Atvinnulíf

Atvinnulíf

Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.

Fréttamynd

Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns

„Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fyrir stjórnendur sem eru með nefið ofan í öllu

Það telst úreld stjórnunaraðferð í dag að ofstjórna. Að vera með puttana ofan í öllu sem starfsfólk gerir, fara yfir allt sem gert er, telja sig geta gert hlutina betur eða best, að engum sé treystandi nema þú sért inn í öllu og með tak á öllu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Frændur og ungir feður: Búa til ævintýri þar sem söguhetjan eru börnin sjálf

„Dóttir mín elskar að lesa. Og mér finnst mjög annt um þann tíma sem ég les með henni því þetta er ákveðin gæðastund. Hún vill samt mikið stjórna því hvað við erum að lesa og þar af leiðandi erum við oft að lesa sömu bækurnar. Ég vissi að hún myndi elska að eiga bók með nafninu sínu þar sem hún væri sjálf í aðalhlutverki,“ segir Sölvi Víðisson, annar stofnandi Ævintýri.is, en þar er hægt að panta sérhannaðar bækur fyrir hvert barn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum

Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu

„Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni

Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni

„Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa

„Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira

„Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla

„Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli

Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði

„Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða.

Atvinnulíf