„Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. október 2024 07:02 Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK, dreymdi um að starfa við heimildamyndagerð þegar hún yrði stór. Nú er hún búsett í Danmörku þar sem FÓLK ætlar sér stóra hluti í heimi hönnunar og útrásar. Enda Danir þekktir fyrir góðan árangur í hönnun og þar veltir geirinn mörgum milljörðum á ári. Saga Sig „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. Sem fólk eflaust telur að eigi við um samninga í alþjóða viðskiptum og útrás eins og FÓLK vinnur að. Því er þó öðru nær. Því hér er Ragna Sara að vísa til samningaviðræðna við yngstu börnin á heimilinu, þegar fjölskyldan flutti til Danmerkur fyrir rúmu ári síðan. Til að styðja enn frekar við vöxt og útrásartækifæri FÓLKS. Hönnunargeirinn er enginn kvennabransi hér. Í Danmörku eru mun algengara að hönnunarfyrirtæki séu rekin og stofnuð af karlmönnum. Og jafn lítið land og Danmörk í raun er, hefur árangur Dana verið gífurlegur þegar kemur að hönnun. Hér veltir þessi geiri mörgum milljörðum.“ Á fimmtudag býðst fjárfestum og öðrum tengdum aðilum að mæta á fund á Vinnustofu Kjarval sem FÓLK stendur fyrir. Tilefnið er fjármögnun í nýsköpun og hönnun, sem Ragna Sara segir fela í sér ýmiss tækifæri: Fyrir fjárfesta sem og aðila sem telja sig eiga samleið með vegferð FÓLKS. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um hönnun og vaxtartækifæri erlendis. Ragna Sara stofnaði FÓLK árið 2017. Birna Einarsdóttir er stjórnarformaður en Birna hafði áhuga á að leggja nýsköpunarfyrirtæki eins og FÓLKI lið þegar losnaði um hana í Íslandsbanka. Sif Jakobs skartgripahönnuður situr líka í stjórn en hún er nú þegar að gera stóra hluti í Danmörku og með um 50 manns í vinnu. Stefán Sigurðsson er eiginmaður Rögnu og stjórnarmaður í FÓLK, margreyndur stjórnandi og stjórnarmaður um árabil.Valgerður Stefánsdóttir Að sjá: Umhverfisáhrif og verð Áður en við kynnumst Rögnu Söru betur, er ágætt að skilja aðeins betur, út á hvað starfsemi FÓLKS gengur út á, en fyrirtækið var stofnað árið 2017. „Undirbúningurinn hófst þó árið 2015, það tók alveg um tvö ár að koma fyrstu vörunni í sölu,“ segir Ragna Sara. Það sem FÓLK gerir er að hanna, framleiða og markaðssetja húsgögn og nytjahluti sem styðja neytendur til sjálfbærari lífstíls. Öll framleiðsla er í Evrópu, enda segir Ragna Sara það auðvelda allt gagnsæi hvað varðar kolefnisspor vöru eða áhrif hennar á umhverfið. Að reyna að átta sig á því hvaða áhrif framleiðsla vöru hefur á umhverfið er erfiðara þegar framleiðslan fer fram hinum megin á hnettinum. Í framtíðinni sé ég samt fyrir mér að fólk kaupi húsgögn og aðrar nytjavörur þar sem rekjanleikinn er algjör og fólk á jafn auðvelt með að sjá hver umhverfisáhrif vörunnar eru og verðið sjálft.“ Sem dæmi um vöru má nefna LAVA vasa FÓLKS, sem er framleiddur úr 100% endurunnu gleri í Svíþjóð. Loftpúðinn, sem eins og nafnið gefur til kynna er unnin úr loftpúðum í bíl, en púðinn var valinn Besta varan á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2023. Ragna Sara segir FÓLK vinna með ýmsum hönnuðum en samningarnir séu þannig að höfundarrétturinn er ávallt hönnuðarins, en nytjarétturinn liggur hjá fyrirtækinu, enda sjái fyrirtækið um framleiðsluna. „Í heiminum í dag er það vaxandi vandamál að hönnun sé tekin ófrjálsri hendi af netinu og henni stolið eða hún stæld. Þess vegna er mikilvægt að kíkja eftir því á vörum hver sé skráður hönnuður á henni,.“ Það hefur löngum verið þekkt að frumkvöðlar eru allt í öllu fyrstu árin eftir að fyrirtæki í nýsköpun er stofnað. Enda fylgir því oftast mikil vinna, minni laun en þeim mun meiri ástríða. Ragna Sara sá alltaf fyrir sér að FÓLK færi í útrás en árið 2022 fjárfesti Eyrir vöxtur í félaginu og í kjölfarið var dótturfélag stofnað í Kaupmannahöfn. Ragna Sara En hvers vegna ætli Ragna Sara hafi ákveðið að stofna nýsköpunarfyrirtæki í hönnun? Því eftir nám starfaði Ragna Sara sem blaðamaður á Morgunblaðinu þaðan sem hún færði sig yfir til RÚV um aldamótin, þegar hún og Gísli Marteinn Baldursson voru ráðin sem umsjónarmenn Kastljóss. Enn síðar var Ragna Sara ráðin yfirmaður samskiptamála hjá Landsvirkjun. „Ég sá reyndar fyrir mér að starfa við heimildargerð,“ segir Ragna Sara þegar hún rifjar upp æsku- og unglingsdrauma. Ragna Sara er fædd árið 1973 og uppalin í Hlíðunum í Reykjavík. Ragna Sara útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam mannfræði í Háskóla Íslands en síðar lauk hún meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. „Frelsi,“ svarar Ragna Sara aðspurð um hvað kemur fyrst upp í hugann þegar hún rifjar upp æskuárin. „Þetta voru svo áhyggjulausir tímar. Maður hafði allan daginn út af fyrir sig, að hafa gaman og skemmta sér. Á þessum tíma voru ekki svona miklar kvaðir eða kröfur um hvað við ættum öll að vera að gera. Þannig að sem börn vorum við svo frjáls og meira og minna úti að leika.“ Ragna Sara hafði alltaf mikinn áhuga á menningu og dansi. „Mig langaði til að skrifa bækur og gera heimildarmyndir um menningu og hversu ólík hún er í heiminum. Enda var ég stöðugt að ferðast eða að skipuleggja ferðalög og fann mér einhvern veginn alltaf leiðir til þess,“ segir Ragna Sara og þylur upp nokkur lönd sem hún heimsótti eða dvaldi í þegar hún var ung kona. Að nema mannfræði í háskólanum helst því nokkuð í hendur við þennan áhuga, en hvers vegna að fara í viðskiptanám síðar? „Viðskiptanámið sem ég fór í, er reyndar þróunar- og viðskiptanám. Ég ætlaði fyrst í þróunarfræði í London School of Economics en þegar ég var komin inn í það nám, var ég orðin ófrísk af fyrsta barninu og fannst ekki skynsamlegt að halda í það nám kasólétt,“ segir Ragna Sara, en eiginmaður hennar er Stefán Sigurðsson, sem lengi starfaði sem forstjóri Sýnar en kom þá frá Íslandsbanka. Ragna Sara og Stefán eiga fjögur börn: Valgerður fædd 2002, Tómas fæddur 2004, Jakob fæddur 2012 og Anna Karólína fædd 2014. Ragna Sara segir fjölskylduna hafa aðlagast vel í Kaupmannahöfn en að hörðustu samningamennirnir fyrir búferlaflutninga hafi verið yngstu heimilismeðlimirnir. Ung fjölskylda í Danmörku Ragna Sara segir viðskipti mjögáhugaverð líka í samhengi við menningu almennt. „Viðskipti eru líka menning. Í raun kynnist maður menningu frá öðru sjónarhorni í gegnum viðskiptin. Samskipti í viðskiptum eru gríðarlega mikilvæg og í gegnum þessi samskipti, kynnist maður mörgu í menningarlegu tilliti,“ segir Ragna Sara þegar meistaranámið í alþjóðaviðskiptum er rætt. Því þegar áform breyttust um nám í London, sótti Ragna Sara um í viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og þangað fluttu hún og Stefán árið 2003, þá með tvö lítil börn. „Það var yndislegur tími og það er margt mjög gott við að ala upp börn í Danmörku, meira að segja í svona stórri borg eins og Kaupmannahöfn telst vera,“ segir Ragna Sara og bætir við: „Því hér eru mörg græn svæði og mér fannst ég læra mjög margt af því að búa hér.“ Eins og hvað? „Stundvísi,“ nefnir Ragna Sara sem dæmi og bætir við: „Hér er stundvísi ákaflega mikilvæg en ég myndi líka nefna skipulag. Hér er gott skipulag á öllu. Samgöngum og öðrum kerfum. Danir eru líka mjög góðir í að ræða málin. Þeir taka opið samtal um allt þar sem áherslan er umræða á málefnalegum nótum, opið samtal þótt hagsmunaaðilarnir geti verið margir og ólíkir.“ Þótt lífið í Danmörku hafi um margt verið óskaplega þægilegt, fluttu hjónin heim árið 2008. Stuttu fyrir bankahrun. „Það var auðvitað mikill uppgangur hjá íslenskum fyrirtækjum á þessum tíma og mörg spennandi störf í boði,“ segir Ragna Sara um flutninginn aftur á Frón. Ragna með hluta af teyminu í FÓLK, fv.: Ólína Rögnudóttir, Jón Helgi Hólmgeirsson og Theodóra Alfreðsdóttir. FÓLK hannar, framleiðir og markaðssetur húsgögn og nytjahluti sem styðja neytendur til sjálfbærari lífsstíls. Öll framleiðsla er í Evrópu til að auka á gagnsæi og rekjanleika vörunnar hvað varðar kolefnisspor framleiðslunnar og áhrif hennar á umhverfið.Baldur Kristjánsson FÓLK Í Danmörku starfaði Ragna Sara sem viðskiptafulltrúi hjá sendiráði Íslands og við flutninginn til Íslands starfaði hún áfram á vegum utanríkisráðuneytisins en nú sem verkefnastjóri Nordic Business Outreach fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) og utanríkisráðuneytið. En hvað kom til að þú fórst að vinna fyrir Landsvirkjun? „Það var eiginlega óvænt, en á þessum tíma er Hörður Arnarson nýtekinn við sem forstjóri en hann hafði áður byggt upp nýsköpunarfyrirtækið Marel og það fannst mér spennandi. Hörður vildi fá einhver sem gæti stutt sig í að opna fyrirtækið og byggja upp samskiptaleiðir utan þess og innan og ég var í rauninni ráðin í það starf.“ Að starfa hjá Landsvirkjun segir Ragna Sara að hafi verið mjög skemmtilegur tími. Þar þróaðist starfið hennar yfir í að verða yfirmaður samfélagsábyrgðar og því má segja að í starfinu hjá Landsvirkjun hafi Ragna Sara sífellt færst nær því umhverfisvæna starfsumhverfi sem hún lifir og hrærist í í dag. En margt annað má telja til. Árið 1999 hlaut Ragna Sara verðlaun umhverfisráðherra fyrir greinaflokkinn Landið og orkan sem hún og ljósmyndarinn RAX unnu fyrir Morgunblaðið. Ragna Sara var líka um tíma formaður stjórnar Festu og formaður Umhverfisverðlauna atvinnulífsins, til viðbótar við að vera formaður stjórnar UN Women á Íslandi um tíma. Sem allt styður við það hugsjónarstarf sem FÓLK vinnur að í dag: Sjálfbærni. Þegar Ragna Sara hætti í Landsvirkjun tók við hinn hefðbundni tími í lífi frumkvöðulsins. „Ég gat þetta vegna þess að Stefán var í góðu starfi,“ segir Ragna Sara og brosir. Því eins og allir vita fylgir nýsköpun oftast mikil vinna en engin eða nánast engin laun fyrst um sinn. „Aðdragandinn að stofnun fyrirtækisins tók tæp tvö ár og fyrstu árin hjá FÓLK var ég auðvitað bara launalaus,“ segir Ragna Sara og brosir. „En það komu líka ótrúlega margir að borði og hjálpuðu til við uppbygginguna. Margir sem ég er ofboðslega þakklát fyrir að hafi stutt mig og fyrirtækið og eflaust mun ég aldrei geta þakkað nægilega vel fyrir þann stuðning, svo mikill og góður var hann.“ Sástu alltaf fyrir þér að FÓLK færi í útrás? „Já.“ Á neðri mynd tv. má sjá Lava vasann sem er 100% framleiddur úr endurunnu gleri frá Svíþjóð. Á neðri mynd tv. eru Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir í Fléttu stúdeói en þær hönnuðu loftpúða FÓLKS sem hlaut viðurkenninguna Besta varan á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2023. Púðarnir eru unnir úr loftpúðum bíla. Fjármögnun tækifæra Árið 2022 fjárfesti Eyrir Vöxtur í fyrirtækinu, en sá sjóður fjárfestir sérstaklega í nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa skýra framtíðarsýn og vinna sérstaklega að viðmiðunum sem kallast UFS á íslensku (umhverfislegra, félagslegra og stjórnarhátta) en ESG á ensku (Environmental, Social and Governance). En hvers vegna að fjárfesta í FÓLK? Því það eru margir hönnuðir að reyna slíkt hið sama og svo hefur verið um árabil. „Ég held að starfsemi FÓLKS falli vel að þeim áherslum sem Eyrir Vöxtur hefur og auðvitað skiptir mjög miklu máli að þú sért með skýra framtíðarsýn þar sem umhverfismálin og þessi samfélagslegu áhrif eru höfð að leiðarljósi. Viðskiptamódelið þarf síðan að leiða fjárfestinguna, þú þarft að vera með skýrt plan og pottþétt teymi og viðskiptaáætlun sem nýtur trausts.“ Í stjórn FÓLKS eru sannkallaðir reynsluboltar: Birna Einarsdóttir er formaður stjórnar, í stjórn situr líka Sif Jakobs skartgripahönnuður og Stefán eiginmaður Rögnu Söru. Hvernig kom það til að Birna og Sif slógust í hópinn? „Á sama tíma og við vorum að manna nýja stjórn félagsins, losnaði um Birnu í bankanum. Hún sagði okkur að hún hefði áhuga á að styðja við nýsköpunarfyrirtæki með sinni reynslu og við vorum svo heppin að fá hana til okkar. Hún og Stefán þekktust auðvitað frá því að hafa starfað saman í bankanum og það verður að segjast að Birna Einars er vægast sagt mjög öflugur stjórnarformaður.“ Aðkoma Sifjar kom í kjölfar þess að stofnað var dótturfélag í Kaupmannahöfn til að vinna að alþjóðlegum vexti þess. „Þá fórum við að horfa til Danmerkur og hvort það væri einhver þar sem gæti nýst okkur vel að hafa sem öflugan liðsmann. Nafn Sifjar kom upp, við höfðum samband og hún var ekki lengi að hugsa sig um og sagði Já.“ Í takt við þær áætlanir sem farið var af stað með árið 2022, er nú komið að því að fara í næstu lotu fjármögnunar. Fundurinn á Vinnustofu Kjarvals er því upphafið að þeirra lotu. „En eins líka að opna samtalið um virði hönnunar og skapandi greina. Ekki síst í samhengi við umhverfismálin,“ segir Ragna Sara og hvetur til þess að fólk sem hefur áhuga á að mæta á fundinn, hafi samband við sig. Ragna Sara segir kauphegðun nú þegar að breytast þar sem kröfur um umhverfisvænar vörur eru að aukast. Á fundi FÓLKS á Vinnustofu Kjarvals á morgun sé ætlunin að opna samtalið um virði hönnunar og skapandi greina í samhengi við umhverfismálin. Fundurinn er opinn fjárfestum og öðrum hagaðilum sem sjá fyrir sér samleið með vegferð FÓLKS.Saga Sig Fólkið og framtíðin Ragna Sara er sannfærð um að margt muni breytast í heimi hönnunar og framleiðslu á komandi árum. Sem falli vel að starfsemi og vaxtartækifærum FÓLKS. „Það hefur verið mikil gróska í hönnun á Íslandi. Ég tók eftir því strax við komuna aftur til Íslands árið 2008, þá var Hönnunarmars að byrja og margt fleira spennandi í gerjun. Í heiminum er samt allt á fleygiferð. Ekki aðeins eru verslanir og söluaðilar farnir að leggja línurnar fyrir umhverfisvænar vörur, heldur vona ég líka að neytendur fari í auknum mæli að gera kröfur um að vörur sem keyptar eru, séu ekki að hafa slæm áhrif á umhverfið og samfélagið,“ segir Ragna Sara Þá segir Ragna Sara að frá því að hugmynd komi fram og þar til að hún sé tilbúin vara í verslun sé langt og kostnaðarsamt ferli sem sé erfitt að vinna einn að. „Það er svo langt ferli að hanna vöru, framleiða hana og fara síðan í sölu- og markaðssetningu. Sem er í rauninni allt annar kafli en mjög skemmtilegur. Ég sá strax fyrir mér að með fyrirtæki eins og FÓLK gætum við áorkað meiru í sameiningu heldur en hvert eitt og sér og þannig hófst samstarf mitt við marga hönnuði.“ Til framtíðar sér hún fyrir sér að umhverfisvænar vörur verði sífellt meira og meira áberandi. Kauphegðun fólks muni einfaldlega breytast og fólk og söluaðilar gera kröfu um að framleiðsla vörunnar skaði ekki umhverfið eða endi á haugunum. „Pælingin mín í upphafi var strax sú að búa til vörur úr góðum hráefnum sem endast lengi og er hægt að endurvinna þegar þeirra hlutverki er lokið. Enda það versta sem gerist þegar vörur enda í urðunargámi!“ segir Ragna Sara með innlifun. Af fjölskyldunni er það að frétta að lífið í Danmörku er í heild sinni í blóma þar sem allir hafa aðlagast nokkuð vel. „Elsta dóttirin var reyndar flutt til Danmerkur og byrjuð í námi þegar við komum. Þannig að hún var fyrst og fremst mjög glöð við fréttirnar. Tómas útskrifaðist úr MR og hver vill ekki flytja til Kaupmannahafnar 19 ára?“ segir Ragna Sara og hlær. „Allir hafa náð góðum tökum á tungumálunum og þau yngstu eru komin á fullt í tómstundir eins og íþróttir og tónlist.“ Framtíðin fyrir FÓLK er klárlega erlendis. Ég byrjaði á Íslandi ogég lærði mjög mikið á því, hafði aldrei gert þetta áður. Og þótt Danmörk verði að teljast aðeins millistórt land, eru þeir að gera það mjög gott í þessum geira og hér hef ég lært mjög margt. Því hér skynjar maður svo vel hversu skipulagt markaðs og sölustarf getur verið. Þetta hefur verið mikill skóli en á sama tíma augljóst að tækifærin eru mörg.“ Hönnunarverðlaun Íslands HönnunarMars Tíska og hönnun Nýsköpun Sjálfbærni Starfsframi Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 „Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku“ Afadagur, fjögurra daga vinnuvika og skipulögð glæpastarfsemi er rædd í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur sem er búsett í Hollandi. 6. maí 2024 07:01 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Sem fólk eflaust telur að eigi við um samninga í alþjóða viðskiptum og útrás eins og FÓLK vinnur að. Því er þó öðru nær. Því hér er Ragna Sara að vísa til samningaviðræðna við yngstu börnin á heimilinu, þegar fjölskyldan flutti til Danmerkur fyrir rúmu ári síðan. Til að styðja enn frekar við vöxt og útrásartækifæri FÓLKS. Hönnunargeirinn er enginn kvennabransi hér. Í Danmörku eru mun algengara að hönnunarfyrirtæki séu rekin og stofnuð af karlmönnum. Og jafn lítið land og Danmörk í raun er, hefur árangur Dana verið gífurlegur þegar kemur að hönnun. Hér veltir þessi geiri mörgum milljörðum.“ Á fimmtudag býðst fjárfestum og öðrum tengdum aðilum að mæta á fund á Vinnustofu Kjarval sem FÓLK stendur fyrir. Tilefnið er fjármögnun í nýsköpun og hönnun, sem Ragna Sara segir fela í sér ýmiss tækifæri: Fyrir fjárfesta sem og aðila sem telja sig eiga samleið með vegferð FÓLKS. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um hönnun og vaxtartækifæri erlendis. Ragna Sara stofnaði FÓLK árið 2017. Birna Einarsdóttir er stjórnarformaður en Birna hafði áhuga á að leggja nýsköpunarfyrirtæki eins og FÓLKI lið þegar losnaði um hana í Íslandsbanka. Sif Jakobs skartgripahönnuður situr líka í stjórn en hún er nú þegar að gera stóra hluti í Danmörku og með um 50 manns í vinnu. Stefán Sigurðsson er eiginmaður Rögnu og stjórnarmaður í FÓLK, margreyndur stjórnandi og stjórnarmaður um árabil.Valgerður Stefánsdóttir Að sjá: Umhverfisáhrif og verð Áður en við kynnumst Rögnu Söru betur, er ágætt að skilja aðeins betur, út á hvað starfsemi FÓLKS gengur út á, en fyrirtækið var stofnað árið 2017. „Undirbúningurinn hófst þó árið 2015, það tók alveg um tvö ár að koma fyrstu vörunni í sölu,“ segir Ragna Sara. Það sem FÓLK gerir er að hanna, framleiða og markaðssetja húsgögn og nytjahluti sem styðja neytendur til sjálfbærari lífstíls. Öll framleiðsla er í Evrópu, enda segir Ragna Sara það auðvelda allt gagnsæi hvað varðar kolefnisspor vöru eða áhrif hennar á umhverfið. Að reyna að átta sig á því hvaða áhrif framleiðsla vöru hefur á umhverfið er erfiðara þegar framleiðslan fer fram hinum megin á hnettinum. Í framtíðinni sé ég samt fyrir mér að fólk kaupi húsgögn og aðrar nytjavörur þar sem rekjanleikinn er algjör og fólk á jafn auðvelt með að sjá hver umhverfisáhrif vörunnar eru og verðið sjálft.“ Sem dæmi um vöru má nefna LAVA vasa FÓLKS, sem er framleiddur úr 100% endurunnu gleri í Svíþjóð. Loftpúðinn, sem eins og nafnið gefur til kynna er unnin úr loftpúðum í bíl, en púðinn var valinn Besta varan á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2023. Ragna Sara segir FÓLK vinna með ýmsum hönnuðum en samningarnir séu þannig að höfundarrétturinn er ávallt hönnuðarins, en nytjarétturinn liggur hjá fyrirtækinu, enda sjái fyrirtækið um framleiðsluna. „Í heiminum í dag er það vaxandi vandamál að hönnun sé tekin ófrjálsri hendi af netinu og henni stolið eða hún stæld. Þess vegna er mikilvægt að kíkja eftir því á vörum hver sé skráður hönnuður á henni,.“ Það hefur löngum verið þekkt að frumkvöðlar eru allt í öllu fyrstu árin eftir að fyrirtæki í nýsköpun er stofnað. Enda fylgir því oftast mikil vinna, minni laun en þeim mun meiri ástríða. Ragna Sara sá alltaf fyrir sér að FÓLK færi í útrás en árið 2022 fjárfesti Eyrir vöxtur í félaginu og í kjölfarið var dótturfélag stofnað í Kaupmannahöfn. Ragna Sara En hvers vegna ætli Ragna Sara hafi ákveðið að stofna nýsköpunarfyrirtæki í hönnun? Því eftir nám starfaði Ragna Sara sem blaðamaður á Morgunblaðinu þaðan sem hún færði sig yfir til RÚV um aldamótin, þegar hún og Gísli Marteinn Baldursson voru ráðin sem umsjónarmenn Kastljóss. Enn síðar var Ragna Sara ráðin yfirmaður samskiptamála hjá Landsvirkjun. „Ég sá reyndar fyrir mér að starfa við heimildargerð,“ segir Ragna Sara þegar hún rifjar upp æsku- og unglingsdrauma. Ragna Sara er fædd árið 1973 og uppalin í Hlíðunum í Reykjavík. Ragna Sara útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam mannfræði í Háskóla Íslands en síðar lauk hún meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. „Frelsi,“ svarar Ragna Sara aðspurð um hvað kemur fyrst upp í hugann þegar hún rifjar upp æskuárin. „Þetta voru svo áhyggjulausir tímar. Maður hafði allan daginn út af fyrir sig, að hafa gaman og skemmta sér. Á þessum tíma voru ekki svona miklar kvaðir eða kröfur um hvað við ættum öll að vera að gera. Þannig að sem börn vorum við svo frjáls og meira og minna úti að leika.“ Ragna Sara hafði alltaf mikinn áhuga á menningu og dansi. „Mig langaði til að skrifa bækur og gera heimildarmyndir um menningu og hversu ólík hún er í heiminum. Enda var ég stöðugt að ferðast eða að skipuleggja ferðalög og fann mér einhvern veginn alltaf leiðir til þess,“ segir Ragna Sara og þylur upp nokkur lönd sem hún heimsótti eða dvaldi í þegar hún var ung kona. Að nema mannfræði í háskólanum helst því nokkuð í hendur við þennan áhuga, en hvers vegna að fara í viðskiptanám síðar? „Viðskiptanámið sem ég fór í, er reyndar þróunar- og viðskiptanám. Ég ætlaði fyrst í þróunarfræði í London School of Economics en þegar ég var komin inn í það nám, var ég orðin ófrísk af fyrsta barninu og fannst ekki skynsamlegt að halda í það nám kasólétt,“ segir Ragna Sara, en eiginmaður hennar er Stefán Sigurðsson, sem lengi starfaði sem forstjóri Sýnar en kom þá frá Íslandsbanka. Ragna Sara og Stefán eiga fjögur börn: Valgerður fædd 2002, Tómas fæddur 2004, Jakob fæddur 2012 og Anna Karólína fædd 2014. Ragna Sara segir fjölskylduna hafa aðlagast vel í Kaupmannahöfn en að hörðustu samningamennirnir fyrir búferlaflutninga hafi verið yngstu heimilismeðlimirnir. Ung fjölskylda í Danmörku Ragna Sara segir viðskipti mjögáhugaverð líka í samhengi við menningu almennt. „Viðskipti eru líka menning. Í raun kynnist maður menningu frá öðru sjónarhorni í gegnum viðskiptin. Samskipti í viðskiptum eru gríðarlega mikilvæg og í gegnum þessi samskipti, kynnist maður mörgu í menningarlegu tilliti,“ segir Ragna Sara þegar meistaranámið í alþjóðaviðskiptum er rætt. Því þegar áform breyttust um nám í London, sótti Ragna Sara um í viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og þangað fluttu hún og Stefán árið 2003, þá með tvö lítil börn. „Það var yndislegur tími og það er margt mjög gott við að ala upp börn í Danmörku, meira að segja í svona stórri borg eins og Kaupmannahöfn telst vera,“ segir Ragna Sara og bætir við: „Því hér eru mörg græn svæði og mér fannst ég læra mjög margt af því að búa hér.“ Eins og hvað? „Stundvísi,“ nefnir Ragna Sara sem dæmi og bætir við: „Hér er stundvísi ákaflega mikilvæg en ég myndi líka nefna skipulag. Hér er gott skipulag á öllu. Samgöngum og öðrum kerfum. Danir eru líka mjög góðir í að ræða málin. Þeir taka opið samtal um allt þar sem áherslan er umræða á málefnalegum nótum, opið samtal þótt hagsmunaaðilarnir geti verið margir og ólíkir.“ Þótt lífið í Danmörku hafi um margt verið óskaplega þægilegt, fluttu hjónin heim árið 2008. Stuttu fyrir bankahrun. „Það var auðvitað mikill uppgangur hjá íslenskum fyrirtækjum á þessum tíma og mörg spennandi störf í boði,“ segir Ragna Sara um flutninginn aftur á Frón. Ragna með hluta af teyminu í FÓLK, fv.: Ólína Rögnudóttir, Jón Helgi Hólmgeirsson og Theodóra Alfreðsdóttir. FÓLK hannar, framleiðir og markaðssetur húsgögn og nytjahluti sem styðja neytendur til sjálfbærari lífsstíls. Öll framleiðsla er í Evrópu til að auka á gagnsæi og rekjanleika vörunnar hvað varðar kolefnisspor framleiðslunnar og áhrif hennar á umhverfið.Baldur Kristjánsson FÓLK Í Danmörku starfaði Ragna Sara sem viðskiptafulltrúi hjá sendiráði Íslands og við flutninginn til Íslands starfaði hún áfram á vegum utanríkisráðuneytisins en nú sem verkefnastjóri Nordic Business Outreach fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) og utanríkisráðuneytið. En hvað kom til að þú fórst að vinna fyrir Landsvirkjun? „Það var eiginlega óvænt, en á þessum tíma er Hörður Arnarson nýtekinn við sem forstjóri en hann hafði áður byggt upp nýsköpunarfyrirtækið Marel og það fannst mér spennandi. Hörður vildi fá einhver sem gæti stutt sig í að opna fyrirtækið og byggja upp samskiptaleiðir utan þess og innan og ég var í rauninni ráðin í það starf.“ Að starfa hjá Landsvirkjun segir Ragna Sara að hafi verið mjög skemmtilegur tími. Þar þróaðist starfið hennar yfir í að verða yfirmaður samfélagsábyrgðar og því má segja að í starfinu hjá Landsvirkjun hafi Ragna Sara sífellt færst nær því umhverfisvæna starfsumhverfi sem hún lifir og hrærist í í dag. En margt annað má telja til. Árið 1999 hlaut Ragna Sara verðlaun umhverfisráðherra fyrir greinaflokkinn Landið og orkan sem hún og ljósmyndarinn RAX unnu fyrir Morgunblaðið. Ragna Sara var líka um tíma formaður stjórnar Festu og formaður Umhverfisverðlauna atvinnulífsins, til viðbótar við að vera formaður stjórnar UN Women á Íslandi um tíma. Sem allt styður við það hugsjónarstarf sem FÓLK vinnur að í dag: Sjálfbærni. Þegar Ragna Sara hætti í Landsvirkjun tók við hinn hefðbundni tími í lífi frumkvöðulsins. „Ég gat þetta vegna þess að Stefán var í góðu starfi,“ segir Ragna Sara og brosir. Því eins og allir vita fylgir nýsköpun oftast mikil vinna en engin eða nánast engin laun fyrst um sinn. „Aðdragandinn að stofnun fyrirtækisins tók tæp tvö ár og fyrstu árin hjá FÓLK var ég auðvitað bara launalaus,“ segir Ragna Sara og brosir. „En það komu líka ótrúlega margir að borði og hjálpuðu til við uppbygginguna. Margir sem ég er ofboðslega þakklát fyrir að hafi stutt mig og fyrirtækið og eflaust mun ég aldrei geta þakkað nægilega vel fyrir þann stuðning, svo mikill og góður var hann.“ Sástu alltaf fyrir þér að FÓLK færi í útrás? „Já.“ Á neðri mynd tv. má sjá Lava vasann sem er 100% framleiddur úr endurunnu gleri frá Svíþjóð. Á neðri mynd tv. eru Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir í Fléttu stúdeói en þær hönnuðu loftpúða FÓLKS sem hlaut viðurkenninguna Besta varan á Hönnunarverðlaunum Íslands árið 2023. Púðarnir eru unnir úr loftpúðum bíla. Fjármögnun tækifæra Árið 2022 fjárfesti Eyrir Vöxtur í fyrirtækinu, en sá sjóður fjárfestir sérstaklega í nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa skýra framtíðarsýn og vinna sérstaklega að viðmiðunum sem kallast UFS á íslensku (umhverfislegra, félagslegra og stjórnarhátta) en ESG á ensku (Environmental, Social and Governance). En hvers vegna að fjárfesta í FÓLK? Því það eru margir hönnuðir að reyna slíkt hið sama og svo hefur verið um árabil. „Ég held að starfsemi FÓLKS falli vel að þeim áherslum sem Eyrir Vöxtur hefur og auðvitað skiptir mjög miklu máli að þú sért með skýra framtíðarsýn þar sem umhverfismálin og þessi samfélagslegu áhrif eru höfð að leiðarljósi. Viðskiptamódelið þarf síðan að leiða fjárfestinguna, þú þarft að vera með skýrt plan og pottþétt teymi og viðskiptaáætlun sem nýtur trausts.“ Í stjórn FÓLKS eru sannkallaðir reynsluboltar: Birna Einarsdóttir er formaður stjórnar, í stjórn situr líka Sif Jakobs skartgripahönnuður og Stefán eiginmaður Rögnu Söru. Hvernig kom það til að Birna og Sif slógust í hópinn? „Á sama tíma og við vorum að manna nýja stjórn félagsins, losnaði um Birnu í bankanum. Hún sagði okkur að hún hefði áhuga á að styðja við nýsköpunarfyrirtæki með sinni reynslu og við vorum svo heppin að fá hana til okkar. Hún og Stefán þekktust auðvitað frá því að hafa starfað saman í bankanum og það verður að segjast að Birna Einars er vægast sagt mjög öflugur stjórnarformaður.“ Aðkoma Sifjar kom í kjölfar þess að stofnað var dótturfélag í Kaupmannahöfn til að vinna að alþjóðlegum vexti þess. „Þá fórum við að horfa til Danmerkur og hvort það væri einhver þar sem gæti nýst okkur vel að hafa sem öflugan liðsmann. Nafn Sifjar kom upp, við höfðum samband og hún var ekki lengi að hugsa sig um og sagði Já.“ Í takt við þær áætlanir sem farið var af stað með árið 2022, er nú komið að því að fara í næstu lotu fjármögnunar. Fundurinn á Vinnustofu Kjarvals er því upphafið að þeirra lotu. „En eins líka að opna samtalið um virði hönnunar og skapandi greina. Ekki síst í samhengi við umhverfismálin,“ segir Ragna Sara og hvetur til þess að fólk sem hefur áhuga á að mæta á fundinn, hafi samband við sig. Ragna Sara segir kauphegðun nú þegar að breytast þar sem kröfur um umhverfisvænar vörur eru að aukast. Á fundi FÓLKS á Vinnustofu Kjarvals á morgun sé ætlunin að opna samtalið um virði hönnunar og skapandi greina í samhengi við umhverfismálin. Fundurinn er opinn fjárfestum og öðrum hagaðilum sem sjá fyrir sér samleið með vegferð FÓLKS.Saga Sig Fólkið og framtíðin Ragna Sara er sannfærð um að margt muni breytast í heimi hönnunar og framleiðslu á komandi árum. Sem falli vel að starfsemi og vaxtartækifærum FÓLKS. „Það hefur verið mikil gróska í hönnun á Íslandi. Ég tók eftir því strax við komuna aftur til Íslands árið 2008, þá var Hönnunarmars að byrja og margt fleira spennandi í gerjun. Í heiminum er samt allt á fleygiferð. Ekki aðeins eru verslanir og söluaðilar farnir að leggja línurnar fyrir umhverfisvænar vörur, heldur vona ég líka að neytendur fari í auknum mæli að gera kröfur um að vörur sem keyptar eru, séu ekki að hafa slæm áhrif á umhverfið og samfélagið,“ segir Ragna Sara Þá segir Ragna Sara að frá því að hugmynd komi fram og þar til að hún sé tilbúin vara í verslun sé langt og kostnaðarsamt ferli sem sé erfitt að vinna einn að. „Það er svo langt ferli að hanna vöru, framleiða hana og fara síðan í sölu- og markaðssetningu. Sem er í rauninni allt annar kafli en mjög skemmtilegur. Ég sá strax fyrir mér að með fyrirtæki eins og FÓLK gætum við áorkað meiru í sameiningu heldur en hvert eitt og sér og þannig hófst samstarf mitt við marga hönnuði.“ Til framtíðar sér hún fyrir sér að umhverfisvænar vörur verði sífellt meira og meira áberandi. Kauphegðun fólks muni einfaldlega breytast og fólk og söluaðilar gera kröfu um að framleiðsla vörunnar skaði ekki umhverfið eða endi á haugunum. „Pælingin mín í upphafi var strax sú að búa til vörur úr góðum hráefnum sem endast lengi og er hægt að endurvinna þegar þeirra hlutverki er lokið. Enda það versta sem gerist þegar vörur enda í urðunargámi!“ segir Ragna Sara með innlifun. Af fjölskyldunni er það að frétta að lífið í Danmörku er í heild sinni í blóma þar sem allir hafa aðlagast nokkuð vel. „Elsta dóttirin var reyndar flutt til Danmerkur og byrjuð í námi þegar við komum. Þannig að hún var fyrst og fremst mjög glöð við fréttirnar. Tómas útskrifaðist úr MR og hver vill ekki flytja til Kaupmannahafnar 19 ára?“ segir Ragna Sara og hlær. „Allir hafa náð góðum tökum á tungumálunum og þau yngstu eru komin á fullt í tómstundir eins og íþróttir og tónlist.“ Framtíðin fyrir FÓLK er klárlega erlendis. Ég byrjaði á Íslandi ogég lærði mjög mikið á því, hafði aldrei gert þetta áður. Og þótt Danmörk verði að teljast aðeins millistórt land, eru þeir að gera það mjög gott í þessum geira og hér hef ég lært mjög margt. Því hér skynjar maður svo vel hversu skipulagt markaðs og sölustarf getur verið. Þetta hefur verið mikill skóli en á sama tíma augljóst að tækifærin eru mörg.“
Hönnunarverðlaun Íslands HönnunarMars Tíska og hönnun Nýsköpun Sjálfbærni Starfsframi Tengdar fréttir „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 „Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku“ Afadagur, fjögurra daga vinnuvika og skipulögð glæpastarfsemi er rædd í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur sem er búsett í Hollandi. 6. maí 2024 07:01 „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
„Fólk heldur kannski að það sé saklaust að kaupa eina falsaða tösku“ Afadagur, fjögurra daga vinnuvika og skipulögð glæpastarfsemi er rædd í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur sem er búsett í Hollandi. 6. maí 2024 07:01
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01