Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Mannréttindi manna sem ekki standa skil á sköttum

Mannréttindi þeirra sem hafa gerst sekir um skattalagabrot hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri. Sérstaklega sú tilhögun skattamála hér á landi að einstaklingar sem ekki telja rétt fram til skatts, eða svíkja undan skatti, geta staðið frammi fyrir því að sæta bæði álagi samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda og refsingu eða sektargerð fyrir dómi í kjölfar ákæru.

Skoðun
Fréttamynd

Í raun refsing án dóms og laga

Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafs­sonar vegna skýrslu rann­sóknar­nefndar Al­þingis frá 2017 um að­komu þýska bankans Hauck & Auf­häuser að einka­væðingu Búnaðar­bankans árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS.

Innlent
Fréttamynd

Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju

Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Mál Ara flutt í héraði í dag

Í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Hegningarauka krafist við dóminn í Landsréttarmálinu

Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Deila um virði Hótel Rangár

Viðskipti um hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár árið 2013 eru fyrir dómi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins og hluthafi telur að snuðað hafi verið á sér og að umsamið kaupverðið hafi verið alltof lágt.

Viðskipti innlent