Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 16:24 Hluti af S-300 loftvarnarkerfi á sýningu í Rússlandi. Íranar áttu fjögur slík en þeim mun öllum hafa verið grandað af Ísraelum. Getty Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira