Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 09:56 Veðrið leikur ekki við landann, eða ferðamennina, þessa dagana. Vísir/Arnar Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi. Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi.
Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira