Jakob Reynir Aftur reynir aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 19:35 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Vísir/Arnar Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Fyrir helgi tók Mannanafnanefnd fyrir mál manns sem vildi fá eigin- og millinafnið Aftur samþykkt. Nafninu var hafnað í báðum flokkum og í rökstuðningi nefndarinnar segir að það gangi gegn eðli íslenskrar nafnmyndunar að búa til nöfn úr atviksorðum og öðrum smáorðum. Þá gætu slík nöfn verið nafnbera til ama. Það var Jakob Reynir Jakobsson, veitingamaður á Horninu í miðbæ Reykjavíkur, sem sótti um að fá nafnið samþykkt. Hann hafði stefnt á að taka nafnið upp og heita þá Jakob Reynir Aftur Jakobsson. „Fyrir um það bil 42 mánuðum síðan var ég á mjög vondum stað í lífinu, búinn að vera lengi. Þannig ég lít svolítið á það að ég fékk tækifæri til að reyna aftur. Þannig þetta hefur þannig þýðingu fyrir mig þótt þetta sé til helmings húmorinn, þá er það þannig að nú er ég búinn að ná þessum árangri í lífinu og fékk tækifæri til þess að reyna aftur,“ segir Jakob Reynir. Þrátt fyrir höfnun Mannanafnanefndar ætlar Jakob Reynir ekki að gefast upp. Jakob Reynir Aftur, reynir aftur. „Útskýringarnar sem ég fékk við þessum fannst mér svolítið þunnar. Það var talað um að enginn hafi heitið atviksorði áður og þetta mætti ekki valda fólki ama. Ég er lögráða og borga skatta. Þetta er mín ákvörðun og mér finnst þetta orðið úrelt að þú megir ekki heita það sem þig langar til,“ segir Jakob Reynir. Og það verður veisla ef Jakob fær sínu framgengt. „Þegar þetta gengur í gegn, þá verður skírnarveisla. Það er klárt mál,“ segir Jakob Reynir. Skírður upp á nýtt? „Já, skírður upp á nýtt.“ Endurfæddur Jakob Reynir Aftur? „Já, klárt,“ segir Jakob Reynir og hlær.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. 14. mars 2024 12:34