Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2024 16:11 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er erlendis og getur því ekki verið viðstaddur aðra umræðu um söluna á Íslandsbanka og slit á ríkiseignum - ÍL-sjóði. Tvö risamál sem til stendur að taka á dagskrá. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum. Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum.
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira