Náttúran hafi sterkt umboð í samfélaginu og þurfi ekki umboðsmann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 15:27 Guðlaugur Þór telur að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sér ekki ástæðu til þess að stofna sérstakt embætti umboðsmanns náttúrunnar, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Valgerðar Árnadóttur, varaþingmanns Pírata. „Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd. Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd.
Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37