Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 10:55 Rishi Sunak forsætisráðherra sagði ekkert geta stöðvað Rúandaferðirnar þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Helsta kosningamál hans er að „stöðva bátana“ sem hælisleitendur sigla á yfir Ermarsund. AP/Toby Melville Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur í fleiri mánuði reynt að koma frumvarpinu umdeilda í gegnum þingið. Frumvarpið veitti stjórnvöldum heimild til þess að senda hælisleitendur sem koma ólöglega til Bretlands til Austur-Afríkulandsins Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd. Þarlend stjórnvöld fá greitt fyrir að taka á móti fólkinu. Hæstiréttur Bretlands dæmdi fyrri útgáfu frumvarpsins ólöglega þar sem stjórnvöld gætu ekki tryggt öryggi hælisleitenda í Rúanda. Í kjölfarið voru breytingar gerðar á frumvarpinu og samkomulag við stjórnvöld í Rúanda um aukna vernd fyrir hælisleitendurnar handsalað. Frumvarpið er pólitískt forgangsmál Rishi Sunak, forsætisráðherra. Helsta baráttumál hans fyrir þingkosningar sem fara fram í haust er að stöðva ólöglegar komur flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bretlandi með smábátum yfir Ermarsund sem hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Íhaldsflokkur Sunak á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Gætu hunsað Mannréttindadómstólinn Málið velktist um á þingi í tvo mánuði vegna ítrekaðra breytingatillagna sem ókjörin lávarðadeildin gerði við frumvarpið en neðri deildin hafnaði jafnóðum. Lávarðadeildin féll loks frá athugasemdum sínum í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög á þingfundi sem stóð fram á nótt. Sunak var herskár þegar hann ræddi við blaðamenn í gærmorgun áður en frumvarpið varð að lögum. Sakaði hann andstæðinga Íhaldsflokksins um að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir brotflutning fólks og að leyfa bátunum að halda áfram að koma yfir sundið. Allt væri tilbúið til að hefja brottflutning hælisleitenda til Rúanda. Búið væri að leigja flugvélar, fjölga rýmum í fangelsum og starfsfólki og ryðja dagskrá dómstóla til þess að taka við áfrýjunarmálum. Brottflutningurinn hæfist eftir tíu til tólf vikur. Farandfólk siglir yfir Ermarsund á litlum gúmmíbát með franskt varðskip í baksýn. Komum slíkra báta til Bretlands fjölgaði úr nokkur hundruð á ári í tugi þúsunda á örfáum árum. Að minnsta kosti fimm fórust þegar bátur með hundrað manns lenti í vandræðum á sundinu í dag.Vísir/EPA Stjórn Sunak hefur ítrekað sagst ætla að hunsa Mannréttindadómstól Evrópu, reyni hann að koma í veg fyrir brottflutninginn til Rúanda. Sunak endurtók það í gær. „Við erum tilbúin, áætlanirnar eru tilbúnar og þessar flugferðir fara af stað hvað sem gerist. Enginn erlendur dómstóll stöðvar okkur í að koma flugvélunum af stað,“ sagði Sunak. Í andstöðu við flóttamannasamninginn Andstæðingar laganna hafa sagt þau stríða gegn alþjóðalögum. Bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið hvöttu bresk stjórnvöld til þess að endurskoða áform sín þar sem þau græfu undan alþjóðlegum viðbrögðum við auknum flóttamannastraumi í heiminum og alþjóðlegum mannréttindum. „Nýju lögin marka nýtt skref í átt frá langri hefð Bretlands að útvega þeim hæli sem þurfa á því að halda í andstöðu við flóttamannasamninginn,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Michael O'Flaherty, mannréttindastjóri Evrópuráðsins, sagði lögin vekja upp stórar spurningar um mannréttinda hælisleitenda og réttarríkið sjálft í Bretlandi. Hann gagnrýndi sérstaklega að lögin meinuðu hælisleitendum að leita til dómstóla þegar þeim væri hótað að vera sendir til þeirra landa sem þeir flýja, að sögn AP-fréttastofunnar. Talskona stjórnvalda í Rúanda fagnaði samþykkt laganna í dag. Rúanda sé öruggt ríki og brugðist hafi verið við áhyggjum breska hæstaréttarins um ástand mannréttindamála þar. Verkamannaflokkurinn hefur sagt ætla að afnema lögin komist hann til valda eftir kosningarnar í haust. Yvetta Cooper, skuggainnanríkisráðherra flokksins, ítrekaði þá afstöðu eftir samþykkt laganna og sagði engan hælisleitenda verða sendan til Rúanda vinni flokkurinn kosningarnar. Fimm manns að minnsta kosti fórust á Ermarsundi í morgun þegar bát hlekktist á þar. Reuters-fréttastofan segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Franska strandgæslan leitar enn að fólki í sjónum. Innan við þrjú hundruð manns komu ólöglega á bátum yfir Ermarsund til Bretlands árið 2018 en þeir voru orðnir hátt í 45 þúsund árið 2022. Nokkuð fækkaði í hópnum eftir að bresk stjórnvöld gripu til harðari aðgerða gegn glæpasamtökum sem flytja fólk yfir sundið í fyrra. Þá komu tæplega 29.500 manns yfir sundið. Bretland Rúanda Flóttamenn Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41 Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur í fleiri mánuði reynt að koma frumvarpinu umdeilda í gegnum þingið. Frumvarpið veitti stjórnvöldum heimild til þess að senda hælisleitendur sem koma ólöglega til Bretlands til Austur-Afríkulandsins Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd. Þarlend stjórnvöld fá greitt fyrir að taka á móti fólkinu. Hæstiréttur Bretlands dæmdi fyrri útgáfu frumvarpsins ólöglega þar sem stjórnvöld gætu ekki tryggt öryggi hælisleitenda í Rúanda. Í kjölfarið voru breytingar gerðar á frumvarpinu og samkomulag við stjórnvöld í Rúanda um aukna vernd fyrir hælisleitendurnar handsalað. Frumvarpið er pólitískt forgangsmál Rishi Sunak, forsætisráðherra. Helsta baráttumál hans fyrir þingkosningar sem fara fram í haust er að stöðva ólöglegar komur flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bretlandi með smábátum yfir Ermarsund sem hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Íhaldsflokkur Sunak á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Gætu hunsað Mannréttindadómstólinn Málið velktist um á þingi í tvo mánuði vegna ítrekaðra breytingatillagna sem ókjörin lávarðadeildin gerði við frumvarpið en neðri deildin hafnaði jafnóðum. Lávarðadeildin féll loks frá athugasemdum sínum í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög á þingfundi sem stóð fram á nótt. Sunak var herskár þegar hann ræddi við blaðamenn í gærmorgun áður en frumvarpið varð að lögum. Sakaði hann andstæðinga Íhaldsflokksins um að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir brotflutning fólks og að leyfa bátunum að halda áfram að koma yfir sundið. Allt væri tilbúið til að hefja brottflutning hælisleitenda til Rúanda. Búið væri að leigja flugvélar, fjölga rýmum í fangelsum og starfsfólki og ryðja dagskrá dómstóla til þess að taka við áfrýjunarmálum. Brottflutningurinn hæfist eftir tíu til tólf vikur. Farandfólk siglir yfir Ermarsund á litlum gúmmíbát með franskt varðskip í baksýn. Komum slíkra báta til Bretlands fjölgaði úr nokkur hundruð á ári í tugi þúsunda á örfáum árum. Að minnsta kosti fimm fórust þegar bátur með hundrað manns lenti í vandræðum á sundinu í dag.Vísir/EPA Stjórn Sunak hefur ítrekað sagst ætla að hunsa Mannréttindadómstól Evrópu, reyni hann að koma í veg fyrir brottflutninginn til Rúanda. Sunak endurtók það í gær. „Við erum tilbúin, áætlanirnar eru tilbúnar og þessar flugferðir fara af stað hvað sem gerist. Enginn erlendur dómstóll stöðvar okkur í að koma flugvélunum af stað,“ sagði Sunak. Í andstöðu við flóttamannasamninginn Andstæðingar laganna hafa sagt þau stríða gegn alþjóðalögum. Bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið hvöttu bresk stjórnvöld til þess að endurskoða áform sín þar sem þau græfu undan alþjóðlegum viðbrögðum við auknum flóttamannastraumi í heiminum og alþjóðlegum mannréttindum. „Nýju lögin marka nýtt skref í átt frá langri hefð Bretlands að útvega þeim hæli sem þurfa á því að halda í andstöðu við flóttamannasamninginn,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Michael O'Flaherty, mannréttindastjóri Evrópuráðsins, sagði lögin vekja upp stórar spurningar um mannréttinda hælisleitenda og réttarríkið sjálft í Bretlandi. Hann gagnrýndi sérstaklega að lögin meinuðu hælisleitendum að leita til dómstóla þegar þeim væri hótað að vera sendir til þeirra landa sem þeir flýja, að sögn AP-fréttastofunnar. Talskona stjórnvalda í Rúanda fagnaði samþykkt laganna í dag. Rúanda sé öruggt ríki og brugðist hafi verið við áhyggjum breska hæstaréttarins um ástand mannréttindamála þar. Verkamannaflokkurinn hefur sagt ætla að afnema lögin komist hann til valda eftir kosningarnar í haust. Yvetta Cooper, skuggainnanríkisráðherra flokksins, ítrekaði þá afstöðu eftir samþykkt laganna og sagði engan hælisleitenda verða sendan til Rúanda vinni flokkurinn kosningarnar. Fimm manns að minnsta kosti fórust á Ermarsundi í morgun þegar bát hlekktist á þar. Reuters-fréttastofan segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Franska strandgæslan leitar enn að fólki í sjónum. Innan við þrjú hundruð manns komu ólöglega á bátum yfir Ermarsund til Bretlands árið 2018 en þeir voru orðnir hátt í 45 þúsund árið 2022. Nokkuð fækkaði í hópnum eftir að bresk stjórnvöld gripu til harðari aðgerða gegn glæpasamtökum sem flytja fólk yfir sundið í fyrra. Þá komu tæplega 29.500 manns yfir sundið.
Bretland Rúanda Flóttamenn Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41 Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31