Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

„Keðjun“ er framtíðin í akstri flutningabíla

Mannlausir flutningabílar munu brátt aka um hraðbrautirnar með stutt bil á milli bíla og reyndar eru tilraunir þegar hafnar. Þessi tilhögun minnkar verulega eyðslu bílanna og er í leiðinni umhverfisvæn. MAN er einnig framarlega í þróun sendibíla og rúta sem eingöngu ganga fyrir rafmagni.

Bílar
Fréttamynd

Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar

Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB

Innlent
Fréttamynd

Sjálfvirkur Land Rover í torfærum

Tilraunabílar Land Rover eru nú þegar færir um að aka sjálfir í mismunandi landslagi og veg- og veðuraðstæðum, svo sem í snjó, drullu, rigningu og þoku.

Bílar
Fréttamynd

Vinsælustu bílar hvers Evrópulands

Forvitnilegt er að sjá hvaða einstöku bílgerðir eru vinsælastar á meginlandi Evrópu, en heimabílar hafa gjarnan vinninginn. Í sex löndum er Skoda Octavia vinsælastur og VW Golf í fimm löndum.

Bílar
Fréttamynd

„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“

Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag og segir ekki rétt að verið sé að innheimta vegtolla við bílastæðið.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu vistvænan akstur hjá Benz

Kenna íslenskum bílstjórum sparnað í akstri. Námskeiðið er blanda af akstri þar sem nemendur aka hópferðabíl í umferð við hefðbundnar aðstæður. Síðan taka þeir bóklegan hluta í kennslustofu þar sem farið er yfir hugmyndafræði vistakstursins.

Bílar