Ákærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 16:32 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AP/Silvia Izquierdo Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni. Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er sagður skipað aðstoðarmanni sínum að skrá sig og þá tólf ára dóttur Bolsonaro í opinbert kerfi fyrir bólusetta. Þetta á hann að hafa gert í desember 2022, tveimur mánuðum eftir að hann tapaði í forsetakosningum gegn Luiz Inácio Lula da Silva og skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna. Aðstoðarmaðurinn sjálfur mun hafa viðurkennt þetta en á þessum tíma þurfti hann vottorð fyrir bólusetningu til að komast til Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bolsonaro hefur verið til rannsóknar um nokkuð skeið. Sjá einnig: Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Sem forseti gerði Bolsonaro ítrekað lítið úr faraldri Covid og talaði hann einnig opinberlega gegn bóluefnum. Ríkisstjórn hans hafnaði nokkrum boðum frá forsvarsmönnum Pfizer um sölu tuga milljóna skammta af bóluefnum árið 2020. Ríkissaksóknari Brasilíu mun ákveða hvort ákæran verði notuð í málaferlum gegn Bolsonaro fyrir Hæstarétti Brasilíu. Nokkur önnur mál beinast gegn honum um þessar mundir. Verði hann fundinn sekur um að falsa bólusetningavottorð gæti hann verið dæmdur í allt að tólf ára fangelsi. Lögmaður Bolsonaro segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira