Trump hafi „misst kúlið“ í kjölfar ákvörðunar Bidens Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2024 21:46 Þorbjörg og Gísli segja ákvörðun Bidens hafa legið í loftinu. Vísir/Arnar/AP Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump. Biden tilkynnti ákvörðun sína um að hætta við forsetaframboð í gær. Fjöldi fólks hefur lýst því yfir að ákvörðun Bidens sé virðingarverð, en meðal þeirra er Elisa Reid forsetafrú Íslands. Tveir stjórnmálarýnendur sem fréttastofa ræddi við eru því sammála, þar sem margir í hans sporum hefðu mögulega tekið sénsinn á framboði, þrátt fyrir litlar sigurlíkur. „En takist þetta, og það tekst að koma í veg fyrir að Donald Trump verði kjörinn forseti, þá held ég að þetta verði stórmannlegur gjörningur í pólitískri sögu allri,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Hún segir um sögulega ákvörðun að ræða. „Sitjandi forseti í Bandaríkjunum, og auðvitað víðast hvar í heiminum, víkur ekki nema hann þurfi þess. Þeir sitja flestir tvö kjörtímabil nema þeim sé bolað í burtu í kosningum. Við sáum þetta síðast 1968 hjá Johnson, og Truman '52. Þetta er stór ákvörðun,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður er mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, en hún bjó í Bandaríkjunum um árabil.Vísir/Arnar Efasemdir um andlegt þrek forsetans, slök frammistaða í kappræðum og ítrekuð mismæli urðu kveikjan að þrýstingi á Biden um að hætta. „Að hann sjái það sjálfur að þetta sé ekki að ganga. Menn vita ekki hvar hann verður eftir fjóra mánuði, eða hvað þá eftir fjögur ár. Það er auðvitað það sem þetta snýst um - að kjósa forseta til næstu fjögurra ára. Þannig að við skulum bara virða það við hann að sjá það sjálfur,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður og stjórnmálarýnir. Gísli Freyr er viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu og stjórnar þjóðmálahlaðvarpinu Þjóðmálum.Vísir/Arnar Erfitt verkefni í vændum Kamala Harris varaforseti þykir langlíklegust til að taka við keflinu sem forsetaefni Demókrata. Hún kom í dag opinberlega fram í fyrsta sinn frá fréttum gærdagsins, og lofaði forsetann fráfarandi. „Á hverjum degi berst forseti okkar, Joe Biden, fyrir hag bandarísku þjóðarinnar. Við erum honum gríðarlega þakklát, fyrir þjónustu hans við þjóð okkar,“ sagði Kamala í ræðu sinni í dag. Harris er talin líklegri en Biden til að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Hingað til hefur Harris mælst með minna fylgi en Trump. Þær kannanir voru gerðar meðan Biden var enn í framboði. „Þetta verður brekka fyrir Demókrata, sama hver kemur,“ segir Gísli. Hann bendir þó á að kannanir sýni ekki alla stöðuna í Bandaríkjunum. Úrslit kosninga ráðist gjarnan á kjörsókn, og þá hvaða þjóðfélagshópar flykkjast á kjörstað. Trump missti „kúlið“ Trump brást ókvæða við fréttunum á samfélagsmiðlum í gær, og sagðist tilneyddur til að byrja kosningabaráttu sína upp á nýtt vegna sviksemi Demókrata. „Ætti ekki að endurgreiða Repúblikanaflokknum vegna svika þar sem allir í kringum Joe, þar á meðal læknar hans og svikafjölmiðlar, vissu að hann væri hvorki fær til að bjóða sig fram né gegna forsetaembættinu? Ég bara spyr,“ skrifaði Trump á sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, í gær. Gísli segir að viðbrögð Trump beri sterkan vott um óánægju með nýjustu vendingar. „Eftir þetta banatilræði sem honum var sýnt um þarsíðustu helgi hefur hann, ef ég má sletta aðeins, haldið kúlinu og verið auðmjúkur gagnvart verkefninu. En hann missti það svolítið í gær. Það virðist vera eitthvað, ég veit ekki hvort ég á að kalla það panikk, en það er eitthvað sem triggerar hvernig hann fer af stað með þetta,“ segir Gísli. Þorbjörg segir alveg ljóst að ákvörðunin hafi komið illa við Trump og teymi hans. „Trump hefði auðvitað helst af öllu viljað Biden áfram. Það sýnir auðvitað styrkleikann í ákvörðuninni og hún er mjög líkleg til að snúa spilinu aðeins núna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. 22. júlí 2024 11:14 „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. 22. júlí 2024 09:09 Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. 22. júlí 2024 06:40 „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Biden tilkynnti ákvörðun sína um að hætta við forsetaframboð í gær. Fjöldi fólks hefur lýst því yfir að ákvörðun Bidens sé virðingarverð, en meðal þeirra er Elisa Reid forsetafrú Íslands. Tveir stjórnmálarýnendur sem fréttastofa ræddi við eru því sammála, þar sem margir í hans sporum hefðu mögulega tekið sénsinn á framboði, þrátt fyrir litlar sigurlíkur. „En takist þetta, og það tekst að koma í veg fyrir að Donald Trump verði kjörinn forseti, þá held ég að þetta verði stórmannlegur gjörningur í pólitískri sögu allri,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Hún segir um sögulega ákvörðun að ræða. „Sitjandi forseti í Bandaríkjunum, og auðvitað víðast hvar í heiminum, víkur ekki nema hann þurfi þess. Þeir sitja flestir tvö kjörtímabil nema þeim sé bolað í burtu í kosningum. Við sáum þetta síðast 1968 hjá Johnson, og Truman '52. Þetta er stór ákvörðun,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður er mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, en hún bjó í Bandaríkjunum um árabil.Vísir/Arnar Efasemdir um andlegt þrek forsetans, slök frammistaða í kappræðum og ítrekuð mismæli urðu kveikjan að þrýstingi á Biden um að hætta. „Að hann sjái það sjálfur að þetta sé ekki að ganga. Menn vita ekki hvar hann verður eftir fjóra mánuði, eða hvað þá eftir fjögur ár. Það er auðvitað það sem þetta snýst um - að kjósa forseta til næstu fjögurra ára. Þannig að við skulum bara virða það við hann að sjá það sjálfur,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður og stjórnmálarýnir. Gísli Freyr er viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu og stjórnar þjóðmálahlaðvarpinu Þjóðmálum.Vísir/Arnar Erfitt verkefni í vændum Kamala Harris varaforseti þykir langlíklegust til að taka við keflinu sem forsetaefni Demókrata. Hún kom í dag opinberlega fram í fyrsta sinn frá fréttum gærdagsins, og lofaði forsetann fráfarandi. „Á hverjum degi berst forseti okkar, Joe Biden, fyrir hag bandarísku þjóðarinnar. Við erum honum gríðarlega þakklát, fyrir þjónustu hans við þjóð okkar,“ sagði Kamala í ræðu sinni í dag. Harris er talin líklegri en Biden til að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Hingað til hefur Harris mælst með minna fylgi en Trump. Þær kannanir voru gerðar meðan Biden var enn í framboði. „Þetta verður brekka fyrir Demókrata, sama hver kemur,“ segir Gísli. Hann bendir þó á að kannanir sýni ekki alla stöðuna í Bandaríkjunum. Úrslit kosninga ráðist gjarnan á kjörsókn, og þá hvaða þjóðfélagshópar flykkjast á kjörstað. Trump missti „kúlið“ Trump brást ókvæða við fréttunum á samfélagsmiðlum í gær, og sagðist tilneyddur til að byrja kosningabaráttu sína upp á nýtt vegna sviksemi Demókrata. „Ætti ekki að endurgreiða Repúblikanaflokknum vegna svika þar sem allir í kringum Joe, þar á meðal læknar hans og svikafjölmiðlar, vissu að hann væri hvorki fær til að bjóða sig fram né gegna forsetaembættinu? Ég bara spyr,“ skrifaði Trump á sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social, í gær. Gísli segir að viðbrögð Trump beri sterkan vott um óánægju með nýjustu vendingar. „Eftir þetta banatilræði sem honum var sýnt um þarsíðustu helgi hefur hann, ef ég má sletta aðeins, haldið kúlinu og verið auðmjúkur gagnvart verkefninu. En hann missti það svolítið í gær. Það virðist vera eitthvað, ég veit ekki hvort ég á að kalla það panikk, en það er eitthvað sem triggerar hvernig hann fer af stað með þetta,“ segir Gísli. Þorbjörg segir alveg ljóst að ákvörðunin hafi komið illa við Trump og teymi hans. „Trump hefði auðvitað helst af öllu viljað Biden áfram. Það sýnir auðvitað styrkleikann í ákvörðuninni og hún er mjög líkleg til að snúa spilinu aðeins núna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. 22. júlí 2024 11:14 „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. 22. júlí 2024 09:09 Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. 22. júlí 2024 06:40 „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. 22. júlí 2024 11:14
„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. 22. júlí 2024 09:09
Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. 22. júlí 2024 06:40
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53