Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þurft að leita meira á náðir auðjöfra en áður. AP/Julia Demaree Nikhinson Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Tæplega þriðjungur af þeim fjármunum sem Trump fær frá bakhjörlum hefur komið fram fólki sem gaf honum minna en tvö hundruð dali. Í kosningabaráttunni 2020 var þetta hlutfall tæplega helmingur. Þá hefur heildarupphæðin af þessum smáu fjárveitingum einnig lækkað töluvert, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Fram að lokum júnímánaðar hafði hann safnað 98 milljónum dala með slíkum fjárveitingum en á sama tímabili 2020 var þessi sama upphæð 165 milljónir. Demókratar hafa á sama tíma safnað fúlgum fjár. Fyrstu gerði Joe Biden það og Kamala Harris tók síðan við sjóðum hans. Þau söfnuðu 285 milljónum dala frá stuðningsmönnum sem veittu þeim undir tvö hundruð dali. Það samsvarar rúmlega fjörutíu prósentum af heildarupphæðinni sem þau hafa safnað. Þessi þróun hefur leitt til þess að Trump hefur þurft að leita meira á náðir auðmanna og aðgerðahópa sem þeir styðja. Demókratar eru þegar byrjaðir að nýta sér það í auglýsingu sem birt hefur verið í Arizona og Norður-Karólínu. New York Times segir að þar hafi aðgerðahópur á vegum Harris keypt auglýsingar fyrir um 18 milljónir dala, en hún byggir að mestu á myndbandi af Trump segja auðjöfrum á fjáröflun að hann viti að þeir séu moldríkir og lofa þeim lægri sköttum. Segja fjáröflun of aðgangsharða Innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum segja þessa þróun tákna möguleg vandræði fyrir flokkinn á komandi árum. Kannanir sýna að grasrót Repúblikanaflokksins verðu sífellt eldri og eldra fólk hefur iðulega minna milli handanna til að gefa til kosningabaráttu. Þá segja þeir einnig í samtali við AP að fjáröflun Trumps og bandamanna hans sé of aðgangshörð og það hafi þreytt stuðningsmenn flokksins. Mismunandi aðgerðahópar og aðrir sem styðja Trump deila listum yfir stuðningsmenn sín á milli og því rignir yfir þá beiðnum um fjárstyrki úr mörgum áttum. Einn viðmælandi AP sem hefur veitt Repúblikanaflokknum ráðgjöf vegna fjáröflunar, segir að mismunandi fylkingar innan flokksins hafi komið svo illa við stuðningsmenn hans að margir vilji ekki lengur styrkja hann. „Ef þú styrkir svo gott sem hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er í dag, færðu innan þriggja vikna um þrjátíu til fimmtíu skilaboð á öðrum frambjóðendum sem þú hefur aldrei heyrt af.“ Í könnun sem fyrirtæki Halls gerði fyrr á árinu sögðust 72 prósent af svarendum sem höfðu gefið pening til Repúblikanaflokksins að þeir hefðu áfram fengið skilaboð þar sem þeir voru beðnir um meiri peninga, þrátt fyrir að hafa beðið um að vera tekin af öllum listum flokksins. Fólk sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við staðfestu þetta sjónarhorn að miklu leyti. Einn viðmælandi sagðist brjálaður á þessum endurteknu beiðnum um peninga. Hún hafði gefið margar smáar greiðslur í fyrra og 2022 en ekkert á þessu ári. Það sama átti við annan sem hafði einnig ekkert gefið á þessu ári. Hann sagðist hættur að skoða skilaboðin sín vegna beiðna frá Repúblikönum. Í svari við fyrirspurn frá fréttaveitunni kenndi talskona Trumps Joe Biden og Kamölu Harris um. Karoline Leavitt sagði efnahag Bandaríkjanna í svo slæmu standi að fólk hefði ekki efni á að styðja stjórnmálaflokka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Tæplega þriðjungur af þeim fjármunum sem Trump fær frá bakhjörlum hefur komið fram fólki sem gaf honum minna en tvö hundruð dali. Í kosningabaráttunni 2020 var þetta hlutfall tæplega helmingur. Þá hefur heildarupphæðin af þessum smáu fjárveitingum einnig lækkað töluvert, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Fram að lokum júnímánaðar hafði hann safnað 98 milljónum dala með slíkum fjárveitingum en á sama tímabili 2020 var þessi sama upphæð 165 milljónir. Demókratar hafa á sama tíma safnað fúlgum fjár. Fyrstu gerði Joe Biden það og Kamala Harris tók síðan við sjóðum hans. Þau söfnuðu 285 milljónum dala frá stuðningsmönnum sem veittu þeim undir tvö hundruð dali. Það samsvarar rúmlega fjörutíu prósentum af heildarupphæðinni sem þau hafa safnað. Þessi þróun hefur leitt til þess að Trump hefur þurft að leita meira á náðir auðmanna og aðgerðahópa sem þeir styðja. Demókratar eru þegar byrjaðir að nýta sér það í auglýsingu sem birt hefur verið í Arizona og Norður-Karólínu. New York Times segir að þar hafi aðgerðahópur á vegum Harris keypt auglýsingar fyrir um 18 milljónir dala, en hún byggir að mestu á myndbandi af Trump segja auðjöfrum á fjáröflun að hann viti að þeir séu moldríkir og lofa þeim lægri sköttum. Segja fjáröflun of aðgangsharða Innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum segja þessa þróun tákna möguleg vandræði fyrir flokkinn á komandi árum. Kannanir sýna að grasrót Repúblikanaflokksins verðu sífellt eldri og eldra fólk hefur iðulega minna milli handanna til að gefa til kosningabaráttu. Þá segja þeir einnig í samtali við AP að fjáröflun Trumps og bandamanna hans sé of aðgangshörð og það hafi þreytt stuðningsmenn flokksins. Mismunandi aðgerðahópar og aðrir sem styðja Trump deila listum yfir stuðningsmenn sín á milli og því rignir yfir þá beiðnum um fjárstyrki úr mörgum áttum. Einn viðmælandi AP sem hefur veitt Repúblikanaflokknum ráðgjöf vegna fjáröflunar, segir að mismunandi fylkingar innan flokksins hafi komið svo illa við stuðningsmenn hans að margir vilji ekki lengur styrkja hann. „Ef þú styrkir svo gott sem hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er í dag, færðu innan þriggja vikna um þrjátíu til fimmtíu skilaboð á öðrum frambjóðendum sem þú hefur aldrei heyrt af.“ Í könnun sem fyrirtæki Halls gerði fyrr á árinu sögðust 72 prósent af svarendum sem höfðu gefið pening til Repúblikanaflokksins að þeir hefðu áfram fengið skilaboð þar sem þeir voru beðnir um meiri peninga, þrátt fyrir að hafa beðið um að vera tekin af öllum listum flokksins. Fólk sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við staðfestu þetta sjónarhorn að miklu leyti. Einn viðmælandi sagðist brjálaður á þessum endurteknu beiðnum um peninga. Hún hafði gefið margar smáar greiðslur í fyrra og 2022 en ekkert á þessu ári. Það sama átti við annan sem hafði einnig ekkert gefið á þessu ári. Hann sagðist hættur að skoða skilaboðin sín vegna beiðna frá Repúblikönum. Í svari við fyrirspurn frá fréttaveitunni kenndi talskona Trumps Joe Biden og Kamölu Harris um. Karoline Leavitt sagði efnahag Bandaríkjanna í svo slæmu standi að fólk hefði ekki efni á að styðja stjórnmálaflokka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10
„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24