Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 13:01 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira