„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júní 2024 07:01 Stefán Baxter, stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna, lærði sína fyrstu frumkvöðlalexíu þegar hann sló í gegn sem breikdansari árið 1984: Ef þú ert fyrstur, þarftu ekki að vera neitt stórkostlega góður! Stefán segir gervigreindina muni breyta meiru næstu tíu árin, en allar breytingar til samans í atvinnulífinu síðustu hundrað árin. Vísir/Vilhelm „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. Sem dæmi um áhrif gervigreindarinnar, rifjar Stefán upp þau orð Barak Obama sem hann segist sammála um: Að gervigreindin muni hafa meiri áhrif á heiminn en rafmagnið hafði á sínum tíma. En lífið er ekki bara vinna og margt annað sem berst í tal með Stefáni. „Ég hef ekki hugmynd um það!“ svaraði Stefán til dæmis þegar hann var spurður um það hversu mörg systkini hann ætti. Því já, það er margt skemmtilega frábrugðið flestum þegar kemur að sögu Stefáns Baxters. Við skulum byrja á byrjuninni. Stefán segir að það hafi verið frábært að alast upp í Breiðholti og þótt vissulega hefðu þau örugglega ekki haft mikið á milli handanna, voru helstu áhyggjumálin hvort það væri einhver fótboltavöllur laus til að spila á. Aðspurður segist Stefán ekki hafa hugmynd um hversu mörg systkini hann á. Spánn, Svíþjóð og …..Breiðholtið Stefán segir uppruna sinn og fyrstu æviár nokkuð litríka. Því pabbi hans er Spánverji, móðurafi hans var Ameríkani, sjálfur fæddist hann síðan í Svíþjóð árið 1968, en ólst upp í Breiðholtinu. hann fæddist í Svíþjóð en ólst upp í Breiðholtinu. „Mamma kynntist pabba þegar hún var í námi á Spáni. En þegar útlendingar hættu að vera vinsælir eða mjög velkomnir þar, flutti hún til Svíþjóðar og kláraði sitt nám þar,“ segir Stefán til útskýringar á því hvers vegna hann hafi fæðst í Svíþjóð. „Sambandið á milli mömmu og pabba var ekki neitt þannig nema þá kannski sem formsatriði, einstaka bréfaskriftir þar sem hann gekkst við mér og svona.“ Eftir að hafa flutt heim frá Svíþjóð, bjó Stefán í Breiðholtinu með mömmu sinni til um ellefu ára aldurs og segir þann tíma hafa verið frábæran. „Það getur vel verið að við höfum ekki haft neitt mikið á milli handanna en ég fann aldrei neitt fyrir því og það var óskaplega gaman á þessum tíma að alast upp í Breiðholti. Mikið um að vera og einna helst að vandamálið fælist í því hvort það væri enginn fótboltavöllur laus til að spila á,“ segir Stefán. Löngu síðar kynntist hann föður sínum. „Jú, jú, auðvitað hafði ég ákveðna þörf til að kynnast honum eða vita eitthvað um uppruna minn. Og um 32 ára tókst mér það, ég hafði upp á honum en áttaði mig fljótt á því að mig langaði ekki til að fara neitt lengra með þau kynni,“ segir Stefán og bætir við að því miður hafi komið í ljós að faðir hans hafi alla tíð verið hálfgerður óreglupési. Hann hafi þó hitt hann einu sinni. Það er enginn af Freestyle kynslóðinni sem ekki þekkir nafnið Stefán Baxter enda varð hann fyrsti breikdansari þjóðarinnar þegar hann sigraði í dansskeppninni í Tónabæ 1984. Sporin æfði hann með því að horfa á sekúndubrot af myndböndum sem sýnd voru í sjónvarpsþættinum vinsæla Skonrokki sem flestir unglingar tóku upp á spólu á þeim tíma. Að slá í gegn Það er enginn af þeirri kynslóð sem fór í gegnum Freestyle-tímabilið og breikdansinn, sem ekki þekkir nafn Stefáns Baxters. Enda hefur hann komist á spjöld íslensku danssögunnar fyrir að vera okkar fyrsti og stærsti breikansari hinnar íslensku þjóðar. „Ég segi oft að breikdanstímabilið sé í rauninni mjög lýsandi fyrir frumkvöðlastarfið sem ég síðar lagði fyrir mér. Því það er mjög margt keimlíkt með því,“ segir Stefán og skellihlær. Til dæmis komst ég að því þarna að ef þú ert fyrstur, þarftu ekkert endilega að vera stórkostlega góður.“ Sem með sanni má segja að heimur frumkvöðla og nýsköpunar samsvarar sig vel við. „Ég var ekkert rosalega góður í breikdansi þegar ég vann Freestyle-keppnina í Tónabæ. Enda hafði ég bara æft breikdans í einhverja tíu daga áður en ég tók þátt í keppninni,“ segir Stefán og rifjar upp þennan tíma. „Ég var í danshópnum Svörtu ekkjurnar en var rekinn úr hópnum, stuttu fyrir keppni,“ segir Stefán og bætir við: „Sem var með réttu, því ég mætti illa svo það sé sagt.“ Í staðinn fyrir að leggja árar í bát eða fara í fýlu, ákvað Stefán að gera þá bara eitthvað sjálfur. Element sem í raun hefur síðar oft komið upp í því frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfi sem hann hefur starfað í síðustu rúm þrjátíu árin. „Maður æfði einhver spor með því að horfa á tíu sekúndna myndbrot í tónlistarmyndböndum sem voru sýnd í Skonrokki,“ segir Stefán með tilvísun í fyrsta og einn vinsælasta tónlistarþátt íslensku sjónvarpssögunnar á þessum tíma. Stefán bjó í Þingholtunum á þessum tíma, en eftir Breiðholtið bjó hann í eitt ár með móður sinn úti á landi, en síðan í Norður Mýrinni og Þingholtunum. Freestyle-keppnin í Tónabæ var stór keppni og vinsæl hjá unglingum þess tíma og Tónabær einn þekktasti og langvinsælasti skemmtistaður ungs fólks á Íslandi. Stóra Ikea-ferðin snemma Eftir grunnskóla fór Stefán í Kvennaskólann en færði sig þaðan yfir í Fjölbraut í Breiðholti. Það var þar sem nýr heimur opnaðist: Tölvu- og tæknigeirinn eða sá geiri sem Stefán hefur starfað í æ síðan. „Nemendafélagið fékk tölvu í verðlaun því FB vann spurningakeppni framhaldskólanna. Þetta var í rauninni byrjunin því á þessari verðlaunatölvu byrjaði ég að þreifa áfram fyrir mér í forritun.“ Og þá varð ekki aftur snúið. Síðan voru tvö löng kennaraverkföll á þessum tíma. Mér bauðst starf í hugbúnaðarfyrirtæki og það má segja að eftir að ég er byrjaður þar og kominn upp á bragðið með að vinna mér inn laun. Ég flutti líka snemma að heiman, fór í stóru Ikea-ferðina sem allir fara í og byrjaði að búa í íbúð sem ég leigði mér.“ Menntakerfið var engan veginn í stakk búið á þessum tíma til að leiða nokkra kennslu í tölvum og tækni, svo framandi þótti þessi veröld vera. Internetið fór að ryðja sér til rúms en þó þannig að umhverfið var þá afar frumstætt fyrir neytendur. Til dæmis birtust jafnvel fréttir um það í fjölmiðlum að fólk væri að fá áfall um mánaðarmótin þegar símreikningar fóru að berast fyrir tugi þúsunda, vegna notkunar símalínunar á internetinu. „Við vorum félagar sem stofnuðum fyrirtæki saman og áttuðum okkur snemma á því að það var ódýrara fyrir okkur að greiða leigu fyrir skrifstofuhúsnæði í Tæknigörðum Háskóla Íslands frekar en að borga símreikning fyrir internetnotkun. Því að í Tæknigörðum var hægt að komast í beint samband við netið á hraðara og ódýrari hátt.“ Stefán segist snemma hafa farið í sína Ikea-ferð: Hætti í skóla og vandist því að fá laun í vinnu þegar tvö löng kennaraverkföll stóðu yfir. Á þessum tíma voru skólar ekki í stakk búnir til að leiða neina menntun í forritun en fyrir tvítugt var Stefán búin að forrita kerfi fyrir bílasölur og fasteignasölur sem notuð voru um árabil. Borðtölvur í fyrsta sinn Átján ára forritar Stefán bílasölukerfi sem margar bílasölur notuðu um árabil. Nítján ára forritar hann fasteignasölukerfi sem fasteignasölurnar notuðu um árabil og fljótlega eftir tvítugt var hann búinn að forrita og þróa auglýsingakerfi sem fjölmiðlar eins og Stöð 2 notuðu í áratug. „Stöð 2 var fyrsti fjölmiðillinn til að fara að nota kerfið því þar var auglýsingadeildin með tölvur á hverju borði frá fyrsta degi,“ segir Stefán með tilvísun um að á þessum tíma var starfsfólk auglýsingadeilda miðla eins og RÚV og Moggans ekki farið að þekkja borðtölvur. Hugmyndir um útrás fylgdu snemma. „Til dæmis fór ég til Þýskalands og vann þar um tíma því við ætluðum að koma fasteignasölukerfinu inn á þýska markaðinn. Tvítugsafmælisdaginn minn eyddi ég því í að forrita fasteignasölukerfi á þýsku með Þjóðverja, sem ég skildi varla nokkuð enda kunni ég ekki bofs í þýsku,“ segir Stefán og hlær. „Eftir smá tíma í þeirri vinnu lærðist mér þó ágætis orðaforði. Þannig að ef þú ferð að tala við mig um fasteignasölur á þýsku, þá get ég talað alveg heilmikið en auðvitað ekki stakt orð þess fyrir utan!“ Smátt og smátt fór atvinnulífið að taka við sér. Borðtölvur fóru að verða algengar á vinnustöðum um og eftir 1995 og um aldamótin var orðið nokkuð viðurkennt að internetið væri fyrirbæri sem eflaust ætti eftir að breyta miklu til frambúðar. Árið 1999 var fyrirtæki Stefáns og félaga, Gæðamiðlun farið að manna 120 manns í vinnu. Stefán segir reksturinn þó ekkert hafa verið neitt til að hrópa húrra fyrir og því hafi það verið mikið happ að fá tilboð um kaup á fyrirtækinu, sem síðan gengu í gegn í desember þetta ár. „Það voru svo sem engar stórar upphæðir og ég held svo sem að kaupandinn hafi fyrst og fremst bara verið að tryggja sér hugbúnaðardeild. Við töldum sölu vænsta kostinn, enda blikur á lofti í Bandaríkjunum og víðar um að erfiðleikar væru framundan,“ segir Stefán og vísar þar til netbólunnar sem sprakk stuttu eftir aldamót. Hjá Snjallgögnum starfa að jafnaði tíu manns; í Reykjavík, á Indlandi, Malí, Nígeríu og Þýskalandi. Stefán segir stuðningskerfi fyrir nýsköpun og sprotaumhverfið til fyrirmyndar á Íslandi. Af þeim 38 árum sem Stefán hefur starfað í tæknigeiranum hefur hann flest árin unnið í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu. Vísir/Vilhelm Orðræðan á Íslandi breytist Stefán segist upplifa það sem sömu forréttindi nú að taka þátt í þróun og breytingum gervigreindar eins og hann upplifði það að hafa verið svona snemma þáttakandi í tæknigeiranum. Hann segir margt þó ekki hafa tekist í fyrstu atrennu. Til dæmis hafi hann sjálfur tilheyrt hópi sem ætlaði sér stóra hluti í Bandaríkjunum um aldamótin, sem ekki gengu eftir og hreinlega floppuðu alveg. Orðræðan um nýsköpunarumhverfið hefur hins vegar breyst svo mikið. Ekki síst með tilkomu þess að fólk fór að nota orð eins og frumkvöðlar og nýsköpun í daglegu tali. Lengi vel var viðkvæðið þannig að frumkvöðlar voru bara furðufuglar og þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir á tá og fingri.“ Um aldamótin stofnaði Stefán Hugsmiðjuna og fékk fleiri til liðs við sig í þann rekstur fljótlega. Stefán seldi sinn hlut árið 2007, en segist enn bera sterkar taugar til þess fyrirtækis og hefur alltaf fundist gaman að sjá hvernig það hefur vaxið og dafnað í gegnum tíðina. Og gerir enn. „Í frumkvöðlaumhverfinu er oft talað um það að besti tíminn til að stofna fyrirtæki er í lægð og besti tíminn til að selja er á toppnum, það má segja að mér hafi tekist að fylgja þessu eftir en af þeim 38 árum sem ég hef starfað í tæknigeiranum, hef ég unnið í sprotaumhverfinu öll árin nema fjögur ár. Það var tímabilið sem ég starfaði á hugbúnaðarsviði VÍS og mér fannst það líka frábær tími.“ Áður en Stefán fór að vinna hjá VÍS tók hann þó þátt í þeirri vegferð með öðrum að ætla að breyta stafrænu sjónvarpi. „Sem tókst næstum því,“ segir Stefán og hlær. Enda vitað í heimi frumkvöðla og nýsköpunar að sumar hugmyndir ganga upp og aðrar ekki. Árið 2012 stofnaði Stefán fyrirtæki sem hann skildi við árið 2018 og segir það tímabil í raun vera efnivið í bók. „Reyndar ekkert skemmtilega bók en krassandi, því sú saga endaði með frekar subbulegri útgáfu af stofnendaátökum,“ segir Stefán alvarlegur í bragði. En enn og aftur: Enn eitt dæmi um reynslu sem margir sem yfir höfuð hafa farið í rekstur þekkja. Það sama ár, 2018, stofnaði Stefán fyrirtækið sem hann rekur í dag og heitir Snjallgögn. „Undanfarin fjögur ár höfum við verið að vinna að vörum og lausnum sem undirbýr og hjálpar fyrirtækjum til að nýta sér gervigreindina og geta þannig unnið með þeirri risastóru breytingu sem framundan er.“ Stefán viðurkennir að eflaust væri lang-amma hans á Austurvelli að mótmæla gervigreindinni ef hún væri enn til staðar, enda hafi hún verið formaður Þvottakvennafélags Reykjavíkur. Öll störf breytist með gervigreindinni en það sé svo sem það sem alltaf hafi gerst með alla tækni; meira að segja þvottavélarnar leystu gömul störf af hendi.Vísir/Vilhelm Kærustukarl að skapa Það er auðvitað ekki séns á því að Stefán fái að klára yfirferð um lífið og vinnuna, án þess að segja líka frá einkalífinu eða ástinni. „Ég hef alltaf verið kærustukarl,“ segir Stefán og hlær. „Og hef aldrei haft áhuga á kynlífi án tilfinninga,“ segir hann líka og bætir við í stríðnistóni: „Ég veit nú ekki hvernig þú ætlar að vinna úr því í viðtalinu.“ Stefán segir fyrri stóru ástina sína hafa verið fyrrverandi eiginkonuna, Lindu Rut Benediktsdóttur en saman eiga þau soninn Elvar Þór og fyrir átti Linda synina Eið og Ísak. Því hjónabandi lauk eftir tæplega tuttugu ára samvistir árið 2017. Fljótlega eftir það tók Stefán saman við síðari stóru ástina sína og sálufélaga sinn, Halldóru Guðlaugu Steindórsdóttur, en hún átti fyrir tvö börn; Soren og Tristan. „Við erum núna búin að vera saman í sjö rúm ár, giftum okkur í fyrra og höfum það einfaldlega sjúklega gott saman,“ segir Stefán og ekki laust við að blik sjáist í augunum. Stefán viðurkennir samt að eflaust hafi vinnan hans alltaf tekið sinn toll og verið nokkuð fyrirferðarmikil í lífinu. „Ég elska að vera að búa eitthvað til. Að búa til fyrirtæki, að búa til nýjar vörur. En ég hef líka alltaf verið mjög heppin því ég hef alltaf unnið við það sem mig hefur langað til að gera og því má segja að vinnan mín hafi alltaf verið mitt val. En líka mitt áhugamál þannig að ég er svo sem ekkert endilega viss um að það fari meiri tími hjá mér í þessa vinnu og áhugamál, heldur en hjá þeim sem stunda til dæmis golf eða stangveiði.“ Stefán segir nýsköpunarumhverfið á Íslandi vera frábært í dag. „Stuðningskerfið hérna er til fyrirmyndar og ég vil endilega nota tækifærið og koma þökkum til Tækniþróunarsjóðs. Ég myndi alveg segja að nýsköpunar- og sprotaumhverfið sé til fyrirmyndar á Íslandi miðað við víða.“ Þessi þróun hafi farið að sýna sig um og eftir bankahrun. „Þá gerðist tvennt að mínu viti. Annars vegar að fólk færi að búa til eitthvað með höndunum eða að búa eitthvað til í hausnum. Sú tíð var liðin að vera ekki bara að reyna að búa til eitthvað með peningum, enda staðreyndin sú að fyrirtækin sem búa til flest störf eru lítil og meðalstór.“ Stefán og Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir giftu sig í fyrra og hafa það sjúklega gott að sögn Stefáns, sem vísar jafnframt til eiginkonunnar sem sálufélaga sinn. Stefán viðurkennir að hann vinnur mikið enda segir hann starfið líka áhugamál og sé reyndar ekkert viss um að samanlagt fari meiri tími í vinnuna hjá honum, miðað við til dæmis vinna og golf eða stangveiði hjá þeim sem stunda það. Svakalegar breytingar framundan Að mati Stefán hefur þróun gervigreindar tekið tvö stór stökk á síðasta áratug. „Fyrst verða ákveðnar forsendubreytingar árið 2012, sem þó tóku smá tíma að raungerast og síðan gerist aftur heilmikið árið 2017 og við hjá Snjallgögnum erum svolítið að vinna með það sem gerist í kjölfarið.“ Hann segir gervigreindina þó sem slíka hafa verið í þróun frá um miðja síðustu öld. „En nú er framundan önnur svo risastór breyting að breytingin sem verður í heiminum með internetinu kemst ekki í hálfkvisti við þær breytingar sem eru framundan. Það er því ekkert fyrirtæki sem getur undanskilið sig frá því að verða að búa sig undir þessar breytingar.“ Því annars geti farið illa. „Flest fyrirtæki áttuðu sig á því á sínum tíma að þau yrðu að netvæðast í kjölfar Internetsins. En auðvitað þekkja til dæmis allir söguna um Blockbusters og Netflix þar sem Blockbusters er dæmi um risa fyrirtæki sem einfaldlega náði ekki að skilja í hverju breytingar með internetinu fólust. Það getur gerst aftur en að mínu viti munu þó flest fyrirtæki aðlaga sig að breyttum tímum.“ Vara Snjallgagna heitir Context Suite en hún er nú tegund af viðskiptagreind sem gerir fyrirtækjum kleift að nýta sér gögn ytri umhverfi, til að bæta sölu, rekstur og þjónustu. Með svokallaðri ,,aðstæðisvitund“ eins og það er kynnt. Stefán segir þessa aðstæðisvitund gera fyrirtækjunum kleift að nýta sér gervigreindina fyrir sinn rekstur og það á mjög aðgengilegan máta. „Með gervigreindinni liggur fyrir að mörg störf munu breytast og ég vill frekar tala um að þau breytist en að þau hætti. En við höfum svo sem alveg farið i gegnum svona breytingar áður. Því öll tækni hefur áhrif á störf.“ Sem dæmi tekur Stefán þvottavélina. Lang-amma mín tilheyrði starfsstétt þvottakvenna, var einn stofnenda og formaður Þvottakvennafélagsins í Reykjavík. Ég er viss um að ef hún væri hér enn, væri hún á Austurvelli að mótmæla gervigreindinni, því gervigreindin mun jú breyta svo mörgu. Við þurfum þó ekki að hræðast þessar breytingar því ef við hugsum hlutina svolítið út frá alls kyns tækjum og búnaði sem við notum í dag, til dæmis ísskáp eða uppþvottunarvél erum við fljót að sjá að allt er þetta tækni sem hefur breytt einhverjum störfum sem áður voru til.“ Að sjálfsögðu segir Stefán markmið Snjallgagna vera útrás. „Við erum nú þegar farin að horfa til erlendra markaða og erlendra samstarfsaðila en flýtum okkur hægt, í þeim skilningi sem hægt er að tala um „hægt“ í nýsköpun því í þessum heimi skiptir tíminn svo miklu máli,“ segir Stefán og bætir við: „En við erum mjög heppin því undanfarin ár höfum við verið í góðu þróunarbandalagi við nokkur stór íslensk fyrirtæki sem eru byrjuð að nota vöruna okkar og um leið og við verðum búin að læra aðeins meir og teljum okkur tilbúin, munum við sækja af krafti til útlanda.“ Stefán segir líka margt hafa hjálpað til síðustu árin. „Þessi starfsemi okkar fæddist til dæmis í Covid þannig að það hefur verið okkur eðlislægt frá upphafi að vera dreifð í okkar vinnu,“ nefnir hann sem dæmi og vísar til þess að starfsfólk Snjallgagna starfar til að mynda í Reykjavík, á Indlandi, í Malí, Nígeríu og í Þýskalandi, tíu manns að jafnaði. Þá segir Stefán fyrirtækið í miklum vexti um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að árið 2023 jókst veltan tæplega fimmtánfalt. „Mér finnst tíminn framundan alveg gríðarlega spennandi og frábært að fá að taka þátt í því að hjálpa fyrirtækjum að nýta sér gervigreindina með sem bestum hætti og minnstu fyrirhöfninni. Og auðvitað er þetta stórt verkefni því við erum að hjálpa fyrirtækjum að undirbúa sig undir svo stórar breytingar að ekkert í atvinnulífinu jafnast á við þær breytingar síðustu hundrað árin eða svo. Nema að nú munu þessar breytingar gerast á innan við tíu árum.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Tengdar fréttir Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. 4. mars 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Sem dæmi um áhrif gervigreindarinnar, rifjar Stefán upp þau orð Barak Obama sem hann segist sammála um: Að gervigreindin muni hafa meiri áhrif á heiminn en rafmagnið hafði á sínum tíma. En lífið er ekki bara vinna og margt annað sem berst í tal með Stefáni. „Ég hef ekki hugmynd um það!“ svaraði Stefán til dæmis þegar hann var spurður um það hversu mörg systkini hann ætti. Því já, það er margt skemmtilega frábrugðið flestum þegar kemur að sögu Stefáns Baxters. Við skulum byrja á byrjuninni. Stefán segir að það hafi verið frábært að alast upp í Breiðholti og þótt vissulega hefðu þau örugglega ekki haft mikið á milli handanna, voru helstu áhyggjumálin hvort það væri einhver fótboltavöllur laus til að spila á. Aðspurður segist Stefán ekki hafa hugmynd um hversu mörg systkini hann á. Spánn, Svíþjóð og …..Breiðholtið Stefán segir uppruna sinn og fyrstu æviár nokkuð litríka. Því pabbi hans er Spánverji, móðurafi hans var Ameríkani, sjálfur fæddist hann síðan í Svíþjóð árið 1968, en ólst upp í Breiðholtinu. hann fæddist í Svíþjóð en ólst upp í Breiðholtinu. „Mamma kynntist pabba þegar hún var í námi á Spáni. En þegar útlendingar hættu að vera vinsælir eða mjög velkomnir þar, flutti hún til Svíþjóðar og kláraði sitt nám þar,“ segir Stefán til útskýringar á því hvers vegna hann hafi fæðst í Svíþjóð. „Sambandið á milli mömmu og pabba var ekki neitt þannig nema þá kannski sem formsatriði, einstaka bréfaskriftir þar sem hann gekkst við mér og svona.“ Eftir að hafa flutt heim frá Svíþjóð, bjó Stefán í Breiðholtinu með mömmu sinni til um ellefu ára aldurs og segir þann tíma hafa verið frábæran. „Það getur vel verið að við höfum ekki haft neitt mikið á milli handanna en ég fann aldrei neitt fyrir því og það var óskaplega gaman á þessum tíma að alast upp í Breiðholti. Mikið um að vera og einna helst að vandamálið fælist í því hvort það væri enginn fótboltavöllur laus til að spila á,“ segir Stefán. Löngu síðar kynntist hann föður sínum. „Jú, jú, auðvitað hafði ég ákveðna þörf til að kynnast honum eða vita eitthvað um uppruna minn. Og um 32 ára tókst mér það, ég hafði upp á honum en áttaði mig fljótt á því að mig langaði ekki til að fara neitt lengra með þau kynni,“ segir Stefán og bætir við að því miður hafi komið í ljós að faðir hans hafi alla tíð verið hálfgerður óreglupési. Hann hafi þó hitt hann einu sinni. Það er enginn af Freestyle kynslóðinni sem ekki þekkir nafnið Stefán Baxter enda varð hann fyrsti breikdansari þjóðarinnar þegar hann sigraði í dansskeppninni í Tónabæ 1984. Sporin æfði hann með því að horfa á sekúndubrot af myndböndum sem sýnd voru í sjónvarpsþættinum vinsæla Skonrokki sem flestir unglingar tóku upp á spólu á þeim tíma. Að slá í gegn Það er enginn af þeirri kynslóð sem fór í gegnum Freestyle-tímabilið og breikdansinn, sem ekki þekkir nafn Stefáns Baxters. Enda hefur hann komist á spjöld íslensku danssögunnar fyrir að vera okkar fyrsti og stærsti breikansari hinnar íslensku þjóðar. „Ég segi oft að breikdanstímabilið sé í rauninni mjög lýsandi fyrir frumkvöðlastarfið sem ég síðar lagði fyrir mér. Því það er mjög margt keimlíkt með því,“ segir Stefán og skellihlær. Til dæmis komst ég að því þarna að ef þú ert fyrstur, þarftu ekkert endilega að vera stórkostlega góður.“ Sem með sanni má segja að heimur frumkvöðla og nýsköpunar samsvarar sig vel við. „Ég var ekkert rosalega góður í breikdansi þegar ég vann Freestyle-keppnina í Tónabæ. Enda hafði ég bara æft breikdans í einhverja tíu daga áður en ég tók þátt í keppninni,“ segir Stefán og rifjar upp þennan tíma. „Ég var í danshópnum Svörtu ekkjurnar en var rekinn úr hópnum, stuttu fyrir keppni,“ segir Stefán og bætir við: „Sem var með réttu, því ég mætti illa svo það sé sagt.“ Í staðinn fyrir að leggja árar í bát eða fara í fýlu, ákvað Stefán að gera þá bara eitthvað sjálfur. Element sem í raun hefur síðar oft komið upp í því frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfi sem hann hefur starfað í síðustu rúm þrjátíu árin. „Maður æfði einhver spor með því að horfa á tíu sekúndna myndbrot í tónlistarmyndböndum sem voru sýnd í Skonrokki,“ segir Stefán með tilvísun í fyrsta og einn vinsælasta tónlistarþátt íslensku sjónvarpssögunnar á þessum tíma. Stefán bjó í Þingholtunum á þessum tíma, en eftir Breiðholtið bjó hann í eitt ár með móður sinn úti á landi, en síðan í Norður Mýrinni og Þingholtunum. Freestyle-keppnin í Tónabæ var stór keppni og vinsæl hjá unglingum þess tíma og Tónabær einn þekktasti og langvinsælasti skemmtistaður ungs fólks á Íslandi. Stóra Ikea-ferðin snemma Eftir grunnskóla fór Stefán í Kvennaskólann en færði sig þaðan yfir í Fjölbraut í Breiðholti. Það var þar sem nýr heimur opnaðist: Tölvu- og tæknigeirinn eða sá geiri sem Stefán hefur starfað í æ síðan. „Nemendafélagið fékk tölvu í verðlaun því FB vann spurningakeppni framhaldskólanna. Þetta var í rauninni byrjunin því á þessari verðlaunatölvu byrjaði ég að þreifa áfram fyrir mér í forritun.“ Og þá varð ekki aftur snúið. Síðan voru tvö löng kennaraverkföll á þessum tíma. Mér bauðst starf í hugbúnaðarfyrirtæki og það má segja að eftir að ég er byrjaður þar og kominn upp á bragðið með að vinna mér inn laun. Ég flutti líka snemma að heiman, fór í stóru Ikea-ferðina sem allir fara í og byrjaði að búa í íbúð sem ég leigði mér.“ Menntakerfið var engan veginn í stakk búið á þessum tíma til að leiða nokkra kennslu í tölvum og tækni, svo framandi þótti þessi veröld vera. Internetið fór að ryðja sér til rúms en þó þannig að umhverfið var þá afar frumstætt fyrir neytendur. Til dæmis birtust jafnvel fréttir um það í fjölmiðlum að fólk væri að fá áfall um mánaðarmótin þegar símreikningar fóru að berast fyrir tugi þúsunda, vegna notkunar símalínunar á internetinu. „Við vorum félagar sem stofnuðum fyrirtæki saman og áttuðum okkur snemma á því að það var ódýrara fyrir okkur að greiða leigu fyrir skrifstofuhúsnæði í Tæknigörðum Háskóla Íslands frekar en að borga símreikning fyrir internetnotkun. Því að í Tæknigörðum var hægt að komast í beint samband við netið á hraðara og ódýrari hátt.“ Stefán segist snemma hafa farið í sína Ikea-ferð: Hætti í skóla og vandist því að fá laun í vinnu þegar tvö löng kennaraverkföll stóðu yfir. Á þessum tíma voru skólar ekki í stakk búnir til að leiða neina menntun í forritun en fyrir tvítugt var Stefán búin að forrita kerfi fyrir bílasölur og fasteignasölur sem notuð voru um árabil. Borðtölvur í fyrsta sinn Átján ára forritar Stefán bílasölukerfi sem margar bílasölur notuðu um árabil. Nítján ára forritar hann fasteignasölukerfi sem fasteignasölurnar notuðu um árabil og fljótlega eftir tvítugt var hann búinn að forrita og þróa auglýsingakerfi sem fjölmiðlar eins og Stöð 2 notuðu í áratug. „Stöð 2 var fyrsti fjölmiðillinn til að fara að nota kerfið því þar var auglýsingadeildin með tölvur á hverju borði frá fyrsta degi,“ segir Stefán með tilvísun um að á þessum tíma var starfsfólk auglýsingadeilda miðla eins og RÚV og Moggans ekki farið að þekkja borðtölvur. Hugmyndir um útrás fylgdu snemma. „Til dæmis fór ég til Þýskalands og vann þar um tíma því við ætluðum að koma fasteignasölukerfinu inn á þýska markaðinn. Tvítugsafmælisdaginn minn eyddi ég því í að forrita fasteignasölukerfi á þýsku með Þjóðverja, sem ég skildi varla nokkuð enda kunni ég ekki bofs í þýsku,“ segir Stefán og hlær. „Eftir smá tíma í þeirri vinnu lærðist mér þó ágætis orðaforði. Þannig að ef þú ferð að tala við mig um fasteignasölur á þýsku, þá get ég talað alveg heilmikið en auðvitað ekki stakt orð þess fyrir utan!“ Smátt og smátt fór atvinnulífið að taka við sér. Borðtölvur fóru að verða algengar á vinnustöðum um og eftir 1995 og um aldamótin var orðið nokkuð viðurkennt að internetið væri fyrirbæri sem eflaust ætti eftir að breyta miklu til frambúðar. Árið 1999 var fyrirtæki Stefáns og félaga, Gæðamiðlun farið að manna 120 manns í vinnu. Stefán segir reksturinn þó ekkert hafa verið neitt til að hrópa húrra fyrir og því hafi það verið mikið happ að fá tilboð um kaup á fyrirtækinu, sem síðan gengu í gegn í desember þetta ár. „Það voru svo sem engar stórar upphæðir og ég held svo sem að kaupandinn hafi fyrst og fremst bara verið að tryggja sér hugbúnaðardeild. Við töldum sölu vænsta kostinn, enda blikur á lofti í Bandaríkjunum og víðar um að erfiðleikar væru framundan,“ segir Stefán og vísar þar til netbólunnar sem sprakk stuttu eftir aldamót. Hjá Snjallgögnum starfa að jafnaði tíu manns; í Reykjavík, á Indlandi, Malí, Nígeríu og Þýskalandi. Stefán segir stuðningskerfi fyrir nýsköpun og sprotaumhverfið til fyrirmyndar á Íslandi. Af þeim 38 árum sem Stefán hefur starfað í tæknigeiranum hefur hann flest árin unnið í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu. Vísir/Vilhelm Orðræðan á Íslandi breytist Stefán segist upplifa það sem sömu forréttindi nú að taka þátt í þróun og breytingum gervigreindar eins og hann upplifði það að hafa verið svona snemma þáttakandi í tæknigeiranum. Hann segir margt þó ekki hafa tekist í fyrstu atrennu. Til dæmis hafi hann sjálfur tilheyrt hópi sem ætlaði sér stóra hluti í Bandaríkjunum um aldamótin, sem ekki gengu eftir og hreinlega floppuðu alveg. Orðræðan um nýsköpunarumhverfið hefur hins vegar breyst svo mikið. Ekki síst með tilkomu þess að fólk fór að nota orð eins og frumkvöðlar og nýsköpun í daglegu tali. Lengi vel var viðkvæðið þannig að frumkvöðlar voru bara furðufuglar og þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir á tá og fingri.“ Um aldamótin stofnaði Stefán Hugsmiðjuna og fékk fleiri til liðs við sig í þann rekstur fljótlega. Stefán seldi sinn hlut árið 2007, en segist enn bera sterkar taugar til þess fyrirtækis og hefur alltaf fundist gaman að sjá hvernig það hefur vaxið og dafnað í gegnum tíðina. Og gerir enn. „Í frumkvöðlaumhverfinu er oft talað um það að besti tíminn til að stofna fyrirtæki er í lægð og besti tíminn til að selja er á toppnum, það má segja að mér hafi tekist að fylgja þessu eftir en af þeim 38 árum sem ég hef starfað í tæknigeiranum, hef ég unnið í sprotaumhverfinu öll árin nema fjögur ár. Það var tímabilið sem ég starfaði á hugbúnaðarsviði VÍS og mér fannst það líka frábær tími.“ Áður en Stefán fór að vinna hjá VÍS tók hann þó þátt í þeirri vegferð með öðrum að ætla að breyta stafrænu sjónvarpi. „Sem tókst næstum því,“ segir Stefán og hlær. Enda vitað í heimi frumkvöðla og nýsköpunar að sumar hugmyndir ganga upp og aðrar ekki. Árið 2012 stofnaði Stefán fyrirtæki sem hann skildi við árið 2018 og segir það tímabil í raun vera efnivið í bók. „Reyndar ekkert skemmtilega bók en krassandi, því sú saga endaði með frekar subbulegri útgáfu af stofnendaátökum,“ segir Stefán alvarlegur í bragði. En enn og aftur: Enn eitt dæmi um reynslu sem margir sem yfir höfuð hafa farið í rekstur þekkja. Það sama ár, 2018, stofnaði Stefán fyrirtækið sem hann rekur í dag og heitir Snjallgögn. „Undanfarin fjögur ár höfum við verið að vinna að vörum og lausnum sem undirbýr og hjálpar fyrirtækjum til að nýta sér gervigreindina og geta þannig unnið með þeirri risastóru breytingu sem framundan er.“ Stefán viðurkennir að eflaust væri lang-amma hans á Austurvelli að mótmæla gervigreindinni ef hún væri enn til staðar, enda hafi hún verið formaður Þvottakvennafélags Reykjavíkur. Öll störf breytist með gervigreindinni en það sé svo sem það sem alltaf hafi gerst með alla tækni; meira að segja þvottavélarnar leystu gömul störf af hendi.Vísir/Vilhelm Kærustukarl að skapa Það er auðvitað ekki séns á því að Stefán fái að klára yfirferð um lífið og vinnuna, án þess að segja líka frá einkalífinu eða ástinni. „Ég hef alltaf verið kærustukarl,“ segir Stefán og hlær. „Og hef aldrei haft áhuga á kynlífi án tilfinninga,“ segir hann líka og bætir við í stríðnistóni: „Ég veit nú ekki hvernig þú ætlar að vinna úr því í viðtalinu.“ Stefán segir fyrri stóru ástina sína hafa verið fyrrverandi eiginkonuna, Lindu Rut Benediktsdóttur en saman eiga þau soninn Elvar Þór og fyrir átti Linda synina Eið og Ísak. Því hjónabandi lauk eftir tæplega tuttugu ára samvistir árið 2017. Fljótlega eftir það tók Stefán saman við síðari stóru ástina sína og sálufélaga sinn, Halldóru Guðlaugu Steindórsdóttur, en hún átti fyrir tvö börn; Soren og Tristan. „Við erum núna búin að vera saman í sjö rúm ár, giftum okkur í fyrra og höfum það einfaldlega sjúklega gott saman,“ segir Stefán og ekki laust við að blik sjáist í augunum. Stefán viðurkennir samt að eflaust hafi vinnan hans alltaf tekið sinn toll og verið nokkuð fyrirferðarmikil í lífinu. „Ég elska að vera að búa eitthvað til. Að búa til fyrirtæki, að búa til nýjar vörur. En ég hef líka alltaf verið mjög heppin því ég hef alltaf unnið við það sem mig hefur langað til að gera og því má segja að vinnan mín hafi alltaf verið mitt val. En líka mitt áhugamál þannig að ég er svo sem ekkert endilega viss um að það fari meiri tími hjá mér í þessa vinnu og áhugamál, heldur en hjá þeim sem stunda til dæmis golf eða stangveiði.“ Stefán segir nýsköpunarumhverfið á Íslandi vera frábært í dag. „Stuðningskerfið hérna er til fyrirmyndar og ég vil endilega nota tækifærið og koma þökkum til Tækniþróunarsjóðs. Ég myndi alveg segja að nýsköpunar- og sprotaumhverfið sé til fyrirmyndar á Íslandi miðað við víða.“ Þessi þróun hafi farið að sýna sig um og eftir bankahrun. „Þá gerðist tvennt að mínu viti. Annars vegar að fólk færi að búa til eitthvað með höndunum eða að búa eitthvað til í hausnum. Sú tíð var liðin að vera ekki bara að reyna að búa til eitthvað með peningum, enda staðreyndin sú að fyrirtækin sem búa til flest störf eru lítil og meðalstór.“ Stefán og Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir giftu sig í fyrra og hafa það sjúklega gott að sögn Stefáns, sem vísar jafnframt til eiginkonunnar sem sálufélaga sinn. Stefán viðurkennir að hann vinnur mikið enda segir hann starfið líka áhugamál og sé reyndar ekkert viss um að samanlagt fari meiri tími í vinnuna hjá honum, miðað við til dæmis vinna og golf eða stangveiði hjá þeim sem stunda það. Svakalegar breytingar framundan Að mati Stefán hefur þróun gervigreindar tekið tvö stór stökk á síðasta áratug. „Fyrst verða ákveðnar forsendubreytingar árið 2012, sem þó tóku smá tíma að raungerast og síðan gerist aftur heilmikið árið 2017 og við hjá Snjallgögnum erum svolítið að vinna með það sem gerist í kjölfarið.“ Hann segir gervigreindina þó sem slíka hafa verið í þróun frá um miðja síðustu öld. „En nú er framundan önnur svo risastór breyting að breytingin sem verður í heiminum með internetinu kemst ekki í hálfkvisti við þær breytingar sem eru framundan. Það er því ekkert fyrirtæki sem getur undanskilið sig frá því að verða að búa sig undir þessar breytingar.“ Því annars geti farið illa. „Flest fyrirtæki áttuðu sig á því á sínum tíma að þau yrðu að netvæðast í kjölfar Internetsins. En auðvitað þekkja til dæmis allir söguna um Blockbusters og Netflix þar sem Blockbusters er dæmi um risa fyrirtæki sem einfaldlega náði ekki að skilja í hverju breytingar með internetinu fólust. Það getur gerst aftur en að mínu viti munu þó flest fyrirtæki aðlaga sig að breyttum tímum.“ Vara Snjallgagna heitir Context Suite en hún er nú tegund af viðskiptagreind sem gerir fyrirtækjum kleift að nýta sér gögn ytri umhverfi, til að bæta sölu, rekstur og þjónustu. Með svokallaðri ,,aðstæðisvitund“ eins og það er kynnt. Stefán segir þessa aðstæðisvitund gera fyrirtækjunum kleift að nýta sér gervigreindina fyrir sinn rekstur og það á mjög aðgengilegan máta. „Með gervigreindinni liggur fyrir að mörg störf munu breytast og ég vill frekar tala um að þau breytist en að þau hætti. En við höfum svo sem alveg farið i gegnum svona breytingar áður. Því öll tækni hefur áhrif á störf.“ Sem dæmi tekur Stefán þvottavélina. Lang-amma mín tilheyrði starfsstétt þvottakvenna, var einn stofnenda og formaður Þvottakvennafélagsins í Reykjavík. Ég er viss um að ef hún væri hér enn, væri hún á Austurvelli að mótmæla gervigreindinni, því gervigreindin mun jú breyta svo mörgu. Við þurfum þó ekki að hræðast þessar breytingar því ef við hugsum hlutina svolítið út frá alls kyns tækjum og búnaði sem við notum í dag, til dæmis ísskáp eða uppþvottunarvél erum við fljót að sjá að allt er þetta tækni sem hefur breytt einhverjum störfum sem áður voru til.“ Að sjálfsögðu segir Stefán markmið Snjallgagna vera útrás. „Við erum nú þegar farin að horfa til erlendra markaða og erlendra samstarfsaðila en flýtum okkur hægt, í þeim skilningi sem hægt er að tala um „hægt“ í nýsköpun því í þessum heimi skiptir tíminn svo miklu máli,“ segir Stefán og bætir við: „En við erum mjög heppin því undanfarin ár höfum við verið í góðu þróunarbandalagi við nokkur stór íslensk fyrirtæki sem eru byrjuð að nota vöruna okkar og um leið og við verðum búin að læra aðeins meir og teljum okkur tilbúin, munum við sækja af krafti til útlanda.“ Stefán segir líka margt hafa hjálpað til síðustu árin. „Þessi starfsemi okkar fæddist til dæmis í Covid þannig að það hefur verið okkur eðlislægt frá upphafi að vera dreifð í okkar vinnu,“ nefnir hann sem dæmi og vísar til þess að starfsfólk Snjallgagna starfar til að mynda í Reykjavík, á Indlandi, í Malí, Nígeríu og í Þýskalandi, tíu manns að jafnaði. Þá segir Stefán fyrirtækið í miklum vexti um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að árið 2023 jókst veltan tæplega fimmtánfalt. „Mér finnst tíminn framundan alveg gríðarlega spennandi og frábært að fá að taka þátt í því að hjálpa fyrirtækjum að nýta sér gervigreindina með sem bestum hætti og minnstu fyrirhöfninni. Og auðvitað er þetta stórt verkefni því við erum að hjálpa fyrirtækjum að undirbúa sig undir svo stórar breytingar að ekkert í atvinnulífinu jafnast á við þær breytingar síðustu hundrað árin eða svo. Nema að nú munu þessar breytingar gerast á innan við tíu árum.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Tengdar fréttir Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. 4. mars 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 „Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. 4. mars 2024 07:00
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. 2. nóvember 2023 07:00