Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 11:23 Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var ráðinn af dögum í New York árið 1965. AP Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Malcolm X var herskár leiðtogi samtakanna Þjóðar íslams sem aðhylltist svarta þjóðernishyggju. Hann sagði sig frá samtökunum árið 1964 og mildaði afstöðu sína nokkuð til aðskilnaðs kynþátta í Bandaríkjunum. Ári síðar var hann myrtur fyrir utan Audobon-danssalinn í New York. Þáverandi liðsmaður Þjóðar íslams játaði að að hann hefði verið einn þriggja launmorðingja sem réðu Malcolm X af dögum. Reuters-fréttastofan segir að vangaveltur hafi lengi verið uppi um að yfirvöld hafi vitað af áformunum um að myrða leiðtogann en kosið að koma ekki í veg fyrir þau. Í málsókn Ilyasah Shabazz, dóttur Malcolms X, og tveggja systra hennar á hendur lögreglunni í New York, alríkislögreglunni FBI og leyniþjónustunni CIA er því haldið fram að stofnanirnar hafi leyft tilræðinu að fara fram. Þær hefðu jafnframt hylmt yfir sönnunargögn um að þær hefðu haft vitneskju um morðið fyrir fram. „Við teljum að þau hafi öll lagt á ráðin um að myrða Malcolm X, einn helsta hugsuð 20. aldarinnar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar á fréttamannafundi sem var haldinn þar sem blökkumannaleiðtoginn var myrtur. Shabazz var tveggja ára þegar faðir hennar var myrtur fyrir framan hana, móður hennar og systkini. Þekkt er að alríkislögreglan undir stjórn J. Edgars Hoover njósnaði um Martin Luther King, ein helsta blökkumannaleiðtoga Bandaríkjanna, og reyndi að koma á hann óorði á sjöunda áratug síðustu aldar. King var myrtur þremur árum eftir að Malcolm X féll fyrir hendi morðingja.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira