Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Erlent 9. júlí 2020 23:40
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. Erlent 9. júlí 2020 18:52
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. Erlent 9. júlí 2020 14:27
Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Erlent 9. júlí 2020 11:23
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. Erlent 8. júlí 2020 23:24
Kveikt var í styttu af Melania Trump Kveikt var í viðarskúlptúr af Melaniu Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Erlent 8. júlí 2020 21:21
Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. Erlent 8. júlí 2020 18:28
Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. Erlent 8. júlí 2020 06:37
Frænka Trump segir lygar vera lífsstíl hans Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga. Erlent 7. júlí 2020 23:28
Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. Erlent 7. júlí 2020 20:31
Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Erlent 5. júlí 2020 09:16
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Erlent 4. júlí 2020 23:27
Tengdadóttir Bandaríkjaforseta smituð af kórónuveirunni Fyrrverandi fjölmiðlakonan Kimberly Guilfoyle hefur greinst smituð af kórónuveirunni en hún er kærasta Donalds Trump yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta. Guilfoyle hefur starfað innan forsetaframboðs Trump fyrir kosningarnar sem haldnar verða í nóvember. Erlent 4. júlí 2020 11:04
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Erlent 4. júlí 2020 08:02
Trump-bíllinn tekur þátt í Nascar-kappakstrinum um helgina Það er ljóst að einn bíll mun vekja mikla athygli þegar NASCAR-kappaksturinn fer fram í Indianapolis um helgina. Sport 2. júlí 2020 23:00
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Erlent 2. júlí 2020 11:26
Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. Erlent 1. júlí 2020 12:31
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Erlent 1. júlí 2020 10:40
Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Erlent 30. júní 2020 15:11
Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Erlent 30. júní 2020 11:22
Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. Erlent 29. júní 2020 23:38
Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. Erlent 29. júní 2020 12:41
Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. Erlent 29. júní 2020 11:11
Endurtísti myndbandi af stuðningsmanni kalla „White Power“ Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Erlent 28. júní 2020 17:53
The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. Erlent 28. júní 2020 15:15
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Erlent 28. júní 2020 13:04
Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Erlent 26. júní 2020 08:01
Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. Erlent 25. júní 2020 08:10
Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erlent 24. júní 2020 08:35
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Erlent 23. júní 2020 23:31