Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. október 2024 07:03 Sif Jakobs stofnaði fyrirtækið sitt árið 2009. Hjá því starfa nú yfir 100 manns og eru skartgripir Sif Jakobs seldir í 44 löndum. Viðskiptavinirnir telja um fjögur þúsund og segir Sif ótrúlega margt spennandi framundan. Sjálfbærni sé framtíðin og meira að segja ekta demantar séu í dag ræktaðir. „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. Þá 23 ára og alein í útlöndum. Þó búin að nema gullsmíði í Svíþjóð; nám sem hún lauk á þremur árum í stað fjögurra. Í dag starfa yfir 50 manns hjá Sif Jakobs Jewellery en yfir 100 manns ef sölumenn víða um heim eru meðtaldir. Skartgripir Sif Jakobs eru seldir í 44 löndum og viðskiptavinirnir telja um fjögur þúsund aðilar. Sif telst því án efa einn farsælasti hönnuður Íslands. Í dag mun Sif halda erindi á fundi sem haldinn verður á Vinnustofu Kjarval á vegum FÓLKS. Sif situr í stjórn þess félags og mun í erindi sínu segja frá vegferð Sif Jakobs Jewellery, sem hún stofnaði árið 2009. Fundurinn er opinn fjárfestum og öðrum aðilum sem telja sig eiga samleið með vegferð FÓLKS. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um hönnun og vaxtartækifæri erlendis. Sif segist alltaf hafa hugsað stórt. Strax á námsárunum sá hún fyrir sér að stofna sitt eigið fyrirtæki og framleiða undir sínu eigin merki. Sif lærði gullsmíði í Svíþjóð en flutti á útskriftardegi til Kaupmannahafnar og býr þar enn. Ef þig getur dreymt eitthvað, getur þú gert það segir Sif. Kóngsins Köpenhavn og Akureyri Sif er fædd og uppalin á Akureyri, litla systir tveggja bræðra og á eina yngri systur og dóttir hjónanna Unnar Björk Pálsdóttur og Jakobs Jónassonar. „Mér fannst Akureyri besti staðurinn á jörðinni og það verður að segjast að það var óskaplega gott að alast þar upp. Ég ólst upp í Brekkunni, gekk í Lundarskóla, var alltaf mjög vinamörg, stundaði skíðin í fjallinu og fór að vinna þar í tískubúðunum sem unglingur,“ segir Sif þegar hún rifjar upp æskuna. „Ég vissi samt snemma að ég vildi ferðast. Strax á unglingsárunum fórum við vinkonurnar að skreppa oft til Reykjavíkur, reyndar svo oft að mömmu þótti stundum um of,“ segir Sif og skellir uppúr. Enda oft stutt í hláturinn hjá þessari skapandi konu, sem á aðeins 15 árum hefur reist heljarinnar veldi í Danmörku. „Já það er ekkert auðveld að komast í gegnum markaðinn hér,“ viðurkennir Sif og bætir við: En ég viðurkenni alveg að fyrstu árin voru erfið. Ég vann myrkranna á milli og eiginlega meira en það. Mjög oft gat maður ekki tekið þátt í neinu með vinum eða vandamönnum því maður lagði allt í fyrirtækið og vinnuna. Ég held meira að segja að fjölskyldan mín átti sig stundum ekki á því hversu mikil og erfið vinna þetta var. Enda er þetta stóra barnið mitt.“ Því já, yngra barnið heitir Sixten og er 9 ára en eiginmaður Sifjar er Sören Dahl, framkvæmdastjóri og eigandi ráðningaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Sif segist enn í góðu sambandi við marga af sínum æskuvinum frá Akureyri. Sumir jafnvel búi í Danmörku og í einhverjum tilfellum hafa börn þessara vina starfað hjá henni um tíma. Sem henni finnst ótrúlega vænt um. „Því ég veit hvað það getur verið erfitt að fá vinnu þegar maður er útlendingur einhvers staðar. Hjá okkur starfar fólk reyndar frá mjög mörgum löndum. Ráðningar sem ég beiti mér oft fyrir vegna þess að ég veit hversu erfitt það er að koma sér á framfæri fyrst þegar maður býr í ókunnugu landi, en líka auðvitað sem hluta af starfseminni sem nær víða um heim og þá er gott að vera með starfsfólk sem talar mörg tungumál.“ Íslendingar eru löngum þekktir fyrir að eigna sér afreksfólk í útlöndum: Finnst þér Akureyringar jafnvel eiga sérstaklega mikið í þér? „Nei ég hef svo sem ekki fundið það,“ svarar Sif og hlær. „Frekar að ég finni ríg á milli Dana og Íslendinga; hvor þjóðin eigi mig meira.“ Sem Sif segir stundum koma upp þannig að fólk er ekki alveg með á hreinu hvort hún sé íslensk eða dönsk. Nú síðast í konungsboði Friðriks X og Mary drottningar þegar Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti Íslands, heimsótti hjónin heim. „Þá var ég að hitta bæði Dani og Íslendinga sem voru ekkert viss. Jafnvel Íslendingar sem þekktu nafnið mitt en héldu að ég væri dönsk,“ segir Sif og brosir. Enda svo sem ekkert skrýtið. Því Sif hefur nokkuð haldið sig til hlés sjálf, þótt nafnið sé þekktara víða. Í dag fáum við hins vegar að kynnast Sif. Sif er fædd og uppalin á Akureyri en segist stundum finna ríg á milli Dana og Íslendinga hvor eigi meira í henni. Í boði konungshjónanna í Danmörku um daginn, í tilefni heimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, kom meira að segja í ljós að sumir Íslendingar þekktu nafnið hennar en töldu hana vera danska. Alltaf hugsað stórt Sif sækir sinn innblástur mikið til Ítalíu því þar dvaldi hún mikið um árabil. Þessi ítalska tenging skýrir það út hvers vegna línur Sifjar kenna sig flestar (eða allar?) við ítalskar borgir eða bæi. „Hönnunin mín þykir hafa ákveðin skandinavískan ítalskan blæ, enda var þetta nokkuð ný hönnun þegar ég byrjaði fyrst með Sif Jakobs árið 2009,“ segir Sif og útskýrir að Danir hafi löngum verið nokkuð látlausir í skraut- og skarthönnun, á meðan Ítalir eru þekktir fyrir að nota stóra steina og áberandi liti, í bland við að vera mjög elegant. Þegar Sif var lítil, var draumurinn hennar reyndar að verða arkitekt. Varstu að teikna eða gera skissur strax á barnsaldri? „Já, amma mín á Akureyri kallaði mig einmitt fagurkera vegna þess að ég var alltaf að teikna,“ segir Sif og brosir. Eftir grunnskóla fór Sif í Verkmenntaskólann á Akureyri og Myndlistarskólann, en hélt síðan til Svíþjóðar í skartgripanám. „Námið þar var fjölbreyttara en í Danmörku og á Íslandi,“ segir Sif og útskýrir að í Danmörku og á Íslandi byggi námið á því að nemendur eru í tvö ár í skóla en í tvo ár á samningi. „Ég vissi alltaf að ég yrði ekki lengi í Svíþjóð. Horfði strax til Danmerkur og flutti til Kaupmannahafnar sama dag og ég útskrifaðist.“ Strax á námsárunum var Sif þó komin með skýra framtíðarsýn. Ég hef alltaf hugsað stórt. Og strax í náminu sá ég fyrir mér að stofna mitt eigið fyrirtæki og selja undir mínu eigin nafni mínar hönnunarvörur.“ Að ákveða nafnið Sif Jakobs fyrir vörumerkið hennar var þó ekki sjálfgefið. „Ég var reyndar frekar feimin við það. Enda feimin að upplagi. En eftir mikla og góða umhugsun ákvað ég þó að vörumerkið yrði Sif Jakobs því það gæfi mér ákveðið forskot og öðruvísi leiðir til að markaðssetja mig. Það að sýna mig eða heimilið mitt gat ég gert til að markaðssetja Sif Jakobs. Eitthvað sem hefði ekki verið hægt ef ég hefði verið með vörumerki undir sjálfstæðu nafni.“ Eiginmaður Sifjar heitir Sören Dahl en hann er framkvæmdastjóri og eigandi ráðningaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Sonur þeirra heitir Sixten og er níu ára. Sif segist ekki geta skýrt það út, en frá fyrsta degi hafi hún alltaf fundið sterka heima-tilfinningu í Kaupmannahöfn. Með átta manns í íbúðinni sinni Það má með sanni segja að starfið sem Sif gegndi lengst af áður en hún hóf sinn eigin rekstur hafi verið mikill og góður undirbúningur fyrir stofnun Sif Jakobs Jewellery. Því fljótlega eftir námið í Svíþjóð, var Sif ráðin til fyrirtækis sem seldi skartgripi víða um heim. „Ég ferðaðist víða um heim þegar ég vann þar og þegar að við opnuðum skrifstofu á Ítalíu settist ég þar að um tíma. Starfið mitt breyttist síðan og í stað þess að starfa eingöngu við sölu á skartgripum, fór ég að hanna konsept og skart því við vorum sífellt að færa út kvíarnar. Fyrst til Þýskalands ogsvo víða um Evrópu og loks til Bandaríkjanna.“ Í aðdraganda bankahrunsins var Sif þó farin að velta fyrir sér sínum eiginn rekstri. „Ég meira að segja skoðaði að kaupa fyrirtæki á Ítalíu. Sem ég gerði sem betur fer ekki enda alltof flókið allt systemið þar!“ segir Sif og hlær. Sem þó hefur aldrei sleppt takinu á Ítalíu þegar kemur að hönnun og innblæstri. „Heima“ í hennar huga var þó Kaupmannahöfn en þar hafði hún þegar keypt íbúð og þangað flutti hún því aftur árið 2008. „Ég er að byrja í miðri fjármálakrísu en sá strax fyrir mér að það gæti opnað ýmsa möguleika. Því það er alltaf það sem gerist: Þegar ein dyr lokast, opnast aðrar. Til að byrja með hannaði ég línu sem ég fékk söluaðila á Íslandi til að selja, aðila sem ég þekkti vel. Enda hugsaði ég með mér: Ef Íslendingarnir kaupa þetta, þá er ég að gera eitthvað rétt,“ segir Sif og bætir við að oft sé íslenski markaðurinn nefnilega þannig að annað hvort kaupa ,,allir“ eða ,,enginn.“ Næst var þó að koma sér inn á danska markaðinn, sem var stór áskorun. Að framleiða í meira magni og fjármagna vörulager var líka áskorun. „Því ég var Íslendingur í Danmörku og það að tala við danskan banka um eitthvað lán var einfaldlega ekki hægt! Bankakerfið þar einfaldlega lokaði á allt sem íslenskt var.“ Sem betur fer, nýttist tengslanetið á Íslandi þó vel þannig að Sif gat farið fyrir alvöru í hönnun, framleiðslu og rekstur sjálf. „Lengi var ég auðvitað með reksturinn og lagerinn bara heima. En þegar ég var komin með átta manns í íbúðina og heimilið undirlagt af pappakössum og öskjum alls staðar áttaði ég mig á því að það væri kominn tími til að stækka við mig,“ segir Sif og skellir upp úr á ný. Ræktaðir demantar eru framtíðin Úr íbúðinni flutti Sif með reksturinn í lítið húsnæði við Strikið. Sem hún segir hafa verið yndislegan stað að vera á. „En það húsnæði varð mjög fljótt alltof lítið.“ Næst var að flytja í 400 fermetra húsnæði, þar sem reksturinn var í nokkur ár og árið 2021 flutti fyrirtækið í tvöfalt stærra húsnæði. „Síðustu tvö til þrjú árin hafa síðan verið okkar stóra vaxtarskeið því það hefur einfaldlega verið að ganga alveg ótrúlega vel,“ segir Sif og skýrir út hvernig hönnunin fer fram. „Ég er með teymi hér sem vinnur að hönnuninni með mér, teiknar og allt það eftir að ég legg línurnar. Við erum með verksmiðju í Ítalíu og í Kína og alls staðar gerum við samninga um hvaða gæðaefni skuli notað við framleiðsluna. Til viðbótar erum við með mjög markvisst gæðaeftirlit þar sem vörurnar okkar eru teknar út sérstaklega til að athuga hvort gæðastaðlarnir okkar eru ekki að standast fullkomlega þær kröfur sem við gerum til Sif Jakobs skartgripanna og án undantekninga hefur svo verið.“ Sif byrjaði á því að framleiða eingöngu úr silfri. Skýringin á því er sú að ég sá strax fyrir mér að hanna línu sem væri í raun lúxusvara sem þó allir hefðu efni á. En ég byrjaði í fjármálakrísu og því lá beinast við að framleiðslan væri fyrst og fremst úr silfri.“ Þegar viðskiptavinirnir fóru í síauknum mæli að spyrjast fyrir um meiri vörur frá Sif Jakobs, ákvað Sif að hanna úr. „Salan á því gekk líka vonum framar.“ Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nánast ekkert á sviði skartgripa og úra, sem Sif Jakobs vörulínan spannar ekki. En vægast sagt margt nýtt í gangi líka. „Á þriðjudaginn kynni ég nýju demantalínuna mína, sem ég er ofsalega spennt fyrir,“ segir Sif og ekki laust við að nú sjáist eftirvæntingar glampi í augunum. Demantarnir eru ekta en eru þó ræktaðir demantar. Það er framtíðin.“ Ha? „Já, Íslendingar þekkja þetta ekki mikið enn þá en þetta er staðreynd!“ segir Sif spennt og bætir við: „Á síðustu árum hef ég verið að færa mig meira og meira inn á umhverfisvænar vörur. Sérstaklega í pökkun, að skoða allt í sambandi við öskjurnar til dæmis frá a-ö þannig að þær uppfylli gæðastaðla sem umhverfivænar vörur og endurnýtanlegar. En svo margt er að gerast í geiranum og þar er það helst að ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir.“ Á ensku segir Sif ræktaða demanta kallast „lab grown.“ „Auðvitað beið ég svolítið og lét þessa stærstu og mest leiðandi aðila í heimi ríða á vaðið. Því maður vildi svolítið sjá hvernig þetta væri. En eftir að hafa skoðað þetta og kynnst betur, er maður búinn að átta sig á því að svona ræktaðir demantar og allt sem mögulega snýr að sjálfbærninni er framtíðin,“ segir Sif og vísar ekkert síst til þess hvernig unga kynslóðin er að leggja línurnar. „Kröfurnar hjá þeim kynslóðum sem eru að koma eru alfarið að öll framleiðsla sé sjálfbær.“ Sif segir danska markaðinn erfiðan hjall að komast inn á og að hver landvinningur sé ákveðin áskorun. Enn hugsi hún þó stórt fyrir fyrirtækið sitt og á næsta ári er ætlunin að hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði. Sif ferðast mikið vegna vinnunnar, enda með verksmiðjur á Ítalíu og í Kína. FÓLK Það var einmitt þessi áhugi á umhverfisvænni framleiðslu og sjálfbærni sem gerði það að verkum að Sif ákvað að segja Já, þegar Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLKS, hafði samband og bað hana um að setjast í stjórn félagsins. „Í fyrsta lagi finnst mér það ofboðslega spennandi hvað FÓLK er að gera. Með öllum þessum flottu hönnuðum og alla framleiðslu 100% endurnýtanlega,“ segir Sif stolt. „En ég áttaði mig líka á því að Ragna Sara getur kennt mér mjög margt í sambandi við þessa sjálfbærni. Ég var komin vel á veg þegar við kynntumst en fannst ég engan veginn vita nóg en vill auðvitað læra og kynnast þessu enn betur.“ Sem hún segist svo sannarlega gera í gegnum aðkomuna sína að FÓLKI. Sif segist líka hlynnt því að styðja vel við bakið á nýsköpun og hönnun. Það geti hún gert með sinni reynslu í gegnum stjórnarsetuna. „Það er til dæmis mjög erfitt fyrir hönnuði að brjóta sér leið í gegnum markaðinn í Danmörku. Því hann er mjög sterkur hér og það þarf heilmikið til að komast í gegn.“ Landvinningarnir séu líka alltaf áskorun. Því þótt Sif Jakobs Jewellery sé nú þegar selt í 44 löndum, er stefnan sett á enn stærra markaðssvæði. „Ég býst við að næsta ár verði nokkuð stórt hvað varðar það að koma okkur inn á Bandaríkjamarkað. En við erum líka að horfa til Ástralíu og fleira í undirbúning,“ segir Sif en bætir við að Asía bíði þar til vörumerkið hefur náð að hasla sér völl í Bandaríkjunum. „Asía er líka svolítið öðruvísi. Þar eru til dæmis hringa stærðir öðruvísi og fleira sem þarf að taka tillit til.“ Sif sækir innblástur til Ítalíu þar sem hún bjó um tíma vegna fyrri starfa. Þess vegna bera allar vörulínur Sif Jakobs heiti ítalskra borga. Sif segir sjálfbærni framtíðina og síðustu árin hefur hún í auknum mæli horft til allra þátta til að gera framleiðsluna umhverfisvæna. Sif mun halda erindi í dag á fundi FÓLKSINS á Vinnustofu Kjarvals, en Sif situr í stjórn þess félags. Augun svo sannarlega ljóma þegar Sif talar síðan um skartið sjálft. „Ég vildi strax hanna skartgripi sem væri mjög flottir og elegant en um leið klassískir og eitthvað sem fólk væri stolt af því að eiga í langan tíma.“ Að umbreyta framleiðslunni í umhverfisvæna framleiðslu, þýðir líka að horfa þarf í hvert krók og kima. „Til dæmis rafmagsnotkunina í þeim verksmiðjum sem framleiða fyrir Sif Jakobs. Nú gerum við samninga um að rafmagnið sem notað er í verksmiðjunum sé græn orka að minnsta kosti að stórum hluta. Þetta er dæmi um eitthvað sem manni datt ekki einu sinni í hug að velta fyrir sér fyrir tíu árum.“ Kom það einhvern tíma upp, til dæmis á upphafsárunum, að þú værir við það að gefast upp eða hugleiddir að hætta og fara að vinna aftur fyrir einhvern annan? „Nei,“ svarar Sif að bragði og hlær. Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð og alltaf hugsað stórt. Enda segi ég alltaf: Ef þig getur dreymt um eitthvað, þá getur þú gert það. Og þannig hefur það verið með Sif Jakobs Jewellery. Ég er enn að hugsa mjög stórt fyrir fyrirtækið mitt. Og lít á þessa vegferð að ná meiri sjálfbærni sem mjög spennandi vegferð. Þannig að eins og þú heyrir: Það er einfaldlega alltaf nóg að gera!“ Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Starfsframi Sjálfbærni Tengdar fréttir „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. 6. október 2024 08:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Þá 23 ára og alein í útlöndum. Þó búin að nema gullsmíði í Svíþjóð; nám sem hún lauk á þremur árum í stað fjögurra. Í dag starfa yfir 50 manns hjá Sif Jakobs Jewellery en yfir 100 manns ef sölumenn víða um heim eru meðtaldir. Skartgripir Sif Jakobs eru seldir í 44 löndum og viðskiptavinirnir telja um fjögur þúsund aðilar. Sif telst því án efa einn farsælasti hönnuður Íslands. Í dag mun Sif halda erindi á fundi sem haldinn verður á Vinnustofu Kjarval á vegum FÓLKS. Sif situr í stjórn þess félags og mun í erindi sínu segja frá vegferð Sif Jakobs Jewellery, sem hún stofnaði árið 2009. Fundurinn er opinn fjárfestum og öðrum aðilum sem telja sig eiga samleið með vegferð FÓLKS. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um hönnun og vaxtartækifæri erlendis. Sif segist alltaf hafa hugsað stórt. Strax á námsárunum sá hún fyrir sér að stofna sitt eigið fyrirtæki og framleiða undir sínu eigin merki. Sif lærði gullsmíði í Svíþjóð en flutti á útskriftardegi til Kaupmannahafnar og býr þar enn. Ef þig getur dreymt eitthvað, getur þú gert það segir Sif. Kóngsins Köpenhavn og Akureyri Sif er fædd og uppalin á Akureyri, litla systir tveggja bræðra og á eina yngri systur og dóttir hjónanna Unnar Björk Pálsdóttur og Jakobs Jónassonar. „Mér fannst Akureyri besti staðurinn á jörðinni og það verður að segjast að það var óskaplega gott að alast þar upp. Ég ólst upp í Brekkunni, gekk í Lundarskóla, var alltaf mjög vinamörg, stundaði skíðin í fjallinu og fór að vinna þar í tískubúðunum sem unglingur,“ segir Sif þegar hún rifjar upp æskuna. „Ég vissi samt snemma að ég vildi ferðast. Strax á unglingsárunum fórum við vinkonurnar að skreppa oft til Reykjavíkur, reyndar svo oft að mömmu þótti stundum um of,“ segir Sif og skellir uppúr. Enda oft stutt í hláturinn hjá þessari skapandi konu, sem á aðeins 15 árum hefur reist heljarinnar veldi í Danmörku. „Já það er ekkert auðveld að komast í gegnum markaðinn hér,“ viðurkennir Sif og bætir við: En ég viðurkenni alveg að fyrstu árin voru erfið. Ég vann myrkranna á milli og eiginlega meira en það. Mjög oft gat maður ekki tekið þátt í neinu með vinum eða vandamönnum því maður lagði allt í fyrirtækið og vinnuna. Ég held meira að segja að fjölskyldan mín átti sig stundum ekki á því hversu mikil og erfið vinna þetta var. Enda er þetta stóra barnið mitt.“ Því já, yngra barnið heitir Sixten og er 9 ára en eiginmaður Sifjar er Sören Dahl, framkvæmdastjóri og eigandi ráðningaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Sif segist enn í góðu sambandi við marga af sínum æskuvinum frá Akureyri. Sumir jafnvel búi í Danmörku og í einhverjum tilfellum hafa börn þessara vina starfað hjá henni um tíma. Sem henni finnst ótrúlega vænt um. „Því ég veit hvað það getur verið erfitt að fá vinnu þegar maður er útlendingur einhvers staðar. Hjá okkur starfar fólk reyndar frá mjög mörgum löndum. Ráðningar sem ég beiti mér oft fyrir vegna þess að ég veit hversu erfitt það er að koma sér á framfæri fyrst þegar maður býr í ókunnugu landi, en líka auðvitað sem hluta af starfseminni sem nær víða um heim og þá er gott að vera með starfsfólk sem talar mörg tungumál.“ Íslendingar eru löngum þekktir fyrir að eigna sér afreksfólk í útlöndum: Finnst þér Akureyringar jafnvel eiga sérstaklega mikið í þér? „Nei ég hef svo sem ekki fundið það,“ svarar Sif og hlær. „Frekar að ég finni ríg á milli Dana og Íslendinga; hvor þjóðin eigi mig meira.“ Sem Sif segir stundum koma upp þannig að fólk er ekki alveg með á hreinu hvort hún sé íslensk eða dönsk. Nú síðast í konungsboði Friðriks X og Mary drottningar þegar Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti Íslands, heimsótti hjónin heim. „Þá var ég að hitta bæði Dani og Íslendinga sem voru ekkert viss. Jafnvel Íslendingar sem þekktu nafnið mitt en héldu að ég væri dönsk,“ segir Sif og brosir. Enda svo sem ekkert skrýtið. Því Sif hefur nokkuð haldið sig til hlés sjálf, þótt nafnið sé þekktara víða. Í dag fáum við hins vegar að kynnast Sif. Sif er fædd og uppalin á Akureyri en segist stundum finna ríg á milli Dana og Íslendinga hvor eigi meira í henni. Í boði konungshjónanna í Danmörku um daginn, í tilefni heimsóknar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, kom meira að segja í ljós að sumir Íslendingar þekktu nafnið hennar en töldu hana vera danska. Alltaf hugsað stórt Sif sækir sinn innblástur mikið til Ítalíu því þar dvaldi hún mikið um árabil. Þessi ítalska tenging skýrir það út hvers vegna línur Sifjar kenna sig flestar (eða allar?) við ítalskar borgir eða bæi. „Hönnunin mín þykir hafa ákveðin skandinavískan ítalskan blæ, enda var þetta nokkuð ný hönnun þegar ég byrjaði fyrst með Sif Jakobs árið 2009,“ segir Sif og útskýrir að Danir hafi löngum verið nokkuð látlausir í skraut- og skarthönnun, á meðan Ítalir eru þekktir fyrir að nota stóra steina og áberandi liti, í bland við að vera mjög elegant. Þegar Sif var lítil, var draumurinn hennar reyndar að verða arkitekt. Varstu að teikna eða gera skissur strax á barnsaldri? „Já, amma mín á Akureyri kallaði mig einmitt fagurkera vegna þess að ég var alltaf að teikna,“ segir Sif og brosir. Eftir grunnskóla fór Sif í Verkmenntaskólann á Akureyri og Myndlistarskólann, en hélt síðan til Svíþjóðar í skartgripanám. „Námið þar var fjölbreyttara en í Danmörku og á Íslandi,“ segir Sif og útskýrir að í Danmörku og á Íslandi byggi námið á því að nemendur eru í tvö ár í skóla en í tvo ár á samningi. „Ég vissi alltaf að ég yrði ekki lengi í Svíþjóð. Horfði strax til Danmerkur og flutti til Kaupmannahafnar sama dag og ég útskrifaðist.“ Strax á námsárunum var Sif þó komin með skýra framtíðarsýn. Ég hef alltaf hugsað stórt. Og strax í náminu sá ég fyrir mér að stofna mitt eigið fyrirtæki og selja undir mínu eigin nafni mínar hönnunarvörur.“ Að ákveða nafnið Sif Jakobs fyrir vörumerkið hennar var þó ekki sjálfgefið. „Ég var reyndar frekar feimin við það. Enda feimin að upplagi. En eftir mikla og góða umhugsun ákvað ég þó að vörumerkið yrði Sif Jakobs því það gæfi mér ákveðið forskot og öðruvísi leiðir til að markaðssetja mig. Það að sýna mig eða heimilið mitt gat ég gert til að markaðssetja Sif Jakobs. Eitthvað sem hefði ekki verið hægt ef ég hefði verið með vörumerki undir sjálfstæðu nafni.“ Eiginmaður Sifjar heitir Sören Dahl en hann er framkvæmdastjóri og eigandi ráðningaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Sonur þeirra heitir Sixten og er níu ára. Sif segist ekki geta skýrt það út, en frá fyrsta degi hafi hún alltaf fundið sterka heima-tilfinningu í Kaupmannahöfn. Með átta manns í íbúðinni sinni Það má með sanni segja að starfið sem Sif gegndi lengst af áður en hún hóf sinn eigin rekstur hafi verið mikill og góður undirbúningur fyrir stofnun Sif Jakobs Jewellery. Því fljótlega eftir námið í Svíþjóð, var Sif ráðin til fyrirtækis sem seldi skartgripi víða um heim. „Ég ferðaðist víða um heim þegar ég vann þar og þegar að við opnuðum skrifstofu á Ítalíu settist ég þar að um tíma. Starfið mitt breyttist síðan og í stað þess að starfa eingöngu við sölu á skartgripum, fór ég að hanna konsept og skart því við vorum sífellt að færa út kvíarnar. Fyrst til Þýskalands ogsvo víða um Evrópu og loks til Bandaríkjanna.“ Í aðdraganda bankahrunsins var Sif þó farin að velta fyrir sér sínum eiginn rekstri. „Ég meira að segja skoðaði að kaupa fyrirtæki á Ítalíu. Sem ég gerði sem betur fer ekki enda alltof flókið allt systemið þar!“ segir Sif og hlær. Sem þó hefur aldrei sleppt takinu á Ítalíu þegar kemur að hönnun og innblæstri. „Heima“ í hennar huga var þó Kaupmannahöfn en þar hafði hún þegar keypt íbúð og þangað flutti hún því aftur árið 2008. „Ég er að byrja í miðri fjármálakrísu en sá strax fyrir mér að það gæti opnað ýmsa möguleika. Því það er alltaf það sem gerist: Þegar ein dyr lokast, opnast aðrar. Til að byrja með hannaði ég línu sem ég fékk söluaðila á Íslandi til að selja, aðila sem ég þekkti vel. Enda hugsaði ég með mér: Ef Íslendingarnir kaupa þetta, þá er ég að gera eitthvað rétt,“ segir Sif og bætir við að oft sé íslenski markaðurinn nefnilega þannig að annað hvort kaupa ,,allir“ eða ,,enginn.“ Næst var þó að koma sér inn á danska markaðinn, sem var stór áskorun. Að framleiða í meira magni og fjármagna vörulager var líka áskorun. „Því ég var Íslendingur í Danmörku og það að tala við danskan banka um eitthvað lán var einfaldlega ekki hægt! Bankakerfið þar einfaldlega lokaði á allt sem íslenskt var.“ Sem betur fer, nýttist tengslanetið á Íslandi þó vel þannig að Sif gat farið fyrir alvöru í hönnun, framleiðslu og rekstur sjálf. „Lengi var ég auðvitað með reksturinn og lagerinn bara heima. En þegar ég var komin með átta manns í íbúðina og heimilið undirlagt af pappakössum og öskjum alls staðar áttaði ég mig á því að það væri kominn tími til að stækka við mig,“ segir Sif og skellir upp úr á ný. Ræktaðir demantar eru framtíðin Úr íbúðinni flutti Sif með reksturinn í lítið húsnæði við Strikið. Sem hún segir hafa verið yndislegan stað að vera á. „En það húsnæði varð mjög fljótt alltof lítið.“ Næst var að flytja í 400 fermetra húsnæði, þar sem reksturinn var í nokkur ár og árið 2021 flutti fyrirtækið í tvöfalt stærra húsnæði. „Síðustu tvö til þrjú árin hafa síðan verið okkar stóra vaxtarskeið því það hefur einfaldlega verið að ganga alveg ótrúlega vel,“ segir Sif og skýrir út hvernig hönnunin fer fram. „Ég er með teymi hér sem vinnur að hönnuninni með mér, teiknar og allt það eftir að ég legg línurnar. Við erum með verksmiðju í Ítalíu og í Kína og alls staðar gerum við samninga um hvaða gæðaefni skuli notað við framleiðsluna. Til viðbótar erum við með mjög markvisst gæðaeftirlit þar sem vörurnar okkar eru teknar út sérstaklega til að athuga hvort gæðastaðlarnir okkar eru ekki að standast fullkomlega þær kröfur sem við gerum til Sif Jakobs skartgripanna og án undantekninga hefur svo verið.“ Sif byrjaði á því að framleiða eingöngu úr silfri. Skýringin á því er sú að ég sá strax fyrir mér að hanna línu sem væri í raun lúxusvara sem þó allir hefðu efni á. En ég byrjaði í fjármálakrísu og því lá beinast við að framleiðslan væri fyrst og fremst úr silfri.“ Þegar viðskiptavinirnir fóru í síauknum mæli að spyrjast fyrir um meiri vörur frá Sif Jakobs, ákvað Sif að hanna úr. „Salan á því gekk líka vonum framar.“ Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nánast ekkert á sviði skartgripa og úra, sem Sif Jakobs vörulínan spannar ekki. En vægast sagt margt nýtt í gangi líka. „Á þriðjudaginn kynni ég nýju demantalínuna mína, sem ég er ofsalega spennt fyrir,“ segir Sif og ekki laust við að nú sjáist eftirvæntingar glampi í augunum. Demantarnir eru ekta en eru þó ræktaðir demantar. Það er framtíðin.“ Ha? „Já, Íslendingar þekkja þetta ekki mikið enn þá en þetta er staðreynd!“ segir Sif spennt og bætir við: „Á síðustu árum hef ég verið að færa mig meira og meira inn á umhverfisvænar vörur. Sérstaklega í pökkun, að skoða allt í sambandi við öskjurnar til dæmis frá a-ö þannig að þær uppfylli gæðastaðla sem umhverfivænar vörur og endurnýtanlegar. En svo margt er að gerast í geiranum og þar er það helst að ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir.“ Á ensku segir Sif ræktaða demanta kallast „lab grown.“ „Auðvitað beið ég svolítið og lét þessa stærstu og mest leiðandi aðila í heimi ríða á vaðið. Því maður vildi svolítið sjá hvernig þetta væri. En eftir að hafa skoðað þetta og kynnst betur, er maður búinn að átta sig á því að svona ræktaðir demantar og allt sem mögulega snýr að sjálfbærninni er framtíðin,“ segir Sif og vísar ekkert síst til þess hvernig unga kynslóðin er að leggja línurnar. „Kröfurnar hjá þeim kynslóðum sem eru að koma eru alfarið að öll framleiðsla sé sjálfbær.“ Sif segir danska markaðinn erfiðan hjall að komast inn á og að hver landvinningur sé ákveðin áskorun. Enn hugsi hún þó stórt fyrir fyrirtækið sitt og á næsta ári er ætlunin að hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði. Sif ferðast mikið vegna vinnunnar, enda með verksmiðjur á Ítalíu og í Kína. FÓLK Það var einmitt þessi áhugi á umhverfisvænni framleiðslu og sjálfbærni sem gerði það að verkum að Sif ákvað að segja Já, þegar Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLKS, hafði samband og bað hana um að setjast í stjórn félagsins. „Í fyrsta lagi finnst mér það ofboðslega spennandi hvað FÓLK er að gera. Með öllum þessum flottu hönnuðum og alla framleiðslu 100% endurnýtanlega,“ segir Sif stolt. „En ég áttaði mig líka á því að Ragna Sara getur kennt mér mjög margt í sambandi við þessa sjálfbærni. Ég var komin vel á veg þegar við kynntumst en fannst ég engan veginn vita nóg en vill auðvitað læra og kynnast þessu enn betur.“ Sem hún segist svo sannarlega gera í gegnum aðkomuna sína að FÓLKI. Sif segist líka hlynnt því að styðja vel við bakið á nýsköpun og hönnun. Það geti hún gert með sinni reynslu í gegnum stjórnarsetuna. „Það er til dæmis mjög erfitt fyrir hönnuði að brjóta sér leið í gegnum markaðinn í Danmörku. Því hann er mjög sterkur hér og það þarf heilmikið til að komast í gegn.“ Landvinningarnir séu líka alltaf áskorun. Því þótt Sif Jakobs Jewellery sé nú þegar selt í 44 löndum, er stefnan sett á enn stærra markaðssvæði. „Ég býst við að næsta ár verði nokkuð stórt hvað varðar það að koma okkur inn á Bandaríkjamarkað. En við erum líka að horfa til Ástralíu og fleira í undirbúning,“ segir Sif en bætir við að Asía bíði þar til vörumerkið hefur náð að hasla sér völl í Bandaríkjunum. „Asía er líka svolítið öðruvísi. Þar eru til dæmis hringa stærðir öðruvísi og fleira sem þarf að taka tillit til.“ Sif sækir innblástur til Ítalíu þar sem hún bjó um tíma vegna fyrri starfa. Þess vegna bera allar vörulínur Sif Jakobs heiti ítalskra borga. Sif segir sjálfbærni framtíðina og síðustu árin hefur hún í auknum mæli horft til allra þátta til að gera framleiðsluna umhverfisvæna. Sif mun halda erindi í dag á fundi FÓLKSINS á Vinnustofu Kjarvals, en Sif situr í stjórn þess félags. Augun svo sannarlega ljóma þegar Sif talar síðan um skartið sjálft. „Ég vildi strax hanna skartgripi sem væri mjög flottir og elegant en um leið klassískir og eitthvað sem fólk væri stolt af því að eiga í langan tíma.“ Að umbreyta framleiðslunni í umhverfisvæna framleiðslu, þýðir líka að horfa þarf í hvert krók og kima. „Til dæmis rafmagsnotkunina í þeim verksmiðjum sem framleiða fyrir Sif Jakobs. Nú gerum við samninga um að rafmagnið sem notað er í verksmiðjunum sé græn orka að minnsta kosti að stórum hluta. Þetta er dæmi um eitthvað sem manni datt ekki einu sinni í hug að velta fyrir sér fyrir tíu árum.“ Kom það einhvern tíma upp, til dæmis á upphafsárunum, að þú værir við það að gefast upp eða hugleiddir að hætta og fara að vinna aftur fyrir einhvern annan? „Nei,“ svarar Sif að bragði og hlær. Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð og alltaf hugsað stórt. Enda segi ég alltaf: Ef þig getur dreymt um eitthvað, þá getur þú gert það. Og þannig hefur það verið með Sif Jakobs Jewellery. Ég er enn að hugsa mjög stórt fyrir fyrirtækið mitt. Og lít á þessa vegferð að ná meiri sjálfbærni sem mjög spennandi vegferð. Þannig að eins og þú heyrir: Það er einfaldlega alltaf nóg að gera!“
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Starfsframi Sjálfbærni Tengdar fréttir „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. 6. október 2024 08:00 „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. 6. október 2024 08:00
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. 23. október 2023 07:30
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01