Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 13:40 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill sjá að aðrir en ríkisbanki eigi tryggingarfélagið TM. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira