Augljóst að frumvarpið hafi ekki verið samið af fagfólki Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið. Viðskipti innlent 16. janúar 2024 10:51
Mál Grindavíkur ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudag Þingmaður Viðreisnar segir skrýtið að fyrsta fundi velferðarnefndar Alþingis eftir jólafrí hafi verið frestað um tvo daga og furðar sig á að mál Grindavíkur verði ekki rædd á þeim fundi. Hann segir vinnubrögðin óboðleg. Innlent 16. janúar 2024 05:51
Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Innlent 15. janúar 2024 11:58
Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Innlent 15. janúar 2024 11:07
Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Innlent 15. janúar 2024 07:16
Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. Innlent 12. janúar 2024 12:01
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. Innlent 10. janúar 2024 19:13
Hver er ráðherra stafrænnar innleiðingar? Framtíðin er stafræn. Ef einhver skyldi efast um það þarf bara að fletta upp í nýjustu stefnumótun hinna ýmsu stofnana eða hlusta á hátíðarræður stjórnmálamanna. Skoðun 10. janúar 2024 13:41
Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. Innlent 10. janúar 2024 12:57
Er ráðherra hafinn yfir lög? „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. Skoðun 10. janúar 2024 08:31
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ Innlent 10. janúar 2024 07:37
Svandís og sjallarnir Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Skoðun 9. janúar 2024 08:30
Dreifingu fjölpósts hætt Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. Skoðun 9. janúar 2024 07:00
Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Innlent 9. janúar 2024 06:47
Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Innlent 8. janúar 2024 20:01
Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Innlent 8. janúar 2024 18:55
Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Innlent 8. janúar 2024 13:58
Hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Svandísi Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum. Innlent 8. janúar 2024 10:51
Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. Innlent 7. janúar 2024 20:01
Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Innlent 7. janúar 2024 14:55
Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. Innlent 7. janúar 2024 13:38
„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Innlent 6. janúar 2024 21:01
Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. Innlent 6. janúar 2024 12:24
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. Innlent 6. janúar 2024 09:00
Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Innlent 5. janúar 2024 20:01
Útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina. Innlent 5. janúar 2024 10:21
Hvernig tryggjum við orkuöryggi þjóðar til framtíðar? Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Skoðun 5. janúar 2024 07:31
MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Innlent 4. janúar 2024 18:30
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. Innlent 4. janúar 2024 13:31
Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. Innlent 3. janúar 2024 13:28