Þeir sem „brjóta alvarlega af sér“ verði sviptir dvalarleyfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 20:39 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra vill svipta þá flóttamenn sem „brjóta alvarlega af sér“ dvalarleyfum. Nýsamþykkt frumvarp segir hún stærstu breytingar á útlendingalögum til þessa. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“ Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“
Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira