Evrópuþingmenn greiða atkvæði um umdeilda löggjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 07:32 160 mannréttindasamtök hafa mótmælt löggjöfinni. Getty/Santiago Urquijo Evrópuþingið mun í dag ganga til atkvæðagreiðslu um nýja löggjöf um móttöku flóttamanna, þar sem markmiðið er að samræma vinnulag milli ríkja. Stuðningsmenn frumvarpsins segja það munu slá vopnin úr höndum öfga hægri afla en gagnrýnendur þess segja frumvarpið þvert á móti sniðið að hugmyndafræði þeirra. Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanríkismála hjá ESB, sagði í samtali við blaðamenn í gær að umræddar „úrbætur“ miðuðu að því að taka á flóttamannastraumnum með skipulögðum hætti. Malin Björk, Evrópuþingmaður sænska Vinstriflokksins, sagði hins vegar um að ræða útfærslu á hugmyndafræði öfga hægrisins. „Getum við látið okkur detta eitthvað í hug sem er meira ómanneskjulegt? Með þessu er verið að taka verstu aðferðirnar í Evrópu og stofnanavæða þær.“ Lögin eiga meðal annars að stytta málsmeðferðartímann, fela í sér samræmda ferla á öllum landamærum og stofnun Eurodac, miðlægs gagnagrunnar sem mun gera aðildarríkjunum kleift að fletta einstaklingum upp og kanna hvort þeir hafa sótt um hæli annars staðar. Yfir 160 mannréttindasamtök hafa mótmælt löggjöfinni en þau hafa meðal annars gagnrýnt að með þeim verði einstalingum og fjölskyldum smalað í ómannúðlegar móttökumiðstöðvar og vegið að mannréttindum og virðingu fólks. Stephanie Pope, sérfræðingur hjá Oxfam, segir löggjöfina ekki hafa neitt að gera með mannréttindi, heldur snúist hún um hindranir, varðhald og brottflutning. Um sé að ræða stefnu sem byggi á pólitískri hugmyndafræði, frekar en staðreyndum. Evrópusambandið Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Stuðningsmenn frumvarpsins segja það munu slá vopnin úr höndum öfga hægri afla en gagnrýnendur þess segja frumvarpið þvert á móti sniðið að hugmyndafræði þeirra. Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanríkismála hjá ESB, sagði í samtali við blaðamenn í gær að umræddar „úrbætur“ miðuðu að því að taka á flóttamannastraumnum með skipulögðum hætti. Malin Björk, Evrópuþingmaður sænska Vinstriflokksins, sagði hins vegar um að ræða útfærslu á hugmyndafræði öfga hægrisins. „Getum við látið okkur detta eitthvað í hug sem er meira ómanneskjulegt? Með þessu er verið að taka verstu aðferðirnar í Evrópu og stofnanavæða þær.“ Lögin eiga meðal annars að stytta málsmeðferðartímann, fela í sér samræmda ferla á öllum landamærum og stofnun Eurodac, miðlægs gagnagrunnar sem mun gera aðildarríkjunum kleift að fletta einstaklingum upp og kanna hvort þeir hafa sótt um hæli annars staðar. Yfir 160 mannréttindasamtök hafa mótmælt löggjöfinni en þau hafa meðal annars gagnrýnt að með þeim verði einstalingum og fjölskyldum smalað í ómannúðlegar móttökumiðstöðvar og vegið að mannréttindum og virðingu fólks. Stephanie Pope, sérfræðingur hjá Oxfam, segir löggjöfina ekki hafa neitt að gera með mannréttindi, heldur snúist hún um hindranir, varðhald og brottflutning. Um sé að ræða stefnu sem byggi á pólitískri hugmyndafræði, frekar en staðreyndum.
Evrópusambandið Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira