Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

„Já, maður! Að sjálf­sögðu vinnur hann þetta!“

Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda.

Erlent
Fréttamynd

Á lokametrunum í kosninga­bar­áttu

Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum.

Erlent
Fréttamynd

Skyggnst inn í hugar­heim stuðnings­manna Trump

„Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vænt for­skot Harris í Iowa sætir tíðindum

Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump.

Erlent
Fréttamynd

Segir um­mæli Trump um konur móðgun við alla

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína.

Erlent
Fréttamynd

Stór­sigur beggja innan skekkju­marka

Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump lék ruslakarl í Wisconsin

Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum.

Erlent
Fréttamynd

Sagði Trump heltekinn hefndarvilja

Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna.

Erlent
Fréttamynd

Harris og Trump hníf­jöfn viku fyrir kosningar

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata til forseta og Donald Trump frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti mælast hnífjöfn í könnunum. Silja Bára Ómarsdóttir, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir stöðuna ekki hafa verið svo jafna áður.

Innlent
Fréttamynd

Kenningin sem knúði valda­ráns­til­raunina

Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C.

Lífið
Fréttamynd

Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu

Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um­sátur og of­beldi við kjör­staði

Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Enn allt í járnum skömmu fyrir kjör­dag

Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar.

Erlent
Fréttamynd

Musk sagður í reglu­legum sam­skiptum við Pútín

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál.

Erlent
Fréttamynd

Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögu­lega dóms­mála­ráð­herra

Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Efast um lög­mæti milljóna dala gjafa Musks til kjós­enda

Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað.

Erlent
Fréttamynd

Sér ekki á svörtu hjá „hinum út­valda“

„Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Bar fram sam­særis­kenningar á fyrsta kosningafundinum

Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika.

Erlent
Fréttamynd

Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum

Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö.

Erlent
Fréttamynd

Kosningafundur breyttist í undar­legt diskó­tek

Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér.

Erlent
Fréttamynd

Leggur til að beita hernum gegn and­stæðingum sínum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína.

Erlent