Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2024 22:00 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44