Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:26 Hnífjafnt hefur verið á milli Kamölu Harris og Donald Trump í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru næsta þriðjudag, 5. nóvember. Vísir/Getty og EPA Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. „Mér finnst þetta móðgun við alla,“ sagði Harris áður en hún hélt áfram kosningabaráttu sinni í Arizona og Nevada í gær. Ríkin eru bæði svokölluð sveifluríki [e. swing state] þar sem hvorugur flokkur getur treyst á atkvæði. Trump hélt kosningafundi víða í Nevada og Arizona í gær.Vísir/EPA Ætlar að vernda konur sama hvað Í forsetatíð sinni skipaði Trump þrjá dómara við hæstarétt Bandaríkjanna sem mynda þann íhaldssama meirihluta sem sneri við ákvörðunum dómstólsins sem snúa að þungunarrofi. Trump hefur á kosningafundum undanfarið montað sig af þessum ákvörðunum og lýst því yfir að hann muni „vernda konur“ og tryggja að þær hugsi ekki um þungunarrof. Á kosningafundi á miðvikudag lýsti Trump því yfir að aðstoðarmenn hans hefðu hvatt hann til að hætta að segja þetta því það væri ekki „viðeigandi“ og svo sagt „En ég ætla að gera það sama hvort konum líkar það betur eða verr, ég ætla að vernda þær.“ Harris segir ummælin ein af mörgum frá Trump sem valdi henni áhyggjum. „Þetta er bara það nýjasta í langri seríu uppljóstrana frá fyrrverandi forsetanum sem lýsa því hvað honum finnst um konur og þeirra umboð,“ er haft eftir Harris í frétt Guardian um málið. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Forsetakosningarnar fara fram næsta þriðjudag. Bæði Harris og Trump eru á ferð og flugi um landið og voru bæði í gær í Nevada og Arizona til að reyna að tryggja sér atkvæði fólks sem er af rómönskum uppruna [e. Latino]. Í frétt Reuters segir að Harris hafi varað kjósendur við því að Trump muni minnka fjármagn í ýmis heilbrigðismál og minnti kjósendur á að hann hafi reynt að fella úr gildi Obamacare sem er löggjöf sem snýr að því að gera heilbrigðisþjónustu viðráðanlega í verði. Trump sagðist aldrei hafa reynt að fella löggjöfina úr gildi og að hann hafi aldrei hugsað um það. Trump fór frá Las Vegas til Arizona og með honum var fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News Tucker Carlson. Jennifer Lopez minnti fólk á að atkvæði þeirra skipti máli.Vísir/EPA Á sama tíma var poppdívan Jennifer Lopes með Kamölu Harris. Hún sagði í ræðu að Harris myndi berjast fyrir frelsi innflytjenda og fjölskyldna þeirra. Hún fordæmdi kosningafund Trump í Madison Square Garden þar sem stuðningsmenn hans kölluðu Puertó Ríkó „fljótandi eyju af rusli“. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York „Við ættum að vera í uppnámi. Við ættum að vera hrædd og brjáluð. Okkar sársauki skiptir máli… atkvæði þitt skiptir máli,“ sagði Lopez og lauk svo á orðunum „Let‘s get loud“ eða „Höfum hátt“ sem er einnig titill eins vinsælasta lags hennar sem kom út 1999. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Jafnréttismál Þungunarrof Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03 Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
„Mér finnst þetta móðgun við alla,“ sagði Harris áður en hún hélt áfram kosningabaráttu sinni í Arizona og Nevada í gær. Ríkin eru bæði svokölluð sveifluríki [e. swing state] þar sem hvorugur flokkur getur treyst á atkvæði. Trump hélt kosningafundi víða í Nevada og Arizona í gær.Vísir/EPA Ætlar að vernda konur sama hvað Í forsetatíð sinni skipaði Trump þrjá dómara við hæstarétt Bandaríkjanna sem mynda þann íhaldssama meirihluta sem sneri við ákvörðunum dómstólsins sem snúa að þungunarrofi. Trump hefur á kosningafundum undanfarið montað sig af þessum ákvörðunum og lýst því yfir að hann muni „vernda konur“ og tryggja að þær hugsi ekki um þungunarrof. Á kosningafundi á miðvikudag lýsti Trump því yfir að aðstoðarmenn hans hefðu hvatt hann til að hætta að segja þetta því það væri ekki „viðeigandi“ og svo sagt „En ég ætla að gera það sama hvort konum líkar það betur eða verr, ég ætla að vernda þær.“ Harris segir ummælin ein af mörgum frá Trump sem valdi henni áhyggjum. „Þetta er bara það nýjasta í langri seríu uppljóstrana frá fyrrverandi forsetanum sem lýsa því hvað honum finnst um konur og þeirra umboð,“ er haft eftir Harris í frétt Guardian um málið. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Forsetakosningarnar fara fram næsta þriðjudag. Bæði Harris og Trump eru á ferð og flugi um landið og voru bæði í gær í Nevada og Arizona til að reyna að tryggja sér atkvæði fólks sem er af rómönskum uppruna [e. Latino]. Í frétt Reuters segir að Harris hafi varað kjósendur við því að Trump muni minnka fjármagn í ýmis heilbrigðismál og minnti kjósendur á að hann hafi reynt að fella úr gildi Obamacare sem er löggjöf sem snýr að því að gera heilbrigðisþjónustu viðráðanlega í verði. Trump sagðist aldrei hafa reynt að fella löggjöfina úr gildi og að hann hafi aldrei hugsað um það. Trump fór frá Las Vegas til Arizona og með honum var fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News Tucker Carlson. Jennifer Lopez minnti fólk á að atkvæði þeirra skipti máli.Vísir/EPA Á sama tíma var poppdívan Jennifer Lopes með Kamölu Harris. Hún sagði í ræðu að Harris myndi berjast fyrir frelsi innflytjenda og fjölskyldna þeirra. Hún fordæmdi kosningafund Trump í Madison Square Garden þar sem stuðningsmenn hans kölluðu Puertó Ríkó „fljótandi eyju af rusli“. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York „Við ættum að vera í uppnámi. Við ættum að vera hrædd og brjáluð. Okkar sársauki skiptir máli… atkvæði þitt skiptir máli,“ sagði Lopez og lauk svo á orðunum „Let‘s get loud“ eða „Höfum hátt“ sem er einnig titill eins vinsælasta lags hennar sem kom út 1999.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Jafnréttismál Þungunarrof Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03 Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15
Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03
Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15