Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 11:17 Jair Bolsonaro fór ekki þegjandi og hljóðalaust úr forsetahöllinni eftir að hann tapaði kosningum árið 2022. Hann er nú sakaður um tilraun til valdaráns. Vísir/EPA Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Lula og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Lula og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05
Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34