„Pabbi er að senda þér skilaboð og mamma vill fá að sjá hvað stendur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 06:12 Sören segir mikilvægt að valdefla börn og gefa þeim réttu tólin og tungumálið til að tala um vandamál sín. Mynd/SES Börnum á aldrinum 3 til 17 ára sem eiga foreldra sem hafa skilið stendur nú til boða nýtt úrræði á netinu þar sem þau geta fræðst um skilnað og áhrif þess á líf þeirra og tilfinningar. Um er að ræða 28 áfanga á netinu sem eru sérsniðin að aldri og flokkuð eftir þemum. Fjallað er um söknuð, samsettar fjölskyldur, hvernig eigi að bregðast við þegar foreldrar rífast, tilfinningar og réttindi barna. Úrræðið hefur hingað til aðeins staðið fullorðnum til boða. Úrræðið heitir Samvinna eftir skilnað og eru fullorðnir notendur á Íslandi um tvö þúsund. SES fyrir börn hefur verið þróað á sama hátt og SES fyrir fullorðna, af sálfræðingum á sviði barna- og fjölskyldumála í samstarfi við háskólann í Kaupmannahöfn. Í síðustu viku undirritaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, samning um SES fyrir börn og framlengdi samning um SES fyrir fullorðna. Í tilkynningu um það kom fram að Ísland er fyrsta landið til að bjóða upp á þjónustuna á landsvísu en henni er ætlað að hjálpa börnum að takast á við afleiðingar skilnaðar eða sambúðarslita. Notendur í maí 2024 í Danmörku voru 4.306 í 36 sveitarfélögum og í Svíþjóð voru 3.103 notendur í 41 sveitarfélagi. Efni fyrir börn á aldrinum 3 til 5 ára kallast SES mini og efni fyrir börn á aldrinum 6 til 17 ára kallast SES NXT. Í því efni er um að ræða 28 stafræn námskeið. Sören Sander er einn þeirra sem stendur að baki verkefninu í Kaupmannahöfn en hann hefur um árabil rannsakað skilnað og áhrif þess á fjölskyldur. Hann segir að allt frá því að fyrst var boðið upp á úrræðið fyrir fullorðna hafi verið skýrt ákall frá þeim um samskonar efni og úrræði fyrir börn. Tól til að opna á erfið samtöl Boðið hefur verið upp á SES fyrir börn í 22 sveitarfélögum í Danmörku og ellefu í Svíþjóð en Ísland er fyrsta landið sem býður upp á það á landsvísu. „Það er búið að innleiða þetta og nota annars staðar. Tíu þúsund börn þar hafa notað þetta. Það er því búið að prófa þetta og nota,“ segir Sören. Viðbrögð foreldra eftir notkun barnanna hafi aðeins verið jákvæð. „Það sem við erum oftast spurð um er hvort það sé eitthvað svipað til fyrir börn. Þau eru flest mjög ánægð að fá eitthvað sem getur hjálpað þeim að opna á erfið samtöl við börnin sín. Þetta nýja úrræði byggir þannig brú á milli foreldranna og barnanna til að tala um breytingarnar í fjölskyldunni sem eiga sér stað þegar foreldrar ganga í gegnum skilnað.“ Kynningarefni um SES fyrir börn á íslensku.Vísir/Vilhelm Sören segir að Ísland sé heppilegur staður til að keyra út í fyrsta sinn vegna smæðar landsins en líka vegna þess hve úrræðinu hefur verið vel tekið af fullorðnum. Á Íslandi voru 2.075 fullorðnir notendur í júní. Í því samhengi má nefna að skráðir eru árlega á bilinu sex til sjö hundruð lögskilnaðir á Íslandi. „Það eru margir notendur á Íslandi og okkur hefur gengið mjög vel að vekja athygli á úrræðinu. Ef við berum okkur saman við Svíþjóð eða Danmörk hefur gengið best að innleiða efnið hér,“ segir Sören og fagnar því að með útvíkkun á úrræðinu til barna sé í raun verið að tvöfalda markhópinn. Úrræðið er fyrir börn á aldrinum 3 til 17 ára og er fyrir öll börn sem hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða forráðamanna. Úrræðið er ekki bara fyrir þau börn sem eru að upplifa skilnað núna heldur er það líka fyrir börn sem upplifðu kannski skilnað fyrir einhverjum árum og búa núna á nýju heimili með kannski stjúpmömmu eða stjúppabba og stjúpsystkinum. Þannig er þetta fyrir alla fjölskylduna. Fyrir, á meðan og eftir skilnaðinn.“ Ábyrgðin ekki barna Sören segir úrræðið vera gott samtalstól en einnig geta valdeflt börn án þess að ábyrgðin sé sett á þau. „Að valdefla þau til að segja frá þegar foreldrar þeirra tala ekki saman eða illa um hvort annað. Börn hafa lítil völd við þessar aðstæður og finnst leiðinlegt að sjá foreldra sína rífast,“ segir Sören. Þannig fjallar einn áfanginn í módelinu um það hvernig börn geti skorist í leikinn án þess að auka líkur á átökum. Sören segir að ekki sé ætlast til þess að Það er ekki ætlast til þess að börn fari inn á síðuna og klári alla áfangana sem eru í boði í einu. „Þú ert kannski á þeim stað að foreldrar þínir voru að skilja. Eða þú ert á þeim stað að það er smá tími liðinn og þú vilt vita meira um það hvernig er að búa á tveimur stöðum,“ segir Sören og að þannig geti börn skoðað áfangana eftir þörf. Börnin geta lært ýmislegt inni á síðunni sem er hægt að nota í tölvu og í síma.Skjáskot/SES Hann segir að samkvæmt þeirra gögnum hafi þau börn sem hafa prófað úrræðið nýtt sér einn til fimm áfanga. Vinsælastir séu áfangarnir Foreldrar mínir eru ósáttir, Réttindi mín, Skildu tilfinningar þínar og Samsetta fjölskyldan. „Það er líka áfangi sem fjallar um það að tala við annað fullorðni fólk um skilnaðinn. Börnin eru þannig mjög áhugasöm um allt sem snertir að tala við aðra um skilnað foreldra sinna,“ segir Line Hartvig Rasch sem einnig vinnur fyrir SES í Danmörku. Útskýra réttinn með dæmi Sören segir að persónulega þyki honum úrræðið fyrir börnin enn betra en úrræðið fyrir fullorðna. Hann tekur sem dæmi um áfangann sem fjallar um réttindi barna en hann er byggður á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar fá börn dæmi um einhverja hegðun eða atvik og fá svo útskýringu á því hvernig það tengist réttindum þeirra. „Í stað þess að útskýra að þau eigi einhver ákveðin réttindi. Því það er of abstrakt fyrir þau. Þá setum við fram auðskilin dæmi eins og pabbi þinn er að senda þér skilaboð og mamma þín vill fá að sjá hvað stendur í skilaboðunum. Börnin fá nokkra valmöguleika til að velja úr og eftir að þau hafa valið fá þau útskýringu á því að þau eiga rétt til friðhelgi. Þannig er byrjað á dæminu sem þau skilja vel og það svo notað til að útskýra abstrakt réttinn sem þau eiga og hvernig það tengist Barnasáttmálanum.“ Áfangarnir fyrir foreldra eru einnig fjölmargir og taka á ýmsum vanda sem getur komið upp á meðan skilnaði stendur eða eftir það, þegar fólk er að fóta sig í nýjum veruleika. Sören segir að sem dæmi sé fjallað um það hvernig eigi að koma í veg fyrir ágreining í kringum fermingu eða aðrar veislur sem eiga að snúast um barnið. „Það getur verið afmæli eða ferming. Eða jafnvel þegar barnið þitt er orðið stórt og er að gifta sig. Það eru þessir stórir fjölskylduviðburðir. Í verkfærakassanum okkar er tjékklisti um það hvernig er hægt að takast á við slíkar aðstæður og ýmsar spurningar sem foreldrar geta svarað. Á að halda eitt partí, eða halda tvö? Á að kaupa gjöf saman? Á að bjóða nýjum mökum og fjölskyldu beggja foreldra? Hver á að borga fyrir hvað? Þetta virðast einfaldar spurningar en eru oft rót ágreinings sem tekur yfir.“ Búa til hollustuklemmu Sören segir að í slíkum tilfellum spyrji foreldrar stundum barnið hvað það vilji. „En þá seturðu ábyrgðina á barnið og getur búið til hollustuklemmu,“ segir Sören og að í áfanganum kenni þau börnunum að segja við foreldra sína á kurteisan hátt að þau ætli ekki að hafa skoðun á þessu. „Barnið getur þá sagt: „Ég vel að vera ekki með skoðun á þessu. Þið verðið að ákveða þetta.“ Með því að segja eitthvað svona geta börnin tekið sig úr ágreiningnum og leyft foreldrunum að finna lausn,“ segir Sören. Hægt er að fara inn, klára einn áfanga og koma svo aftur seinna.Mynd/SES Þannig koma þau í úrræðinu að einu vandamáli frá mörgum hliðum. „Ég held að Ísland geti verið fyrirmynd fyrir önnur lönd. Það er búið að innleiða þetta með góðum hætti fyrir fullorðna og nú tvöföldum við markhópinn með því að bæta við börnum þeirra sem ganga í gegnum skilnað áður, núna og seinna.“ Enginn biðlisti og alltaf opið Vefsíðan er enn í vinnslu. Allir áfangarnir eru inni en einhverjir eru á dönsku sem ekki er búið að þýða. Þeim verður svo skipt út um leið og er búið að þýða þá. Efnið er aðgengilegt öllum á netinu sem þýðir að það er hægt að skoða það hvenær sem er. „Það er enginn biðlisti. Við vitum líka að karlmenn eru ólíklegri en konur til að leita sér aðstoðar. Auk þess er fólk oftar hikandi í litlum sveitarfélögum við að leita sér aðstoðar í sínu nánasta umhverfi. Það er því mikill kostur fyrir fólk í þeirri stöðu að geta leitað sér aðstoðar á netinu.“ Segir Sören. Sören vonar að tólið muni nýtast börnum jafn vel og það hefur nýst foreldrum þeirra.Mynd/SES „Hugmynd okkar og von er að þetta muni nýtast börnum og foreldra þeirra vel og leiða jafnvel til þess að þau ræði þetta við annað fólk. Það er eðlilegt að finnast það erfitt en það er svo gott að líða ekki eins og maður sé einn. Það er auðveldara að biðja um hjálp þegar maður er með orðaforða og sameiginlegt tungumál. Börn fatta líka oft ekki að vanlíðan þeirra sé vegna skilnaðar foreldra þeirra. Með prógramminu fá þau skilning á rótum vanda síns. Og að þau séu ekki ein.“ Börn og uppeldi Ástin og lífið Fjölskyldumál Danmörk Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. 1. apríl 2020 10:29 „ Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. 19. mars 2024 06:45 Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15. apríl 2024 07:02 Snöggskilnaðir slá í gegn Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. 11. mars 2024 17:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Úrræðið hefur hingað til aðeins staðið fullorðnum til boða. Úrræðið heitir Samvinna eftir skilnað og eru fullorðnir notendur á Íslandi um tvö þúsund. SES fyrir börn hefur verið þróað á sama hátt og SES fyrir fullorðna, af sálfræðingum á sviði barna- og fjölskyldumála í samstarfi við háskólann í Kaupmannahöfn. Í síðustu viku undirritaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, samning um SES fyrir börn og framlengdi samning um SES fyrir fullorðna. Í tilkynningu um það kom fram að Ísland er fyrsta landið til að bjóða upp á þjónustuna á landsvísu en henni er ætlað að hjálpa börnum að takast á við afleiðingar skilnaðar eða sambúðarslita. Notendur í maí 2024 í Danmörku voru 4.306 í 36 sveitarfélögum og í Svíþjóð voru 3.103 notendur í 41 sveitarfélagi. Efni fyrir börn á aldrinum 3 til 5 ára kallast SES mini og efni fyrir börn á aldrinum 6 til 17 ára kallast SES NXT. Í því efni er um að ræða 28 stafræn námskeið. Sören Sander er einn þeirra sem stendur að baki verkefninu í Kaupmannahöfn en hann hefur um árabil rannsakað skilnað og áhrif þess á fjölskyldur. Hann segir að allt frá því að fyrst var boðið upp á úrræðið fyrir fullorðna hafi verið skýrt ákall frá þeim um samskonar efni og úrræði fyrir börn. Tól til að opna á erfið samtöl Boðið hefur verið upp á SES fyrir börn í 22 sveitarfélögum í Danmörku og ellefu í Svíþjóð en Ísland er fyrsta landið sem býður upp á það á landsvísu. „Það er búið að innleiða þetta og nota annars staðar. Tíu þúsund börn þar hafa notað þetta. Það er því búið að prófa þetta og nota,“ segir Sören. Viðbrögð foreldra eftir notkun barnanna hafi aðeins verið jákvæð. „Það sem við erum oftast spurð um er hvort það sé eitthvað svipað til fyrir börn. Þau eru flest mjög ánægð að fá eitthvað sem getur hjálpað þeim að opna á erfið samtöl við börnin sín. Þetta nýja úrræði byggir þannig brú á milli foreldranna og barnanna til að tala um breytingarnar í fjölskyldunni sem eiga sér stað þegar foreldrar ganga í gegnum skilnað.“ Kynningarefni um SES fyrir börn á íslensku.Vísir/Vilhelm Sören segir að Ísland sé heppilegur staður til að keyra út í fyrsta sinn vegna smæðar landsins en líka vegna þess hve úrræðinu hefur verið vel tekið af fullorðnum. Á Íslandi voru 2.075 fullorðnir notendur í júní. Í því samhengi má nefna að skráðir eru árlega á bilinu sex til sjö hundruð lögskilnaðir á Íslandi. „Það eru margir notendur á Íslandi og okkur hefur gengið mjög vel að vekja athygli á úrræðinu. Ef við berum okkur saman við Svíþjóð eða Danmörk hefur gengið best að innleiða efnið hér,“ segir Sören og fagnar því að með útvíkkun á úrræðinu til barna sé í raun verið að tvöfalda markhópinn. Úrræðið er fyrir börn á aldrinum 3 til 17 ára og er fyrir öll börn sem hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða forráðamanna. Úrræðið er ekki bara fyrir þau börn sem eru að upplifa skilnað núna heldur er það líka fyrir börn sem upplifðu kannski skilnað fyrir einhverjum árum og búa núna á nýju heimili með kannski stjúpmömmu eða stjúppabba og stjúpsystkinum. Þannig er þetta fyrir alla fjölskylduna. Fyrir, á meðan og eftir skilnaðinn.“ Ábyrgðin ekki barna Sören segir úrræðið vera gott samtalstól en einnig geta valdeflt börn án þess að ábyrgðin sé sett á þau. „Að valdefla þau til að segja frá þegar foreldrar þeirra tala ekki saman eða illa um hvort annað. Börn hafa lítil völd við þessar aðstæður og finnst leiðinlegt að sjá foreldra sína rífast,“ segir Sören. Þannig fjallar einn áfanginn í módelinu um það hvernig börn geti skorist í leikinn án þess að auka líkur á átökum. Sören segir að ekki sé ætlast til þess að Það er ekki ætlast til þess að börn fari inn á síðuna og klári alla áfangana sem eru í boði í einu. „Þú ert kannski á þeim stað að foreldrar þínir voru að skilja. Eða þú ert á þeim stað að það er smá tími liðinn og þú vilt vita meira um það hvernig er að búa á tveimur stöðum,“ segir Sören og að þannig geti börn skoðað áfangana eftir þörf. Börnin geta lært ýmislegt inni á síðunni sem er hægt að nota í tölvu og í síma.Skjáskot/SES Hann segir að samkvæmt þeirra gögnum hafi þau börn sem hafa prófað úrræðið nýtt sér einn til fimm áfanga. Vinsælastir séu áfangarnir Foreldrar mínir eru ósáttir, Réttindi mín, Skildu tilfinningar þínar og Samsetta fjölskyldan. „Það er líka áfangi sem fjallar um það að tala við annað fullorðni fólk um skilnaðinn. Börnin eru þannig mjög áhugasöm um allt sem snertir að tala við aðra um skilnað foreldra sinna,“ segir Line Hartvig Rasch sem einnig vinnur fyrir SES í Danmörku. Útskýra réttinn með dæmi Sören segir að persónulega þyki honum úrræðið fyrir börnin enn betra en úrræðið fyrir fullorðna. Hann tekur sem dæmi um áfangann sem fjallar um réttindi barna en hann er byggður á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar fá börn dæmi um einhverja hegðun eða atvik og fá svo útskýringu á því hvernig það tengist réttindum þeirra. „Í stað þess að útskýra að þau eigi einhver ákveðin réttindi. Því það er of abstrakt fyrir þau. Þá setum við fram auðskilin dæmi eins og pabbi þinn er að senda þér skilaboð og mamma þín vill fá að sjá hvað stendur í skilaboðunum. Börnin fá nokkra valmöguleika til að velja úr og eftir að þau hafa valið fá þau útskýringu á því að þau eiga rétt til friðhelgi. Þannig er byrjað á dæminu sem þau skilja vel og það svo notað til að útskýra abstrakt réttinn sem þau eiga og hvernig það tengist Barnasáttmálanum.“ Áfangarnir fyrir foreldra eru einnig fjölmargir og taka á ýmsum vanda sem getur komið upp á meðan skilnaði stendur eða eftir það, þegar fólk er að fóta sig í nýjum veruleika. Sören segir að sem dæmi sé fjallað um það hvernig eigi að koma í veg fyrir ágreining í kringum fermingu eða aðrar veislur sem eiga að snúast um barnið. „Það getur verið afmæli eða ferming. Eða jafnvel þegar barnið þitt er orðið stórt og er að gifta sig. Það eru þessir stórir fjölskylduviðburðir. Í verkfærakassanum okkar er tjékklisti um það hvernig er hægt að takast á við slíkar aðstæður og ýmsar spurningar sem foreldrar geta svarað. Á að halda eitt partí, eða halda tvö? Á að kaupa gjöf saman? Á að bjóða nýjum mökum og fjölskyldu beggja foreldra? Hver á að borga fyrir hvað? Þetta virðast einfaldar spurningar en eru oft rót ágreinings sem tekur yfir.“ Búa til hollustuklemmu Sören segir að í slíkum tilfellum spyrji foreldrar stundum barnið hvað það vilji. „En þá seturðu ábyrgðina á barnið og getur búið til hollustuklemmu,“ segir Sören og að í áfanganum kenni þau börnunum að segja við foreldra sína á kurteisan hátt að þau ætli ekki að hafa skoðun á þessu. „Barnið getur þá sagt: „Ég vel að vera ekki með skoðun á þessu. Þið verðið að ákveða þetta.“ Með því að segja eitthvað svona geta börnin tekið sig úr ágreiningnum og leyft foreldrunum að finna lausn,“ segir Sören. Hægt er að fara inn, klára einn áfanga og koma svo aftur seinna.Mynd/SES Þannig koma þau í úrræðinu að einu vandamáli frá mörgum hliðum. „Ég held að Ísland geti verið fyrirmynd fyrir önnur lönd. Það er búið að innleiða þetta með góðum hætti fyrir fullorðna og nú tvöföldum við markhópinn með því að bæta við börnum þeirra sem ganga í gegnum skilnað áður, núna og seinna.“ Enginn biðlisti og alltaf opið Vefsíðan er enn í vinnslu. Allir áfangarnir eru inni en einhverjir eru á dönsku sem ekki er búið að þýða. Þeim verður svo skipt út um leið og er búið að þýða þá. Efnið er aðgengilegt öllum á netinu sem þýðir að það er hægt að skoða það hvenær sem er. „Það er enginn biðlisti. Við vitum líka að karlmenn eru ólíklegri en konur til að leita sér aðstoðar. Auk þess er fólk oftar hikandi í litlum sveitarfélögum við að leita sér aðstoðar í sínu nánasta umhverfi. Það er því mikill kostur fyrir fólk í þeirri stöðu að geta leitað sér aðstoðar á netinu.“ Segir Sören. Sören vonar að tólið muni nýtast börnum jafn vel og það hefur nýst foreldrum þeirra.Mynd/SES „Hugmynd okkar og von er að þetta muni nýtast börnum og foreldra þeirra vel og leiða jafnvel til þess að þau ræði þetta við annað fólk. Það er eðlilegt að finnast það erfitt en það er svo gott að líða ekki eins og maður sé einn. Það er auðveldara að biðja um hjálp þegar maður er með orðaforða og sameiginlegt tungumál. Börn fatta líka oft ekki að vanlíðan þeirra sé vegna skilnaðar foreldra þeirra. Með prógramminu fá þau skilning á rótum vanda síns. Og að þau séu ekki ein.“
Börn og uppeldi Ástin og lífið Fjölskyldumál Danmörk Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. 1. apríl 2020 10:29 „ Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. 19. mars 2024 06:45 Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15. apríl 2024 07:02 Snöggskilnaðir slá í gegn Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. 11. mars 2024 17:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. 1. apríl 2020 10:29
„ Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. 19. mars 2024 06:45
Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15. apríl 2024 07:02
Snöggskilnaðir slá í gegn Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. 11. mars 2024 17:31