Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 12:13 Benjamín Netanjahú á þingi í Ísrael á mánudaginn. AP/Ohad Zwigenberg Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33