„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. september 2024 21:49 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Stefán Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira