Gena Rowlands er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 07:17 Rowlands árið 2014. AP/Invision/Chris Pizzello Hollywood-stjarnan Gena Rowlands er látin. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sonur Rowlands, sem var 94 ára þegar hún lést, greindi frá því í júní síðastliðnum að hún hefði greinst með Alzheimer's fyrir fimm árum. Rowlands fæddist 1930 í Cambriu í Wisconsin og birtist fyrst á Broadway í The Seven Year Itch. Hún lék í fjölda sjónvarpsþátta, oft með þáverandi eiginmanni sínum, John Cassavetes, en fyrsta myndin sem hún lék í var The High Cost of Loving. Rowlands og Cassavetes léku saman í um tíu myndum og fjármögnuðu margar þeirra sjálf. Rowlands var tilnefnd til Óskarsverðauna fyrir tvær þeirra; A Woman Under the Influence og Gloria. Rowlands lék konu með Alzheimers í The Notebook og sagðist hafa sótt í reynslu sína af því að eiga móður með sjúkdóminn. Hún greindist sjálf með Alzheimers fyrir fimm árum.New Line Cinema Rowlands vann einnig til þriggja Emmy-verðlauna en var ef til vill best þekkt meðal yngri kynslóða fyrir leik sinn í The Notebook, sem var leikstýrt af syni hennar, Nick Cassavetes. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og þakkaði meðal annars eiginmanni sínum, sem lést 1989. Rowlands gekk aftur í hjónaband árið 2012. Leikkonan sagði í viðtali árið 2016 að hún hefði í fyrstu ekki haft í hyggju að falla fyrir Cassavetes, þrátt fyrir að finnast hann aðlaðandi. „Það eina sem ég ætlaði aldrei að gera var að verða ástfangin og gifta mig og eignast börn. Ég vildi leika,“ sagði hún. Þegar hún tók við heiðursverðlaununum árið 2015 sagði Rowlands: „Vitið þið hvað er dásamlegt við að vera leikkona? Þú lifir mörgum lífum.“ Hollywood Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Dánarorsök liggur ekki fyrir en sonur Rowlands, sem var 94 ára þegar hún lést, greindi frá því í júní síðastliðnum að hún hefði greinst með Alzheimer's fyrir fimm árum. Rowlands fæddist 1930 í Cambriu í Wisconsin og birtist fyrst á Broadway í The Seven Year Itch. Hún lék í fjölda sjónvarpsþátta, oft með þáverandi eiginmanni sínum, John Cassavetes, en fyrsta myndin sem hún lék í var The High Cost of Loving. Rowlands og Cassavetes léku saman í um tíu myndum og fjármögnuðu margar þeirra sjálf. Rowlands var tilnefnd til Óskarsverðauna fyrir tvær þeirra; A Woman Under the Influence og Gloria. Rowlands lék konu með Alzheimers í The Notebook og sagðist hafa sótt í reynslu sína af því að eiga móður með sjúkdóminn. Hún greindist sjálf með Alzheimers fyrir fimm árum.New Line Cinema Rowlands vann einnig til þriggja Emmy-verðlauna en var ef til vill best þekkt meðal yngri kynslóða fyrir leik sinn í The Notebook, sem var leikstýrt af syni hennar, Nick Cassavetes. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og þakkaði meðal annars eiginmanni sínum, sem lést 1989. Rowlands gekk aftur í hjónaband árið 2012. Leikkonan sagði í viðtali árið 2016 að hún hefði í fyrstu ekki haft í hyggju að falla fyrir Cassavetes, þrátt fyrir að finnast hann aðlaðandi. „Það eina sem ég ætlaði aldrei að gera var að verða ástfangin og gifta mig og eignast börn. Ég vildi leika,“ sagði hún. Þegar hún tók við heiðursverðlaununum árið 2015 sagði Rowlands: „Vitið þið hvað er dásamlegt við að vera leikkona? Þú lifir mörgum lífum.“
Hollywood Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira