreyfing dregið úr líkum á ákveðnum krabbameinum. Þess vegna er hreyfing megináhersla átaksins í ár. „Hápunktur átaksins verður svo Mottudagurinn sem fjölmörg fyrirtæki halda hátíðlegan en hann verður á föstudaginn næstkomandi 22. Mars.“ Árni segir að með þessari þátttöku atvinnulífs og almennings, hafi félaginu verið gert kleift að standa fyriröflugu fræðslu- og forvarnarstarfi, rannsóknum, ókeypis ráðgjöf sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga, en alls eru aðildarfélög Krabbameinsfélagsins þrjátíu talsins um land allt. Að síðustu þá vill Árni ítreka þakkir sínar til þess fjölmenna hóps listafólks, leikara og annars fagfólks sem kemur að framleiðslu herferðana og sem styður við félagið ár hvert við að útbúa hinar stóru og áhrifaríku herferðir félagsins. „Þessar herferðir eru undirstaðan í fjáröflunarstarfinu og kann ég þeim hópi fólks svo kærar þakkir fyrir að vera með útbreiddan faðminn á móti okkur, tilbúið að leggja góðum málstaði lið. Það sem gleðilegt er líka er að oft á tíðum þá verða þessar herferðir svo sterkar að skilaboðin sem þær bera ná til fjöldans og úr verður að þær breyta hegðun fólks og þá jafnvel bjarga mannslífum.“
Krabbamein Heilsa Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01 Fögnum fjölbreytileikanum: Pólverjar flestir, síðan Litháar, síðan Íslendingar „Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi. 14. mars 2024 07:00 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“ „Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær. 18. mars 2024 07:01
Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01
Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01
Fögnum fjölbreytileikanum: Pólverjar flestir, síðan Litháar, síðan Íslendingar „Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi. 14. mars 2024 07:00
Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01