Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 08:20 Frá Nuseirat-flóttamannabúðunum á norðanverðri Gasaströndinni þar sem fólk lést í loftárás í gærkvöldi. Vísir/EPA Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira