Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 15:37 Mynd sem rússneska varnarmálaráðuneytið segir sýna rússneskt stórskotalið skjóta að úkraínskum hersveitum á ótilgreindum stað í dag. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28