Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 14:54 Guðni ávarpaði fjölmiðla að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira