Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2024 09:28 JD Vance segir að Demókrataflokkurinn reki ófjölskylduvæna stefnu sem hvetji til barnleysis. AP Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47
Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15