Samþykktu loks frumvarp um herkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 11:52 Meðlimir herdeildar úkraínska hersins sem inniheldur að mestu rússneska menn, við þjálfun í Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Úkraínska þingið samþykkti í morgun nýtt frumvarp um það hvernig haldið er utan herkvaðningu. Frumvarpið hefur verið til umræðu í þinginu í marga mánuði og tekið umfangsmiklum breytingum. Lögin þykja óvinsæla en fela meðal annars í sér að lækka lágmarksaldur herkvaðningar úr 27 árum í 25 ár og auðvelda yfirvöldum að kveðja menn í herinn. Úkraínumenn eiga undir högg að sækja þessa dagana þar sem Rússar hafa verið að sækja hægt fram. Skotfæraleysi fyrir stórskotalið hefur plagað úkraínska hermenn, sem hafa þó látið Rússa gjalda fyrir framsókn þeirra. Forsvarsmenn úkraínska hersins lýstu því yfir undir lok síðasta árs að þeir þyrftu um hálfa milljón hermanna en nú hafa nýir menn tekið við stjórn hersins og segja þörfina ekki svo mikla, þó hún sé mikil. Margir hermenn hafa verið á víglínunni í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur gengið erfiðlega að skipta þeim út til að hvíla þá. Fyrr í stríðinu gátu hermenn búist við því að verja um tveimur vikum á víglínunni og fá svo viku hvíld. Þessi hvíldartími hefur dregist verulega saman og hafa hermenn sagt að ekki sé óvanalegt að nú verji þeir mánuði á víglínunni og fái svo einungis fjögurra daga hvíld. Þúsundir karlmanna í Úkraínu hafa einnig komist hjá herkvaðningu með því að flýja land eða beita öðrum leiðum. Fjarlægðu ákvæði um lausn frá herkskyldu Meðal þess sem deilt hefur verið um varðandi frumvarpið er hvaða leiðir eigi að fara varðandi það að leyfa kvaðmönnum að hætta í hernum. Frumvarpið var samþykkt eftir að varnarmálanefnd þingsins fjarlægði ákvæði sem hefði tryggt kvaðmönnum lausn eftir 36 mánuði á víglínunni. Leiðtogar Úkraínu höfðu lofað slíku ákvæði en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að það hafi verið fjarlægt vegna þess hve erfitt hefði verið að framkvæma það. Úkraínumenn skortir þegar vel þjálfaða og reynslumikla hermenn og hefði ákvæðið leitt til frekari skorts í þeim efnum. Varnarmálanefndin sagði starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Úkraínu þó að skrifa drög að frumvarpi um lausn frá herkvaðningu á næstu mánuðum. Skortur Úkraínumanna snýr að mestu að fótgönguliði. Meirihluta þeirra hermenna sem fallið hafa í átökum við Rússa hafa tilheyrt fótgönguliði og hefur verið deilt um það hvernig leysa eigi kvaðmenn frá þjónustu. Flestir fótgönguliðar sem hafa verið kvaddir í herinn hafa ekki haft neina leið til að snúa aftur heim án þess að særast verulega eða falla. Ein af ástæðum þess hve langan tíma það hefur tekið að samþykkja frumvarið er hve illa hefur gengið að leysa úr þessu. Nú virðist sem ekki hafi verið leyst úr vandamálinu, heldur hafi því verið frestað um minnst átta mánuði. Lítið til af ungum mönnum Meðalaldurinn í úkraínska hernum hefur verið mjög hár um langt skeið. Talið er að um milljón manna þjóni í úkraínska hernum og eins og áður segir eru margir þeirra verulega þreyttir eftir langvarandi átök. Þá er óljóst hve vel Úkraínumönnum muni ganga að fylla upp í raðir sínar, þar sem ríkið skorti fyrir unga menn. Kynslóð manna milli tvítugs og þrítugs er ein minnsta kynslóðin í nútímasögu Úkraínu. Fæðingartíðni lækkaði í flestöllum ríkjum Sovétríkjanna eftir að þau féllu árið 1991. Hagkerfi biðu mikla hnekki og dánartíðni hækkaði. Framtíð úkraínskra fjölskyldna var óljós og fækkaði fæðingum töluvert. Meira en í Rússlandi þar sem þjóðin er einnig um fjórum sinnum stærri en sú úkraínska, samkvæmt frétt New York Times. Árið 1991 eignuðust úkraínskar konur að meðaltali 1,9 börn. Áratug síðar hafði hlutfallið lækkað í 1,1 börn á hverja konu. Talið er að fæðingartíðni hafi einnig minnkað um helming frá 2021 til 2023, vegna innrásar Rússa. Margir af úkraínskum mönnum milli tvítugs og þrítugs hafa þegar gengið sjálfviljugir til liðs við herinn eða vinna mikilvæg störf sem gera þá undanþegna herþjónustu. Úkraínskir hermenn að ljúka þjálfun í september.AP/Efrem Lukatsky Sérfræðingar búast við því að Rússar muni gefa í þegar sumarið nálgast og að árásir þeirra á jörðu niðri muni stækka og þeim fjölga. Hvort Úkraínumenn geti fyllt upp í raðir sínar fyrir það er óljóst. Fyrst þarf að kveðja menn í herinn og svo þarf að þjálfa þá og undirbúa fyrir víglínuna. Þetta ferli getur tekið marga mánuði og því meiri tíma sem það tekur, því betur eiga mennirnir að vera tilbúnir fyrir átök. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. 5. apríl 2024 16:21 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Úkraínumenn eiga undir högg að sækja þessa dagana þar sem Rússar hafa verið að sækja hægt fram. Skotfæraleysi fyrir stórskotalið hefur plagað úkraínska hermenn, sem hafa þó látið Rússa gjalda fyrir framsókn þeirra. Forsvarsmenn úkraínska hersins lýstu því yfir undir lok síðasta árs að þeir þyrftu um hálfa milljón hermanna en nú hafa nýir menn tekið við stjórn hersins og segja þörfina ekki svo mikla, þó hún sé mikil. Margir hermenn hafa verið á víglínunni í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur gengið erfiðlega að skipta þeim út til að hvíla þá. Fyrr í stríðinu gátu hermenn búist við því að verja um tveimur vikum á víglínunni og fá svo viku hvíld. Þessi hvíldartími hefur dregist verulega saman og hafa hermenn sagt að ekki sé óvanalegt að nú verji þeir mánuði á víglínunni og fái svo einungis fjögurra daga hvíld. Þúsundir karlmanna í Úkraínu hafa einnig komist hjá herkvaðningu með því að flýja land eða beita öðrum leiðum. Fjarlægðu ákvæði um lausn frá herkskyldu Meðal þess sem deilt hefur verið um varðandi frumvarpið er hvaða leiðir eigi að fara varðandi það að leyfa kvaðmönnum að hætta í hernum. Frumvarpið var samþykkt eftir að varnarmálanefnd þingsins fjarlægði ákvæði sem hefði tryggt kvaðmönnum lausn eftir 36 mánuði á víglínunni. Leiðtogar Úkraínu höfðu lofað slíku ákvæði en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að það hafi verið fjarlægt vegna þess hve erfitt hefði verið að framkvæma það. Úkraínumenn skortir þegar vel þjálfaða og reynslumikla hermenn og hefði ákvæðið leitt til frekari skorts í þeim efnum. Varnarmálanefndin sagði starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Úkraínu þó að skrifa drög að frumvarpi um lausn frá herkvaðningu á næstu mánuðum. Skortur Úkraínumanna snýr að mestu að fótgönguliði. Meirihluta þeirra hermenna sem fallið hafa í átökum við Rússa hafa tilheyrt fótgönguliði og hefur verið deilt um það hvernig leysa eigi kvaðmenn frá þjónustu. Flestir fótgönguliðar sem hafa verið kvaddir í herinn hafa ekki haft neina leið til að snúa aftur heim án þess að særast verulega eða falla. Ein af ástæðum þess hve langan tíma það hefur tekið að samþykkja frumvarið er hve illa hefur gengið að leysa úr þessu. Nú virðist sem ekki hafi verið leyst úr vandamálinu, heldur hafi því verið frestað um minnst átta mánuði. Lítið til af ungum mönnum Meðalaldurinn í úkraínska hernum hefur verið mjög hár um langt skeið. Talið er að um milljón manna þjóni í úkraínska hernum og eins og áður segir eru margir þeirra verulega þreyttir eftir langvarandi átök. Þá er óljóst hve vel Úkraínumönnum muni ganga að fylla upp í raðir sínar, þar sem ríkið skorti fyrir unga menn. Kynslóð manna milli tvítugs og þrítugs er ein minnsta kynslóðin í nútímasögu Úkraínu. Fæðingartíðni lækkaði í flestöllum ríkjum Sovétríkjanna eftir að þau féllu árið 1991. Hagkerfi biðu mikla hnekki og dánartíðni hækkaði. Framtíð úkraínskra fjölskyldna var óljós og fækkaði fæðingum töluvert. Meira en í Rússlandi þar sem þjóðin er einnig um fjórum sinnum stærri en sú úkraínska, samkvæmt frétt New York Times. Árið 1991 eignuðust úkraínskar konur að meðaltali 1,9 börn. Áratug síðar hafði hlutfallið lækkað í 1,1 börn á hverja konu. Talið er að fæðingartíðni hafi einnig minnkað um helming frá 2021 til 2023, vegna innrásar Rússa. Margir af úkraínskum mönnum milli tvítugs og þrítugs hafa þegar gengið sjálfviljugir til liðs við herinn eða vinna mikilvæg störf sem gera þá undanþegna herþjónustu. Úkraínskir hermenn að ljúka þjálfun í september.AP/Efrem Lukatsky Sérfræðingar búast við því að Rússar muni gefa í þegar sumarið nálgast og að árásir þeirra á jörðu niðri muni stækka og þeim fjölga. Hvort Úkraínumenn geti fyllt upp í raðir sínar fyrir það er óljóst. Fyrst þarf að kveðja menn í herinn og svo þarf að þjálfa þá og undirbúa fyrir víglínuna. Þetta ferli getur tekið marga mánuði og því meiri tíma sem það tekur, því betur eiga mennirnir að vera tilbúnir fyrir átök.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. 5. apríl 2024 16:21 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. 5. apríl 2024 16:21
Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01