Fjórðu bikarmeistararnir á fimm árum til að detta út strax Bikarmeistarar Stjörnunnar eru komnir í sumafrí eftir 1-2 tap fyrir Snæfelli í oddaleik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Körfubolti 20. mars 2009 20:30
Bradford: Fékk góðar fréttir frá læknunum og verður með í fyrsta leik Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. Körfubolti 20. mars 2009 18:30
Fjögur efstu liðin fóru öll í undanúrslitin Fjögur efstu lið deildarkeppni Iceland Express deildar karla tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þetta vare ljóst þegar Snæfell vann æsispennandi leik á móti Stjörnunni í gær. Körfubolti 20. mars 2009 13:00
Snæfell í undanúrslitin Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 19. mars 2009 19:01
Friðrik: Ég var mjög smeykur Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni. Körfubolti 19. mars 2009 17:35
Fannar og Guðjón spila þrátt fyrir meiðsli Fannar Helgason og Guðjón Lárusson eru tilbúnir í slaginn með Stjörnunni fyrir oddaleik liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 19. mars 2009 17:14
85 prósent oddaleikjanna hafa unnist heima Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins. Körfubolti 19. mars 2009 16:30
Langt síðan Snæfell vann - þegar tímabilið er undir Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins. Körfubolti 19. mars 2009 14:50
Ég er ekkert hættur að þjálfa Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deildinni tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það var karfan.is sem greindi frá þessu. Körfubolti 18. mars 2009 17:26
Benedikt: Fáum mjög sterkan andstæðing Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, á von á mjög sterkum andstæðingi í næstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 17. mars 2009 23:22
Ekkert verra en að tapa fyrir Keflavík "Þetta er verst í heimi," sagði Friðrik Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkur í samtali við Vísi í kvöld. "Það er ekkert verra en að tapa 2-0 á móti Keflavík," sagði Friðrik. Körfubolti 17. mars 2009 21:37
Keflavík í undanúrslitin Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0. Körfubolti 17. mars 2009 21:00
KR í undanúrslitin eftir sigur á Blikum KR tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla eftir sigur á Breiðabliki á útivelli í kvöld, xx-xx. Körfubolti 17. mars 2009 19:04
Vill ekki þurfa að horfa upp á Keflavíkurglottið Við viljum auðvitað ekkert fara í sumarfrí strax í mars þannig að það kemur ekkert annað til greina en að vinna í kvöld," sagði Magnús Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur þegar Vísir náði tali af honum fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld. Körfubolti 17. mars 2009 15:40
Sverrir Þór: Við eigum líka inni Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Körfubolti 17. mars 2009 14:42
Bræðrabylta í Njarðvík Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Á sama tíma fer einnig fram einn leikur hjá konunum. Körfubolti 17. mars 2009 14:15
Ég er stoltur af mínu liði "Það eru auðvitað vonbrigði að tímabilið sé á enda, mér fannst við eiga meira inni," sagði Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR í samtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 16. mars 2009 21:27
Grindavík fyrst áfram Grindavík vann í kvöld sigur á ÍR, 85-71, í leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðið vann þar með einvígið, 2-0, og þar með sæti í undanúrslitunum. Körfubolti 16. mars 2009 19:30
Stjarnan jafnaði metin Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Körfubolti 16. mars 2009 19:05
Íslandsmeistararnir verða að vinna í kvöld Þrír hörkuleikir eru á dagskrá í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna í kvöld og þar geta þrjú lið þurft að sætta sig við að fara í sumarfrí ef þau tapa leikjum sínum. Körfubolti 16. mars 2009 15:56
KR-ingar skoruðu 123 stig á móti Blikum KR vann 48 stiga stiga sigur á Breiðabliki, 123-75, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í DHL-Höllinni í kvöld. KR getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri í Smáranum á þriðjudaginn. Körfubolti 15. mars 2009 21:00
Keflavík lagði Njarðvík Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 15. mars 2009 18:54
Valur vann í oddaleik í báðum einvígum bræðranna Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla er ekki bara einvígi erkifjendanna og nágrannanna úr Reykjanesbæ heldur einnig einvígi bræðranna Sigurðar og Vals Ingmundarsona. Körfubolti 15. mars 2009 17:45
Hafa tapað fyrsta heimaleik í úrslitakeppni síðustu sex ár Deildarmeistarar KR-inga leika í kvöld sinn fyrsta leik í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla þegar þeir taka á móti Blikum í DHL-Höllinni. Körfubolti 15. mars 2009 16:30
Keflvíkingar mæta með Kana gegn Njarðvík í kvöld Keflvíkingar eru búnir að fá til sín Bandaríkjamanninn Jesse Pellot Rosa og mun hann spila með liðinu í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta. Þetta kemur fram á Karfan.is. Körfubolti 15. mars 2009 15:45
Lið Benedikts hafa aldrei náð að sópa seríu Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR, á góða möguleika á að að stýra liði sínu til 2-0 sigurs í einvígi sínu á móti Breiðabliki í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla en það er eitthvað sem hann hefur aldrei náð á ferli sínum sem þjálfari í úrvalsdeild. Körfubolti 15. mars 2009 12:15
Grindavík og Snæfell komin 1-0 yfir eftir heimasigra Grindavík og Snæfell eru bæði komin 1-0 yfir í einvígum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir örugga heimasigra í dag. Grindavík vann 34 stiga sigur á ÍR, 112-78, en Snæfell vann bikarmeistara Stjörnunnar með 12 stigum, 93-81. Körfubolti 14. mars 2009 17:41
Grindavík og Snæfell eru yfir í hálfleik Heimaliðin Grindavík og Snæfell eru bæði yfir í hálfleik í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 14. mars 2009 16:44
Heldur spennan áfram í leikjum Snæfells og Stjörnunnar? Fyrsti leikur einvígis Snæfells og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Snæfell endaði í 3. sæti og Stjarnan í því sjötta en bæði lið hafa spilað mjög vel eftir áramót. Körfubolti 14. mars 2009 15:15
Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð? Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra. Körfubolti 14. mars 2009 14:57