„Minn tími er ekki búinn“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 12:30 Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að hvergi væri betra að búa en á Íslandi sem væri mesta lýðræðisríki heims. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira