Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2024 08:00 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, stendur frammi fyrir mögulegri vantrauststillögu innan Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Á þessu kjörtímabili hefur 21 þingmaður Repúblikanaflokksins tilkynnt að hann muni hætta á þessu kjörtímabili eða er þegar hættur. Á meðal þeirra mála sem þingmenn þurfa að takast á við eru hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael, ákæran gegn Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, og Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, er talinn ætla að reyna í þriðja sinn að koma FISA-frumvarpi gegnum þingið, en það snýr að framlengingu laga um eftirlit njósnastofnanna með bandarískum ríkisborgurum. Repúblikanar stefna að því að leggja fram formlega til öldungadeildarinnar ákæru á hendur Mayorkas fyrir meint embættisbrot. Fulltrúadeildin ákærði hann í febrúar vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Tvær tilraunir þurfti til að samþykkja ákæruna en hún var að endingu samþykkt með einu atkvæði. Sjá einnig: Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Ákæran var nokkuð umdeild, þar sem Mayorkas var í raun ekki sakaður um neinn glæp eða brot í starfi. Þeir þrír þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði gegn ákæru sögðu til að mynda að ákæran skapaði slæmt fordæmi þar sem verið væri að ákæra embættismann fyrir að framfylgja stefnu forseta. Þingið ákærði síðast ráðherra fyrir meint embættisbrot árið 1876. Það var William Belknap, stríðsráðherra, sem var sakaður um umfangsmikla spillingu. Demókratar hafa sakað Repúblikana um að beita ákærum í pólitískum tilgangi. Þeir hafa sömuleiðis sakað Repúblikana um hræsni fyrir að ákæra Mayorkas skömmu eftir að þeir stóðu í vegi framgöngu frumvarps sem innihélt einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum í áratugi. Í frétt Punchbowl News segir að Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í meirihluta öldungadeildarinnar, muni líklega leggja fram tillögu um að málið verði fellt niður og engin réttarhöld fari fram. Slík tillaga þarf einungis hreinan meirihluta og því ættu Demókratar að geta samþykkt hana, standi þeir allir saman. Margir hætta skyndilega Eins og áður segir hafa margir þingmenn Repúblikanaflokksins lýst því yfir að þeir ætli ekki að sækjast eftir þingsæti í haust en fjöldi þeirra er ekki meiri en sá fjöldi Demókrata sem eru einnig að setjast í helgan stein. Það vekur þó athygli að fimm þeirra Repúblikana sem eru að hætta eða eru hættir klára ekki kjörtímabilið og eru þeirra á meðal tiltölulega ungir þingmenn. Þeirra á meðal eru einnig fjórir þingmenn sem hafa setið i embætti þingformanna á kjörtímabilinu og margir áhrifamiklir þingmenn hafa ákveðið að setjast í helgan stein. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings skiptist nú milli flokka 218-216. Meðal þeirra sem hætt hefur óvænt á þingi er Ken Buck. Í viðtali eftir að hann kynnti ákvörðun sína sagði hann undanfarið ár á þingi hafa verið það versta á hans ferli. Sjá einnig: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Deilur innan Repúblikanaflokksins hafa þar að auki komið í veg fyrir fulla samstöðu meðal Repúblikana í flestum málum. Má til að mynda nefna það þegar Kevin McCarthy var bolað úr embætti þingforseta og að margar tilraunir hafi þurft til að samþykkja Mike Johnsons. Í samtölum við blaðamenn Washington Post segja nokkrir þeirra að þeir séu sannfærðir um að þeir hafi tekið rétta ákvörðun. Fulltrúadeildin sé svo gott sem óstarfhæf og ekki sé hægt að koma í gegnum þingið áhrifamiklum frumvörpum. Í frétt WP segir að margir þingmenn flokksins segi í einrúmi að vangeta flokksins til að stjórna sé vandamál sem þingmennirnir sjálfir hafi skapað. Þeir þurfti ekki eingöngu að halda þeirra í kosningunum í haust, heldur stækka meirihlutann, til að draga úr áhrifum tiltölulega fámenns hóps þingmanna sem hefur svo gott sem haldið þinginu í gíslingu á kjörtímabilinu. Margir þingmenn flokksins segja einnig í einrúmi að líklega muni þeir tapa meirihlutanum í kosningunum í haust og segjast nokkrir viðmælendur WP hafa íhugað alvarlega að hætta á þingi. Mike Turner, Repúblikani og formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í viðtali í gær að áróður frá Rússlandi hefði „smitað“ þingmenn Repúblikanaflokksins og þeir dreifðu honum í þingsal. .@RepMikeTurner tells me it's "absolutely true" that Russian propaganda has "infected" a portion of the GOP base, calling out "anti-Ukraine and pro-Russia messages, some of which we even hear being uttered on the House floor." pic.twitter.com/CXhHhpUHmR— Jake Tapper (@jaketapper) April 7, 2024 Segist ætla að halda atkvæðagreiðslu Johnson hefur lýst því yfir að hann vilji taka fyrir frumvarp um hernaðaraðstoð handa Úkraínu eftir að þingmenn koma aftur saman í Washington DC. Hvernig það frumvarp á að líta út og hverjir munu styðja það er þó óljóst. Repúblikanar hafa í nokkra mánuði staðið í vegi hernaðaraðstoðar handa Úkraínu og reyndu upprunalega að nota aðstoðina vogarafl gegn Demókrötum til að ná fram forgangsmálum þeirra varðandi landamærin við Mexíkó. Það heppnaðist hjá þeim og gáfu Joe Biden og Demókratar verulega eftir í þeim málum. Eftir langar viðræður milli öldungadeildarþingmanna flokkanna leit dagsins ljós umfangsmikið frumvarp sem sneri að aðgerðum á landamærunum og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum Ísraelum og íbúum Taívan. Donald Trump kom þó í veg fyrir framgöngu þess frumvarps í fulltrúadeildinni þegar hann lýsti því yfir að hann væri mótfallinn því. Hann sagði ástæðuna þá að hann vildi nota hið slæma ástand á landamærunum í kosningabaráttunni gegn Biden. Þetta frumvarp felur í sér um 95 milljarða dala fjárútlát til hernaðaraðstoðar og var samþykkt af þingmönnum öldungadeildarinnar. Það hefur þó ekki verið tekið til umræðu í fulltrúadeildinni, þrátt fyrir ítrekuð áköll þingmanna bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Síðan þá hefur líka margt breyst varðandi stuðning Bandaríkjamanna og þá sérstaklega Demókrata við hernað Ísraela á Gasaströndinni. Mun mögulega skipta Úkraínu og Ísrael upp Johnson hefur sagt að hann muni mögulega skipta upp hernaðaraðstoðinni og láta þingmenn greiða atkvæði um sitthvorn pakkann. Hann hefur einnig lagt til að breyta hluta af hernaðaraðstoðinni handa Úkraínu í lán og nota frosnar eigur Rússa einnig. Þannig er hann sagður vilja reyna að gera frumvarpið líklegra til að hljóta náð þingmanna Repúblikanaflokksins. Í frétt Wall Street Journal um ætlanir Johnson segir þó að ætlanir Johnson séu enn mjög óljósar. Marjorie Taylor Greene er mikill andstæðingur þess að senda hernaðaraðstoð til Úkraínu.AP/Mike Stewart Hin umdeilda þingkona Marjory Taylor Greene, sem var meðal þeirra þingmanna sem boluðu McCarthy úr embætti, hefur lýst því yfir að hún muni leggja formlega fram vantrauststillögu gegn Johnson haldi hann atkvæðagreiðslu um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Hún hefur haldið því fram að mikilvægara sé að auka öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einn möguleiki sem Johnson hefur viðrað er að boða sérstaka atkvæðagreiðslu um frumvarp um hernaðaraðstoð svo það þurfi samþykki tveggja þriðju þingmanna til að ná fram að ganga. Þá þyrfti frumvarpið líklega að fá atkvæði frá um tvö hundruð þingmönnum Demókrataflokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Hernaður Mexíkó Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hefur 21 þingmaður Repúblikanaflokksins tilkynnt að hann muni hætta á þessu kjörtímabili eða er þegar hættur. Á meðal þeirra mála sem þingmenn þurfa að takast á við eru hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael, ákæran gegn Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, og Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, er talinn ætla að reyna í þriðja sinn að koma FISA-frumvarpi gegnum þingið, en það snýr að framlengingu laga um eftirlit njósnastofnanna með bandarískum ríkisborgurum. Repúblikanar stefna að því að leggja fram formlega til öldungadeildarinnar ákæru á hendur Mayorkas fyrir meint embættisbrot. Fulltrúadeildin ákærði hann í febrúar vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Tvær tilraunir þurfti til að samþykkja ákæruna en hún var að endingu samþykkt með einu atkvæði. Sjá einnig: Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Ákæran var nokkuð umdeild, þar sem Mayorkas var í raun ekki sakaður um neinn glæp eða brot í starfi. Þeir þrír þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði gegn ákæru sögðu til að mynda að ákæran skapaði slæmt fordæmi þar sem verið væri að ákæra embættismann fyrir að framfylgja stefnu forseta. Þingið ákærði síðast ráðherra fyrir meint embættisbrot árið 1876. Það var William Belknap, stríðsráðherra, sem var sakaður um umfangsmikla spillingu. Demókratar hafa sakað Repúblikana um að beita ákærum í pólitískum tilgangi. Þeir hafa sömuleiðis sakað Repúblikana um hræsni fyrir að ákæra Mayorkas skömmu eftir að þeir stóðu í vegi framgöngu frumvarps sem innihélt einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum í áratugi. Í frétt Punchbowl News segir að Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í meirihluta öldungadeildarinnar, muni líklega leggja fram tillögu um að málið verði fellt niður og engin réttarhöld fari fram. Slík tillaga þarf einungis hreinan meirihluta og því ættu Demókratar að geta samþykkt hana, standi þeir allir saman. Margir hætta skyndilega Eins og áður segir hafa margir þingmenn Repúblikanaflokksins lýst því yfir að þeir ætli ekki að sækjast eftir þingsæti í haust en fjöldi þeirra er ekki meiri en sá fjöldi Demókrata sem eru einnig að setjast í helgan stein. Það vekur þó athygli að fimm þeirra Repúblikana sem eru að hætta eða eru hættir klára ekki kjörtímabilið og eru þeirra á meðal tiltölulega ungir þingmenn. Þeirra á meðal eru einnig fjórir þingmenn sem hafa setið i embætti þingformanna á kjörtímabilinu og margir áhrifamiklir þingmenn hafa ákveðið að setjast í helgan stein. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings skiptist nú milli flokka 218-216. Meðal þeirra sem hætt hefur óvænt á þingi er Ken Buck. Í viðtali eftir að hann kynnti ákvörðun sína sagði hann undanfarið ár á þingi hafa verið það versta á hans ferli. Sjá einnig: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Deilur innan Repúblikanaflokksins hafa þar að auki komið í veg fyrir fulla samstöðu meðal Repúblikana í flestum málum. Má til að mynda nefna það þegar Kevin McCarthy var bolað úr embætti þingforseta og að margar tilraunir hafi þurft til að samþykkja Mike Johnsons. Í samtölum við blaðamenn Washington Post segja nokkrir þeirra að þeir séu sannfærðir um að þeir hafi tekið rétta ákvörðun. Fulltrúadeildin sé svo gott sem óstarfhæf og ekki sé hægt að koma í gegnum þingið áhrifamiklum frumvörpum. Í frétt WP segir að margir þingmenn flokksins segi í einrúmi að vangeta flokksins til að stjórna sé vandamál sem þingmennirnir sjálfir hafi skapað. Þeir þurfti ekki eingöngu að halda þeirra í kosningunum í haust, heldur stækka meirihlutann, til að draga úr áhrifum tiltölulega fámenns hóps þingmanna sem hefur svo gott sem haldið þinginu í gíslingu á kjörtímabilinu. Margir þingmenn flokksins segja einnig í einrúmi að líklega muni þeir tapa meirihlutanum í kosningunum í haust og segjast nokkrir viðmælendur WP hafa íhugað alvarlega að hætta á þingi. Mike Turner, Repúblikani og formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði í viðtali í gær að áróður frá Rússlandi hefði „smitað“ þingmenn Repúblikanaflokksins og þeir dreifðu honum í þingsal. .@RepMikeTurner tells me it's "absolutely true" that Russian propaganda has "infected" a portion of the GOP base, calling out "anti-Ukraine and pro-Russia messages, some of which we even hear being uttered on the House floor." pic.twitter.com/CXhHhpUHmR— Jake Tapper (@jaketapper) April 7, 2024 Segist ætla að halda atkvæðagreiðslu Johnson hefur lýst því yfir að hann vilji taka fyrir frumvarp um hernaðaraðstoð handa Úkraínu eftir að þingmenn koma aftur saman í Washington DC. Hvernig það frumvarp á að líta út og hverjir munu styðja það er þó óljóst. Repúblikanar hafa í nokkra mánuði staðið í vegi hernaðaraðstoðar handa Úkraínu og reyndu upprunalega að nota aðstoðina vogarafl gegn Demókrötum til að ná fram forgangsmálum þeirra varðandi landamærin við Mexíkó. Það heppnaðist hjá þeim og gáfu Joe Biden og Demókratar verulega eftir í þeim málum. Eftir langar viðræður milli öldungadeildarþingmanna flokkanna leit dagsins ljós umfangsmikið frumvarp sem sneri að aðgerðum á landamærunum og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum Ísraelum og íbúum Taívan. Donald Trump kom þó í veg fyrir framgöngu þess frumvarps í fulltrúadeildinni þegar hann lýsti því yfir að hann væri mótfallinn því. Hann sagði ástæðuna þá að hann vildi nota hið slæma ástand á landamærunum í kosningabaráttunni gegn Biden. Þetta frumvarp felur í sér um 95 milljarða dala fjárútlát til hernaðaraðstoðar og var samþykkt af þingmönnum öldungadeildarinnar. Það hefur þó ekki verið tekið til umræðu í fulltrúadeildinni, þrátt fyrir ítrekuð áköll þingmanna bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Síðan þá hefur líka margt breyst varðandi stuðning Bandaríkjamanna og þá sérstaklega Demókrata við hernað Ísraela á Gasaströndinni. Mun mögulega skipta Úkraínu og Ísrael upp Johnson hefur sagt að hann muni mögulega skipta upp hernaðaraðstoðinni og láta þingmenn greiða atkvæði um sitthvorn pakkann. Hann hefur einnig lagt til að breyta hluta af hernaðaraðstoðinni handa Úkraínu í lán og nota frosnar eigur Rússa einnig. Þannig er hann sagður vilja reyna að gera frumvarpið líklegra til að hljóta náð þingmanna Repúblikanaflokksins. Í frétt Wall Street Journal um ætlanir Johnson segir þó að ætlanir Johnson séu enn mjög óljósar. Marjorie Taylor Greene er mikill andstæðingur þess að senda hernaðaraðstoð til Úkraínu.AP/Mike Stewart Hin umdeilda þingkona Marjory Taylor Greene, sem var meðal þeirra þingmanna sem boluðu McCarthy úr embætti, hefur lýst því yfir að hún muni leggja formlega fram vantrauststillögu gegn Johnson haldi hann atkvæðagreiðslu um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Hún hefur haldið því fram að mikilvægara sé að auka öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einn möguleiki sem Johnson hefur viðrað er að boða sérstaka atkvæðagreiðslu um frumvarp um hernaðaraðstoð svo það þurfi samþykki tveggja þriðju þingmanna til að ná fram að ganga. Þá þyrfti frumvarpið líklega að fá atkvæði frá um tvö hundruð þingmönnum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Hernaður Mexíkó Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03
Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34
Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02
Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49