Vatnið alltaf heillað þrátt fyrir mikla hræðslu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 09:55 Guðbjörg Lind opnaði nýverið sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur. Sandra Dögg „Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd,“ segir myndlistarkonan Guðbjörg Lind. Hún opnaði nýverið sýninguna Uppáhelling fyrir sæfarendur í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Fjallið var Kjarvalsmálverk ömmu hennar Blaðamaður ræddi við Guðbjörgu en listin hefur alla tíð verið hluti af hennar lífi. „Mjög snemma var ég farin að teikna og mála. Ég man eftir að hafa setið við eldhúsgluggann hjá ömmu í Tangagötunni á Ísafirði þar sem síbreytileg fjallshlíðin blasti við eins og veggur. Hún sagði að fjallið væri sitt Kjarvalsmálverk. Þessi afstaða ömmu til umhverfisins átti sinn þátt í að opna augu mín fyrir náttúrunni. Átján ára var ég komin inn í Myndlista- og handíðaskólann og stefndi á að verða myndmenntakennari. Þegar ég hafði næstum lokið því námi vissi ég að ég yrði að fara í málaradeild og tók þrjú ár þar. Þá́ varð ekki aftur snúið.“ Guðbjörg ásamt syni sínum, tónlistarmanninum Marteini eða Bangerboy. Aðsend Ægifegurð sjávar Myndlist Guðbjargar sprettur út frá umhverfi æsku hennar vestur á fjörðum. „Fjöllin og útsýnið úr stofuglugganum heima á Hlíðarvegi yfir á Snæfjallaströndina og út á Djúpið þar sem móðurafi minn fórst ásamt syni sínum. Kannski er það þess vegna sem sjórinn vekur með mér einhverja ógn í kyrrð sinni og ofsa þegar hann rýkur upp. Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd. Þessar blendnu tilfinningar, hrifningin og óttinn, eru kannski kveikjan að þessari miklu áherslu á vatnið í verkum mínum. Á sýningunni minni núna beini ég athygli minni að sjávarfletinum þar sem eyjar eða bátar fljóta í yfirborðinu og fjallshlíðar og eyrar teygja sig út á hafflötinn.“ Kaffistellið umrædda. Aðsend Nýtt landslag í dag Sömuleiðis segist hún upptekin af nýju landslagi sem blasir á fjörðunum nú. „Nefnilega sjóeldiskvíunum sem vekja upp margar spurningar. Á gólf sýningarsalarins má sjá innsetningu sem inniheldur kaffistell en bæði bátarnir og bollarnir eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð. Bollarnir eru jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast.“ Málverk eftir Guðbjörgu Lind. Aðsend Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 til 18:00. Myndlist Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Fjallið var Kjarvalsmálverk ömmu hennar Blaðamaður ræddi við Guðbjörgu en listin hefur alla tíð verið hluti af hennar lífi. „Mjög snemma var ég farin að teikna og mála. Ég man eftir að hafa setið við eldhúsgluggann hjá ömmu í Tangagötunni á Ísafirði þar sem síbreytileg fjallshlíðin blasti við eins og veggur. Hún sagði að fjallið væri sitt Kjarvalsmálverk. Þessi afstaða ömmu til umhverfisins átti sinn þátt í að opna augu mín fyrir náttúrunni. Átján ára var ég komin inn í Myndlista- og handíðaskólann og stefndi á að verða myndmenntakennari. Þegar ég hafði næstum lokið því námi vissi ég að ég yrði að fara í málaradeild og tók þrjú ár þar. Þá́ varð ekki aftur snúið.“ Guðbjörg ásamt syni sínum, tónlistarmanninum Marteini eða Bangerboy. Aðsend Ægifegurð sjávar Myndlist Guðbjargar sprettur út frá umhverfi æsku hennar vestur á fjörðum. „Fjöllin og útsýnið úr stofuglugganum heima á Hlíðarvegi yfir á Snæfjallaströndina og út á Djúpið þar sem móðurafi minn fórst ásamt syni sínum. Kannski er það þess vegna sem sjórinn vekur með mér einhverja ógn í kyrrð sinni og ofsa þegar hann rýkur upp. Vatnið hefur alltaf heillað mig og jafnframt valdið mér ótta. Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd. Þessar blendnu tilfinningar, hrifningin og óttinn, eru kannski kveikjan að þessari miklu áherslu á vatnið í verkum mínum. Á sýningunni minni núna beini ég athygli minni að sjávarfletinum þar sem eyjar eða bátar fljóta í yfirborðinu og fjallshlíðar og eyrar teygja sig út á hafflötinn.“ Kaffistellið umrædda. Aðsend Nýtt landslag í dag Sömuleiðis segist hún upptekin af nýju landslagi sem blasir á fjörðunum nú. „Nefnilega sjóeldiskvíunum sem vekja upp margar spurningar. Á gólf sýningarsalarins má sjá innsetningu sem inniheldur kaffistell en bæði bátarnir og bollarnir eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð. Bollarnir eru jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast.“ Málverk eftir Guðbjörgu Lind. Aðsend Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá klukkan 14:00 til 18:00.
Myndlist Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira