„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2024 17:42 Sigurður Ingi segir mikilvægt að ljúka við ýmis verkefni fram að kosningum. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira