Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr

Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum

Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. 

Innlent
Fréttamynd

Að vera með stjórnmálamenn í vasanum

Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign hinna fáu

Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Af fæðingarhreppum og Kúbu norðursins

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (26. tbl.) er að finna grein eftir Dr. Gylfa Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra, um samsetningu þjóðarinnar og fleira því tengt. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Íslands voru íbúar hér á landi 368.792 þann 1. janúar 2021. Þar af voru 51.333 erlendir ríkisborgarar. Gylfi gerir að umfjöllunarefni að þau sem hafa erlent ríkisfang séu útilokuð frá þátttöku í stjórnmálum á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi á Alþingi

Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið?

Skoðun
Fréttamynd

Sam­herji á nú aðild að fimmtungi heildar­kvótans

Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda   í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni.

Innlent
Fréttamynd

Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi

Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni

Innlent
Fréttamynd

100 ár liðin frá rót­tækum sigri Kvenna­listans

„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“

Skoðun
Fréttamynd

Bætum verklag eftir náttúruhamfarir

Í byrjun árs mælti ég fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi, um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Málið er eitt af þeim málum sem þingflokkur Framsóknarflokksins setti í forgang enda varðar það fjölmarga íbúa þessa lands, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir

Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega.

Skoðun
Fréttamynd

VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent

Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“

Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum.

Innlent
Fréttamynd

LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Banka­sýslunni

Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði.

Innlent
Fréttamynd

Árni Gunnarsson látinn

Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, er látinn 82 ára að aldri. Árni lést aðfaranótt föstudags. 

Innlent