Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2024 19:29 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að árásir Írana í gær gætu verið vendipunktur í stigmögnun í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Ívar/Getty Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“ Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“
Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira