Íslenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 08:01 Daníel Gunnarsson hlaut þungan fangelsisdóm á síðasta ári fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu. Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, neitar sök í öðru máli þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið. Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.
Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50
Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25
Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12